Innlent

Bjarni Benediktsson: Hanna Birna verður lykilþingmaður

Bjarki Ármannsson skrifar
Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. Vísir/Vilhelm
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ekki sé búið að skipa eftirmann Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í embætti innanríkisráðherra. Hanna Birna hafi notið fulls traust til að starfa áfram sem ráðherra.

„Ákvörðun hennar kom mér á óvart en hún færir fyrir henni gild rök,“ segir Bjarni. „Ef eitthvað er þá mun þessi ákvörðun hennar gera henni betur kleyft að sinna varaformannsstarfinu og flokkstarfinu og verða enn betri þingmaður. Ég geri ráð fyrir að hún verði lykilþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn á komandi þingi.“

Bjarni segir að eðlilegt sé að horfa til þess að skipa konu sem eftirmann Hönnu Birnu í embætti. Það sé þó ekki úrslitaatriði þegar eftirmaður verði valinn.

„Hanna Birna hafði fullan stuðning til að gegna embætti ráðherra,“ segir Bjarni. „En stundum er það ekki nóg. Þú verður að finna að þú treystir þér í starfið. Hún mat það svo að eins og staðan er hafi henni verið ókleyft að sinna sínum verkefnum.“




Tengdar fréttir

Biður enga afsökunar á lekamálinu

Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, biður enga hlutaðeigandi afsökunar á lekamálinu í yfirlýsingu sinni sem hún sendi til fjölmiðla í dag vegna afsagnar sinnar sem innanríkisráðherra.

Hanna Birna hættir

Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×