Mikil reiði vegna ummæla Sigmundar Davíðs Jakob Bjarnar skrifar 22. nóvember 2014 11:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur að þjóðin eigi að læra af afsögn Hönnu Birnu og líta í eigin barm. Vísir/Daníel Mikil reiði braust út á samfélagsmiðlunum í gærkvöldi í kjölfar ummæla Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, en hann tjáði sig við mbl.is um afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherrra. Sigmundur sagði nauðsynlegt að læra af Lekamálinu og það þyrfti þjóðin að gera: „Ég held að það sé ástæða fyrir alla til þess að hafa áhyggjur af því hvernig þjóðfélagsumræðan hefur þróast,“ segir Sigmundur meðal annars í viðtalinu. Hann segir að gengið hafi verið fram af mikilli grimmd og ódrengskap gegn Hönnu Birnu og að „eyða“ þurfi hatrinu sem einkenni umræðuna. Hafi það verið tilgangur forsætisráðherra að bera klæði á þau meintu vopn eða stíga fyrsta skref til einhverskonar sáttar í þjóðfélaginu mistókst það, því Facebook logaði vegna þessa viðtals. Voru margir yfir sig hneykslaðir og töldu viðtalið í hæsta máta ósmekklegt og óviðeigandi. Hér fyrir neðan eru dæmi um þau ummæli Íslendinga sem féllu á Facebook og er þá ónefnd umræðan sem blossaði upp á umræðuþráðum þar undir, af nógu er að taka.Fáein dæmi um ummæli á Facebook Árni Snævarr: Góðir Íslendingar! Við höfum brugðist trúnaði ríkisstjórnarinnar! Forsætisráðherra segir að við verðum að læra af lekamálinu! Iðrist, eða ríkisstjórnin fær sér nýja þjóð!Þorgrímur Gestsson: Þessi ummæli eru náttúrulega endanleg staðfesting á því að þessi maður er allsendis óhæfur til að vera í fyrirsvari fyrir þjóð. Svona talar aðeins einfeldningur, grunnhygginn maður sem veit ekkert í sinn haus. Þið fyrirgefið. Mér er ofboðið.Gunnar Smári Egilsson: Þetta er það sem Sigmundur hefði átt að segja um hatursumræðu framsóknarmanna sem múslimar á Íslandi og fjölskyldur þeirra hafa þurft að þola; opinberar og óopinberar hótanir, grimmd og níð. En hjarta þessa manns slær ekki með hinum veiku heldur aðeins með hinum valdamiklu og auðugu. En mest vorkennir hann auðvitað sjálfum sér.Jón Garðar Snæland: Oft verð ég klökkur þegar okkar mikilhæfi leiðtogi hefur leiðbeint okkur. Ég tek að sjálfsögðu undir með leiðtoga lífs míns um að margt megi læra af lekamálinu og fjölmörgum öðrum hneikslismálum frá hruni. Ég er búin að læra svo mikið af þessu að nú mun ég heita Jón lærði Snæland í framtíðinni.Örnólfur Arnason: Það er sorgleg staðreynd að mannvalið í ríkisstjórninni hefur ekki skánað agnarögn við brotthvarf Hönnu Birnu.Jón Trausti Reynisson: Vonandi hafið þið lært eitthvað af þessu, eins og forsætisráðherra óskar eftir. Þegar ráðherra bregst við alvarlegu broti aðstoðarmanns síns með því að ráðast gegn fjölmiðlinum sem segir frá því, hrekur lögreglustjórann sem rannsakar afbrotið úr starfi, ræður annan lögreglustjóra í starfið sem virðist hafa hjálpað til við afbrotið, ásakar Umboðsmanni Alþingis um óvönduð vinnubrögð, lætur kljúfa ráðuneytið sitt svo hún þurfi ekki að segja af sér, og segir svo loksins af sér full samúðar gagnvart sjálfri sér, eigið þið að þegja. Þið eruð bara bitur eftir hrunið.Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra í gær.Vísir/StefánHjálmtýr Heiðdal: Enn er það umræðan sem er vandamálið. Sigmundur Davíð segir vegna afsagnar Hönnu Birnu „að eyða þurfi hatrinu sem einkennir umræðuna.“ Hvað á þjóðin að læra? Að halda kjafti?Eva Hauksdottir: Jájá, við getum öll lært af lekamálinu. T.d. það að þegar fjölmiðlamenn fylgja málum eftir af einurð þá kemur ýmislegt í ljós og það getur haft þau áhrif að fólk sem misbeitir valdi sínu þurfi að víkja. Ráðamenn gætu kannski líka lært eitthvað. En það er nú kannski til of mikils mælst.Arnar Eggert Thoroddsen: Þessi maður er í engu sambandi við veruleikann. Guð gefi að hann fari frá völdum sem fyrst. Hvernig hann talar til fólks hérna er ólíðandi með öllu.Árni Stefán Árnason: Sigmundur þú ert siðblindur. Hættu.Einar Steingrimsson: Þessi maður er auðvitað ekki alveg í lagi, heldur lifir í sömu hugmyndum um guðlegt eðli sitt og Hanna Birna. En það er kannski bara gott að þetta fólk sé svona sturlað í sjúklegri sjálfhverfu sinni. Kannski flýtir það fyrir því að það verði raunveruleg uppreisn.Guðmundur Gunnarsson: Þetta er aldeilis yfirgengilegt. Hanna Birna og nánasta aðstoðarfólk hefur verið staðin af því að dreifa ómerkilegu slúðri um eistakling, vasast í störfum lögreglu, bera lygar í þjóðina og Alþingi. Þá kemur forsætisráðherra og ber sakir á þjóðina. Hér stimplar hann sig inn á sama stig og Hanna Birna.Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir: Herra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þér eruð á villigötum.Guðmundur Andri Thorsson: Þegar ég lít í eigin barm og skoða þetta mál í réttu ljósi skil ég að hvernig ég þarf að horfast í augu við eigin sök í þessu máli öllu. Fyrst brást ég Hönnu Birnu þegar upplýsingar um erlendan smælingja voru sendar frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum til aðstoðarmanns Hönnu Birnu og síðan þaðan á valda fjölmiðla með vangaveltum um hugsanlegt mansal, rangfeðrun og glæpsamlega starfsemi viðkomandi manns. Við mér blasir mjög dökk mynd af framferði mínu þegar Hanna Birna sagði þinginu að ekkert sambærilegt blað minnisblaðinu í ráðuneytinu - væri til í ráðuneytinu og ég sagði humm. Mér finnst að ég þurfi að læra af framkomu minni í garð Hönnu Birnu og raunar ríkisstjórnarinnar allrar þegar Hanna Birna hringdi þráfaldlega í Lögreglustjórann í Reykjavík til að láta hann hætta að rannsaka lekamál aðstoðarmannsins, sem „hún hafði enga ástæðu til annars en að trúa“. Og þar með ekki ég heldur. Um allt þetta mál hlýt ég að segja: Mea culpa. Mea magna culpa.Steinunn Stefánsdóttir: Það er einmitt þetta sem er mest relevant í stóra lekamálinu!Egill Helgason: Bíðum við, var þetta þjóðinni að kenna?Bárður R. Jónsson: Nú þarf hann bara að fylgja fordæmi Hönnu Birnu. Rúnar Helgi Vignisson: Var þessi maður ekki kosinn af því hann gekk fram af hörku gegn fyrri ríkisstjórn (og lofaði svo öllu fögru)? Nú þegar hann og hans slekti er gagnrýnt á svipuðum nótum getur hann ekki á heilum sér tekið. Hefur þó ekki af miklum afrekum að státa enn sem komið er. Lekamálið Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Mikil reiði braust út á samfélagsmiðlunum í gærkvöldi í kjölfar ummæla Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, en hann tjáði sig við mbl.is um afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherrra. Sigmundur sagði nauðsynlegt að læra af Lekamálinu og það þyrfti þjóðin að gera: „Ég held að það sé ástæða fyrir alla til þess að hafa áhyggjur af því hvernig þjóðfélagsumræðan hefur þróast,“ segir Sigmundur meðal annars í viðtalinu. Hann segir að gengið hafi verið fram af mikilli grimmd og ódrengskap gegn Hönnu Birnu og að „eyða“ þurfi hatrinu sem einkenni umræðuna. Hafi það verið tilgangur forsætisráðherra að bera klæði á þau meintu vopn eða stíga fyrsta skref til einhverskonar sáttar í þjóðfélaginu mistókst það, því Facebook logaði vegna þessa viðtals. Voru margir yfir sig hneykslaðir og töldu viðtalið í hæsta máta ósmekklegt og óviðeigandi. Hér fyrir neðan eru dæmi um þau ummæli Íslendinga sem féllu á Facebook og er þá ónefnd umræðan sem blossaði upp á umræðuþráðum þar undir, af nógu er að taka.Fáein dæmi um ummæli á Facebook Árni Snævarr: Góðir Íslendingar! Við höfum brugðist trúnaði ríkisstjórnarinnar! Forsætisráðherra segir að við verðum að læra af lekamálinu! Iðrist, eða ríkisstjórnin fær sér nýja þjóð!Þorgrímur Gestsson: Þessi ummæli eru náttúrulega endanleg staðfesting á því að þessi maður er allsendis óhæfur til að vera í fyrirsvari fyrir þjóð. Svona talar aðeins einfeldningur, grunnhygginn maður sem veit ekkert í sinn haus. Þið fyrirgefið. Mér er ofboðið.Gunnar Smári Egilsson: Þetta er það sem Sigmundur hefði átt að segja um hatursumræðu framsóknarmanna sem múslimar á Íslandi og fjölskyldur þeirra hafa þurft að þola; opinberar og óopinberar hótanir, grimmd og níð. En hjarta þessa manns slær ekki með hinum veiku heldur aðeins með hinum valdamiklu og auðugu. En mest vorkennir hann auðvitað sjálfum sér.Jón Garðar Snæland: Oft verð ég klökkur þegar okkar mikilhæfi leiðtogi hefur leiðbeint okkur. Ég tek að sjálfsögðu undir með leiðtoga lífs míns um að margt megi læra af lekamálinu og fjölmörgum öðrum hneikslismálum frá hruni. Ég er búin að læra svo mikið af þessu að nú mun ég heita Jón lærði Snæland í framtíðinni.Örnólfur Arnason: Það er sorgleg staðreynd að mannvalið í ríkisstjórninni hefur ekki skánað agnarögn við brotthvarf Hönnu Birnu.Jón Trausti Reynisson: Vonandi hafið þið lært eitthvað af þessu, eins og forsætisráðherra óskar eftir. Þegar ráðherra bregst við alvarlegu broti aðstoðarmanns síns með því að ráðast gegn fjölmiðlinum sem segir frá því, hrekur lögreglustjórann sem rannsakar afbrotið úr starfi, ræður annan lögreglustjóra í starfið sem virðist hafa hjálpað til við afbrotið, ásakar Umboðsmanni Alþingis um óvönduð vinnubrögð, lætur kljúfa ráðuneytið sitt svo hún þurfi ekki að segja af sér, og segir svo loksins af sér full samúðar gagnvart sjálfri sér, eigið þið að þegja. Þið eruð bara bitur eftir hrunið.Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra í gær.Vísir/StefánHjálmtýr Heiðdal: Enn er það umræðan sem er vandamálið. Sigmundur Davíð segir vegna afsagnar Hönnu Birnu „að eyða þurfi hatrinu sem einkennir umræðuna.“ Hvað á þjóðin að læra? Að halda kjafti?Eva Hauksdottir: Jájá, við getum öll lært af lekamálinu. T.d. það að þegar fjölmiðlamenn fylgja málum eftir af einurð þá kemur ýmislegt í ljós og það getur haft þau áhrif að fólk sem misbeitir valdi sínu þurfi að víkja. Ráðamenn gætu kannski líka lært eitthvað. En það er nú kannski til of mikils mælst.Arnar Eggert Thoroddsen: Þessi maður er í engu sambandi við veruleikann. Guð gefi að hann fari frá völdum sem fyrst. Hvernig hann talar til fólks hérna er ólíðandi með öllu.Árni Stefán Árnason: Sigmundur þú ert siðblindur. Hættu.Einar Steingrimsson: Þessi maður er auðvitað ekki alveg í lagi, heldur lifir í sömu hugmyndum um guðlegt eðli sitt og Hanna Birna. En það er kannski bara gott að þetta fólk sé svona sturlað í sjúklegri sjálfhverfu sinni. Kannski flýtir það fyrir því að það verði raunveruleg uppreisn.Guðmundur Gunnarsson: Þetta er aldeilis yfirgengilegt. Hanna Birna og nánasta aðstoðarfólk hefur verið staðin af því að dreifa ómerkilegu slúðri um eistakling, vasast í störfum lögreglu, bera lygar í þjóðina og Alþingi. Þá kemur forsætisráðherra og ber sakir á þjóðina. Hér stimplar hann sig inn á sama stig og Hanna Birna.Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir: Herra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þér eruð á villigötum.Guðmundur Andri Thorsson: Þegar ég lít í eigin barm og skoða þetta mál í réttu ljósi skil ég að hvernig ég þarf að horfast í augu við eigin sök í þessu máli öllu. Fyrst brást ég Hönnu Birnu þegar upplýsingar um erlendan smælingja voru sendar frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum til aðstoðarmanns Hönnu Birnu og síðan þaðan á valda fjölmiðla með vangaveltum um hugsanlegt mansal, rangfeðrun og glæpsamlega starfsemi viðkomandi manns. Við mér blasir mjög dökk mynd af framferði mínu þegar Hanna Birna sagði þinginu að ekkert sambærilegt blað minnisblaðinu í ráðuneytinu - væri til í ráðuneytinu og ég sagði humm. Mér finnst að ég þurfi að læra af framkomu minni í garð Hönnu Birnu og raunar ríkisstjórnarinnar allrar þegar Hanna Birna hringdi þráfaldlega í Lögreglustjórann í Reykjavík til að láta hann hætta að rannsaka lekamál aðstoðarmannsins, sem „hún hafði enga ástæðu til annars en að trúa“. Og þar með ekki ég heldur. Um allt þetta mál hlýt ég að segja: Mea culpa. Mea magna culpa.Steinunn Stefánsdóttir: Það er einmitt þetta sem er mest relevant í stóra lekamálinu!Egill Helgason: Bíðum við, var þetta þjóðinni að kenna?Bárður R. Jónsson: Nú þarf hann bara að fylgja fordæmi Hönnu Birnu. Rúnar Helgi Vignisson: Var þessi maður ekki kosinn af því hann gekk fram af hörku gegn fyrri ríkisstjórn (og lofaði svo öllu fögru)? Nú þegar hann og hans slekti er gagnrýnt á svipuðum nótum getur hann ekki á heilum sér tekið. Hefur þó ekki af miklum afrekum að státa enn sem komið er.
Lekamálið Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“