Mikil völd en engin ábyrgð Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 22. nóvember 2014 22:46 Aðstoðarmenn ráðherra hafa enga heimild til að óska eftir gögnum um einstök mál sem heyra undir ráðherra sem stjórnvaldshafa heldur einungis um pólitísk mál og mál sem varða stefnumótun, samkvæmt upplýsingum frá Ragnhildi Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra í innanríkisráðuneytinu, til fréttastofu Stöðvar 2. Sú stjórnsýsluvenja hefur þó myndast að starfsfólk ráðuneytisins geti komið fram fyrir hönd ráðherra. Þetta virðist þó ekki hafa verið skilningur lögreglustjóra Suðurnesja þegar hún sendi aðstoðarmanni ráðherra greinargerð um Tony Omos og mál sem tengdust hælisumsókn hans. „Innanríkisráðherra er æðsti yfirmaður lögreglu. Ef ráðuneytið biður um eitthvað fær ráðuneytið það sem það biður um. Í fyrsta lagi vissi ég ekki að hann hefði ekki rétt á að fá þetta. Hann hringir fyrir ráðherra, hann hringir fyrir ráðuneytið,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir í viðtali við RÚV í hádeginu. Ráðherra hefur almenna heimild til að afla gagna frá stjórnvöldum til að sinna eftirlitshlutverki sínu. Rannsókn lögreglu á sakamálum og meðferð ákæruvalds lýtur hins vegar ekki eftirliti ráðherra heldur ríkissaksóknara. „Eftirlitshlutverk ráðuneytisins snýr að því að hafa almennt eftirlit og almennt eftirlit með því hvernig málið gekk fyrir sig og málsmeðferð. Það eru þær upplýsingar sem ráðuneytið getur kallað eftir en ekki upplýsingar í mjög persónulegum málum til þess að nota í almennri afgreiðslu mála inni í ráðuneytinu.“ Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur, segir aðstoðarmenn ráðherra hafa gríðarleg völd í skjóli ráðherrans en þau séu einungis óformleg. Þeir beri enga pólitíska ábyrgð. Það þurfi að skoða þetta alveg upp á nýtt. „Þegar aðstoðarmaður ráðherra snýr sér beint til embættismanna eða forstöðumanna úti í bæ, þá geta þeir forstöðumenn og embættismenn litið svo á að hann sé að tala fyrir hönd ráðherrans og biðja um upplýsingar fyrir ráðherrann. Það sem er afleitt í þessu máli er það að þessi upplýsingabeiðni skyldi ekki hafa farið eftir formlegum leiðum ráðuneytisins þar sem búið er að filtera hverjir eiga að hafa aðgang að hvaða málum og hvers kyns upplýsingum. Það er alvarleiki málsins sem gerir það að verkum að þarna hafnar embættismaður í vondri og erfiðri stöðu.“ Lekamálið Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjá meira
Aðstoðarmenn ráðherra hafa enga heimild til að óska eftir gögnum um einstök mál sem heyra undir ráðherra sem stjórnvaldshafa heldur einungis um pólitísk mál og mál sem varða stefnumótun, samkvæmt upplýsingum frá Ragnhildi Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra í innanríkisráðuneytinu, til fréttastofu Stöðvar 2. Sú stjórnsýsluvenja hefur þó myndast að starfsfólk ráðuneytisins geti komið fram fyrir hönd ráðherra. Þetta virðist þó ekki hafa verið skilningur lögreglustjóra Suðurnesja þegar hún sendi aðstoðarmanni ráðherra greinargerð um Tony Omos og mál sem tengdust hælisumsókn hans. „Innanríkisráðherra er æðsti yfirmaður lögreglu. Ef ráðuneytið biður um eitthvað fær ráðuneytið það sem það biður um. Í fyrsta lagi vissi ég ekki að hann hefði ekki rétt á að fá þetta. Hann hringir fyrir ráðherra, hann hringir fyrir ráðuneytið,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir í viðtali við RÚV í hádeginu. Ráðherra hefur almenna heimild til að afla gagna frá stjórnvöldum til að sinna eftirlitshlutverki sínu. Rannsókn lögreglu á sakamálum og meðferð ákæruvalds lýtur hins vegar ekki eftirliti ráðherra heldur ríkissaksóknara. „Eftirlitshlutverk ráðuneytisins snýr að því að hafa almennt eftirlit og almennt eftirlit með því hvernig málið gekk fyrir sig og málsmeðferð. Það eru þær upplýsingar sem ráðuneytið getur kallað eftir en ekki upplýsingar í mjög persónulegum málum til þess að nota í almennri afgreiðslu mála inni í ráðuneytinu.“ Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur, segir aðstoðarmenn ráðherra hafa gríðarleg völd í skjóli ráðherrans en þau séu einungis óformleg. Þeir beri enga pólitíska ábyrgð. Það þurfi að skoða þetta alveg upp á nýtt. „Þegar aðstoðarmaður ráðherra snýr sér beint til embættismanna eða forstöðumanna úti í bæ, þá geta þeir forstöðumenn og embættismenn litið svo á að hann sé að tala fyrir hönd ráðherrans og biðja um upplýsingar fyrir ráðherrann. Það sem er afleitt í þessu máli er það að þessi upplýsingabeiðni skyldi ekki hafa farið eftir formlegum leiðum ráðuneytisins þar sem búið er að filtera hverjir eiga að hafa aðgang að hvaða málum og hvers kyns upplýsingum. Það er alvarleiki málsins sem gerir það að verkum að þarna hafnar embættismaður í vondri og erfiðri stöðu.“
Lekamálið Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjá meira