Innlent

Hanna Birna farin til útlanda

Bjarki Ármannsson skrifar
Ragnheiður Elín (t.h.) leysir Hönnu Birnu af í nokkra daga.
Ragnheiður Elín (t.h.) leysir Hönnu Birnu af í nokkra daga. Vísir/Vilhelm/GVA
Hanna Birna Kristjánsdóttir, fráfarandi innanríkisráðherra, fór í dag í frí til útlanda. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er starfandi innanríkisráðherra í þá daga sem Hanna Birna verður úti.

RÚV greindi fyrst frá. Hanna Birna tilkynnti um afsögn sína á föstudag og hefur Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lýst því yfir að hann vilji skipa eftirmann hennar sem fyrst. Leysa þarf Hönnu Birnu formlega frá skyldum sínum á fundi ríkisráðs á Bessastöðum.


Tengdar fréttir

Hanna Birna hættir

Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×