„Í tökunni sjálfri var ég hætt að finna fyrir höndum og fótum af kulda“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 25. nóvember 2014 10:03 „Ég er búin að vera á samning hjá Elite í eitt ár núna. Þetta byrjaði allt með því að ég tók þátt í Elite Model Look-keppninni og vann hana. Eftir það fór ég að taka nokkur lítil verkefni en núna síðustu mánuði er búið að vera meira að gera. Ég er búin að vera mikið í ógreiddum verkefnum til þess að koma mér á framfæri því þannig verður maður að byrja. Svo er ég farin að fá stærri verkefni núna, maður bara byggir þetta hægt og rólega upp,“ segir fyrirsætan Berglind Pétursdóttir. Berglind er sautján ára Akureyringur sem sinnir fyrirsætustörfum með skóla. Í vikunni birtist mynd af henni á heimasíðu ítalska Vogue, eins þekktasta og víðlesnasta tískutímarits heims. „Elite hafði samband við mig og sagði mér að útlendur ljósmyndari hefði valið mig fyrir verkefni hjá sér og spurði hvort ég hefði áhuga. Ég sagði strax já og var mjög spennt,“ segir Berglind um hvernig það kom til að hún landaði verkefninu.Myndin á heimasíðu ítalska Vogue var tekin inni í Vatnajökli.mynd/vogue italia„Ljósmyndarinn kallar sig Miss Aniela og er fræg fyrir myndirnar sínar sem eru mjög óvenjulegar. Hún myndar módel í stórum og flottum kjólum inni í gömlum höllum eða úti þar sem fallegt landslag er í baksýn. Svo vinnur hún myndirnar og breytir þeim í hálfgerð listaverk. Við ferðuðumst um Suðurland í fimm daga, gistum á sveitahótelum og tókum myndir á ótrúlegustu stöðum, meðal annars í íshelli og undir Skógarfossi. Nokkrir aðrir ljósmyndarar voru með í ferðinni ásamt Anielu svo var auðvitað stílisti, förðunarfræðingur og hárgreiðslukona, fjögur módel og nokkrir aðstoðarmenn. Þetta var rosalegt ævintýri, ég kynnist fullt af fólki og lærði mjög mikið. Þetta var í alvöru eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert,“ segir Berglind. Myndin sem birtist á heimasíðu ítalska Vogue var tekin inni í Vatnajökli.Berglind er á öðru ári í Menntaskólanum á Akureyri.mynd/einkasafn„Þetta var erfiðasta takan. Við fórum í gegnum ísgöng og komum inná svæði þar sem voru stórar íshengjur og jökull allt í kring. Það var hellidemba og öllum var mjög kalt. Í tökunni sjálfri var ég hætt að finna fyrir höndum og fótum af kulda en nú þegar myndin hefur komist á síðuna var þetta allt saman þess virði. Myndin var þó ekki tekin af Miss Aniela heldur ljósmyndara sem var með í ferðinni,“ segir Berglind glöð í bragði. Vel gæti farið svo að myndin birtist víðar. „Ég veit ekki hvað þeir gera við hana næst, en það er hugsanlegt að hún birtist í öðrum blöðum. Hvort hún kemst í Vogue-blaðið sjálft veit ég ekki, en ég vona það.“ Berglind er með nóg í pípunum og ætlar til dæmis að reyna að fá vinnu í tískusýningum á Reykjavík Fashion Festival sem verður í mars á næsta ári. Þá er hún að spá í að fara erlendis næsta sumar og athuga hvort hún fær tækifæri til að vinna hjá fyrirsætuskrifstofum þar. En hver er draumurinn? „Draumurinn er að fara til útlanda og vinna við módelstörf í einhvern tíma, og koma svo aftur heim til Íslands. Ég ætla bara að gera þetta svo lengi sem ég hef áhuga á þessu og finnst þetta gaman. Ef ég vil svo gera eitthvað annað , þá finn ég mér bara eitthvað annað.“Skyggnst á bakvið tjöldin.myndir/einkasafn Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Ég er búin að vera á samning hjá Elite í eitt ár núna. Þetta byrjaði allt með því að ég tók þátt í Elite Model Look-keppninni og vann hana. Eftir það fór ég að taka nokkur lítil verkefni en núna síðustu mánuði er búið að vera meira að gera. Ég er búin að vera mikið í ógreiddum verkefnum til þess að koma mér á framfæri því þannig verður maður að byrja. Svo er ég farin að fá stærri verkefni núna, maður bara byggir þetta hægt og rólega upp,“ segir fyrirsætan Berglind Pétursdóttir. Berglind er sautján ára Akureyringur sem sinnir fyrirsætustörfum með skóla. Í vikunni birtist mynd af henni á heimasíðu ítalska Vogue, eins þekktasta og víðlesnasta tískutímarits heims. „Elite hafði samband við mig og sagði mér að útlendur ljósmyndari hefði valið mig fyrir verkefni hjá sér og spurði hvort ég hefði áhuga. Ég sagði strax já og var mjög spennt,“ segir Berglind um hvernig það kom til að hún landaði verkefninu.Myndin á heimasíðu ítalska Vogue var tekin inni í Vatnajökli.mynd/vogue italia„Ljósmyndarinn kallar sig Miss Aniela og er fræg fyrir myndirnar sínar sem eru mjög óvenjulegar. Hún myndar módel í stórum og flottum kjólum inni í gömlum höllum eða úti þar sem fallegt landslag er í baksýn. Svo vinnur hún myndirnar og breytir þeim í hálfgerð listaverk. Við ferðuðumst um Suðurland í fimm daga, gistum á sveitahótelum og tókum myndir á ótrúlegustu stöðum, meðal annars í íshelli og undir Skógarfossi. Nokkrir aðrir ljósmyndarar voru með í ferðinni ásamt Anielu svo var auðvitað stílisti, förðunarfræðingur og hárgreiðslukona, fjögur módel og nokkrir aðstoðarmenn. Þetta var rosalegt ævintýri, ég kynnist fullt af fólki og lærði mjög mikið. Þetta var í alvöru eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert,“ segir Berglind. Myndin sem birtist á heimasíðu ítalska Vogue var tekin inni í Vatnajökli.Berglind er á öðru ári í Menntaskólanum á Akureyri.mynd/einkasafn„Þetta var erfiðasta takan. Við fórum í gegnum ísgöng og komum inná svæði þar sem voru stórar íshengjur og jökull allt í kring. Það var hellidemba og öllum var mjög kalt. Í tökunni sjálfri var ég hætt að finna fyrir höndum og fótum af kulda en nú þegar myndin hefur komist á síðuna var þetta allt saman þess virði. Myndin var þó ekki tekin af Miss Aniela heldur ljósmyndara sem var með í ferðinni,“ segir Berglind glöð í bragði. Vel gæti farið svo að myndin birtist víðar. „Ég veit ekki hvað þeir gera við hana næst, en það er hugsanlegt að hún birtist í öðrum blöðum. Hvort hún kemst í Vogue-blaðið sjálft veit ég ekki, en ég vona það.“ Berglind er með nóg í pípunum og ætlar til dæmis að reyna að fá vinnu í tískusýningum á Reykjavík Fashion Festival sem verður í mars á næsta ári. Þá er hún að spá í að fara erlendis næsta sumar og athuga hvort hún fær tækifæri til að vinna hjá fyrirsætuskrifstofum þar. En hver er draumurinn? „Draumurinn er að fara til útlanda og vinna við módelstörf í einhvern tíma, og koma svo aftur heim til Íslands. Ég ætla bara að gera þetta svo lengi sem ég hef áhuga á þessu og finnst þetta gaman. Ef ég vil svo gera eitthvað annað , þá finn ég mér bara eitthvað annað.“Skyggnst á bakvið tjöldin.myndir/einkasafn
Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira