Fótbolti

Elmar og átta félagar hans héldu út gegn nýliðunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elmar er fastamaður í liði Randers.
Elmar er fastamaður í liði Randers. mynd/randers
Theodór Elmar Bjarnason og félagar hans í Randers halda áfram að gera góða hluti í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Í dag sótti Randers nýliða Hobro heim og unnu 0-1 sigur þrátt fyrir að hafa misst tvo leikmenn út af með rautt spjald í seinni hálfleik.

Staðan var markalaus í leikhléi, en á 61. mínútu kom Svíinn Mikael Ishak Randers yfir með sínu fimmta marki í deildinni.

Sex mínútum seinna fékk Mads Agersen að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Róðurinn þyngdist enn frekar á 79. mínútu þegar markaskorarinn Ishak var rekinn út af.

Níu leikmenn Randers héldu hins vegar út og lönduðu mikilvægum sigri.

Elmar spilaði allan leikinn fyrir Randers sem er í öðru sæti deildarinnar með 30 stig, sjö stigum á eftir toppliði Midtjylland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×