Að kalla saklausan mann nauðgara og komast upp með það Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. nóvember 2014 08:00 Merkilegur dómur var kveðinn upp í Hæstarétti Íslands síðustu viku þegar maður sem kallaði annan mann nauðgara opinberlega var stefnt fyrir meiðyrði og var sýknaður þrátt fyrir sá sem hin ætluðu ærumeiðandi ummæli beindust gegn hefur aldrei hlotið dóm fyrir nauðgun. Það sem ég er að vísa er hið svokallaða „Fuck you rapist bastard“ mál sem mætti líka kalla „Instagram-málið.“1. Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur í dómum varðandi túlkun á 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) sem fjallar um tjáningarfrelsi gert skýran greinarmun á svokölluðum gildisdómum (e. value judgement) annars vegar og staðhæfingum um staðreyndir (e. factual statement) hins vegar. Þannig njóta gildisdómar mun ríkari verndar en staðhæfingar um staðreyndir því sá sem heldur frammi staðhæfingu um eitthvað verður að geta fært sönnur á hana. Þannig þarf maður ekki að þola það opinberlega að hann hafi gert eitthvað tilgreint sem er honum til álitshnekkis, t.d. svikið 100 milljónir króna undan skatti, ef staðhæfingin er röng. Staðhæfing um skattsvik er augljóslega ekki gildisdómur því verið er að bera tiltekna ósanna háttsemi upp á mann, viðkomandi til álitshnekkis. Í frægum dómi Mannréttindadómstólsins í máli Lingens gegn Austurríki frá 8. júlí 1986 (9815/82) segir: „Að mati dómstólsins þarf að gera skýran greinarmun á milli staðreynda og gildisdóma. Hægt er að sýna fram á tilvist staðreynda, meðan sannleiksgildi gildisdóma er ekki mögulegt að sanna.“ MDE hefur síðan þessi dómur var kveðinn upp fylgt þeirri aðferðafræði sem þarna er lýst. Ómögulegt er að sanna gildisdóma og því brýtur krafa um slíkt gegn sjálfu tjáningarfrelsinu.2. Hæstiréttur hefur á síðustu árum verið að byrja að átta sig á auknu mikilvægi dóma MDE sem lögskýringargagna vegna samspils tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrár, 73. gr., og áðurnefndrar 10. gr. Mannréttindasáttmálans. Bæði Hæstiréttur Íslands og Mannréttindadómstóll Evrópu hafa slegið því föstu í dómum sínum að svigrúm til að fella gildisdóma, þ.e að lýsa skoðunum um menn og málefni er mun rýmra en rétturinn til að setja fram beinar staðhæfingar um staðreyndir eða atvik. Hefur Hæstiréttur tekið upp þessa aðferðafræði MDE. Það leiðir af eðli gildisdóma, sem eru í grunninn skoðun þess sem viðhefur þau, að erfitt getur verið að færa sönnur á þau, til dæmis að einhver sé „vindhandi,“ „kjáni“ eða „hálfviti.“ En aftur að efni þessarar greinar, Instagram-málinu. Stefndi í málinu, Ingi Kristján Sigurmarsson, birti mynd af líkamsræktarfrömuðinum Agli Einarssyni á lokaðri Instagram síðu sinni en hann var með 100 samþykkta fylgjendur. Myndin var afbökuð forsíðumynd af Agli í blaðinu Monitor þar sem Ingi Kristján hafði bætt við textanum „Fuck you rapist bastard.“ Síðan tók einhver myndina og dreifði henni áfram. Í umræddu máli fjallaði Hæstiréttur sérstaklega um það hvort það teldist opinber birting að birta ummæli á lokaðri Instagram síðu þar sem aðeins 100 vinir og kunningjar gátu séð þau. Í dómi meirihluta Hæstaréttar segir um þetta atriði: „Stefndi heldur því fram að sú háttsemi sín að setja hina afbökuðu mynd á umræddan myndskiptamiðil hafi ekki falið í sér birtingu hennar í merkingu 2. mgr. 236. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þar sem hann hafi álitið að aðeins takmarkaður fjöldi manna hefði þar aðgang að henni. Ekki verður á það fallist, enda telst það birting samkvæmt hefðbundinni skýringu á hugtakinu að eitthvað sé gert aðgengilegt á rafrænan hátt fyrir jafn stóran hóp manna og að framan greinir, án tillits til þess hvort í hlut eiga vinir og kunningjar þess sem það gerir.“ Birting á lokuðu vefsvæði fyrir framan 100 vini og kunningja telst því opinber birting. Því næst fjallaði Hæstiréttur um það hvort ummælin „Fuck you rapist bastard“ gætu talist ærumeiðandi. Um það segir m.a í dómnum: „Ef hin afbakaða mynd og ummælin „fuck you rapist bastard“ eru virt í heild eins og aðilar eru sammála um að skuli gert verður fallist á með héraðsdómi að hér hafi verið um að ræða fúkyrði stefnda í garð áfrýjanda í óvæginni þjóðfélagslegri umræðu, sem sá síðarnefndi hafði eins og fyrr greinir átt frumkvæði að, og þar með gildisdóm um áfrýjanda, en ekki staðhæfingu um að hann hafi gerst sekur um nauðgun. Í því sambandi skiptir máli þótt það skeri ekki eitt úr að stefndi hélt því ekki fram að áfrýjandi hefði brotið þannig af sér gegn einhverjum öðrum, nafngreindum eða ónafngreindum.“ Ég held það sé hafið yfir skynsamlegan vafa að þegar einhver viðhefur þau ummæli um mann að hann sé nauðgari þá sé verið að fullyrða að viðkomandi hafi framið verknað sem fellur undir 194. gr. almennra hegningarlaga. Orðið „nauðgari“ er ekki hefðbundinn gildisdómur eins og ýmis uppnefni sem menn þurfa að þola opinberlega. Í staðhæfingunni „nauðgari“ felst staðhæfing um að viðkomandi hafi framið umrætt afbrot. Í sama skilningi er orðið „skattsvikari“ ávirðing um að einhver hafi svikið undan skatti. Í raun er um að ræða gildisdóm sem felur í sér staðhæfingu um staðreynd og ef um staðhæfingu um staðreynd er að ræða þá eru ummælin ærumeiðandi ef þau eru ósönn og fela í sér álitshnekki fyrir þann sem þau eru viðhöfð um. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur í sumum tilvikum gengið býsna langt í að flokka ummæli sem gildisdóma jafnvel þótt staðreyndabragur sé á þeim. Í þessu sambandi má nefna dóm réttarins í máli Feldek gegn Slóvakíu frá 12. júlí 2001 (29032/95) en í því máli taldi dómstóllinn að fyrirsögnin „For á better picture for Slovakia – without a minister with a fascist past“ væri gildisdómur en ekki staðhæfing um staðreynd. Dómstóllinn taldi að hugtakið „fascist past“ væri undirorpið túlkun og vekti ólíkar tilfinningar eftir því hver læsi það hverju sinni. Þegar einhver fullyrðir opinberlega að annar maður sé nauðgari eða „nauðgarakvikindi“ þá er erfitt að sjá að hugtakið sé undirorpið túlkun. Þá er viðkomandi bara nauðgari. Einstaklingur sem hefur framið afbrot sem fellur undir 194. gr. almennra hegningarlaga með tilheyrandi fordæmingu samfélagsins. Í forsendum dóms Héraðsdóms Reykjavíkur, sem staðfestur var af meirihluta Hæstaréttar, er reynt að rökstyðja að ummælin séu fúkyrði og því ekki ærumeiðandi. Þannig hafi Ingi Kristján verið að bregðast að nokkru við orðræðu Egils sjálfs eða lýsa vanþóknun sinni á henni. Það skiptir bara engu máli við mat á því hvort ummælin séu ærumeiðandi. Ef fúkyrðin fela í sér staðhæfingu um staðreynd, en ekki gildisdóm, með tilheyrandi álitshnekki fyrir þann sem þau beinast gegn, þá eru ummælin ærumeiðandi. Í þessu tilviki fela þau í sér staðhæfingu um að sá sem ummælin beindust gegn sé nauðgari. Þar með væru ummælin réttilega heimfærð undir 235. gr. almennra hegningarlaga og ætti þar með að dæma þau dauð og ómerk. Aðferðafræðin er nokkuð skýr hvað þetta varðar. Ef að Ingi Kristján hefði skrifað á forsíðumyndina „Fuck you bastard“ þá hefðu það verið almenn fúkyrði. Með því að staðhæfa að Egill sé nauðgari, skömmu eftir að haldlausar ásakanir á hendur Agli um nauðgun voru settar fram, þá er verið að staðhæfa að hann hafi gerst sekur um nauðgun og ásakanirnar séu sannar á meðan Egill hefur aldrei hlotið dóm fyrir slíkt brot. Þess vegna geta ummælin ekki fallið undir hefðbundinn gildisdóm í þessu sambandi.3. Í dómnum í Instagram-málinu fjallar Hæstiréttur um stöðu áfrýjandans Egils og atvik sem urðu fyrir og eftir að hin ætluðu ærumeiðandi ummæli voru sett fram. Þessi aðferðafræði speglar vel hina „skematísku“ nálgun sem sést í dómum frá Strassborg um túlkun á 10. gr. sáttmálans. Þannig skoðar Hæstiréttur sérstaklega stöðu Egils og fjallar um aðdraganda þess að ummæli Inga Kristjáns voru viðhöfð, í stað þess að fjalla með afmörkuðum og einangruðum hætti um hin ætluðu ærumeiðandi ummæli, líkt og þau standi í tómarúmi. Í dómnum segir: „Í hinum áfrýjaða dómi er gerð ítarleg grein fyrir að áfrýjandi hafi áður en hann var kærður fyrir kynferðisbrot þau, sem að framan greinir, verið þjóðþekkt persóna, ekki síst fyrir framgöngu sína á opinberum vettvangi undir nafninu Gillz eða Gillzenegger, en undir því heiti hélt hann úti skrifum á netinu, gaf út bækur og myndir og kom fram í fjölmiðlum. Skoðanir áfrýjanda sem þar birtust vöktu athygli, en voru jafnframt umdeildar, þar á meðal viðhorf hans til kvenna og kynfrelsis þeirra. Á skjölum málsins sést að fyrir kom að gagnrýni hans beindist að nafngreindum einstaklingum, gjarnan konum, og í sumum tilvikum mátti skilja orð hans svo að hann hvetti beinlínis til kynferðislegs ofbeldis gagnvart þeim. Skoðanir áfrýjanda sem þar birtust vöktu athygli, en voru jafnframt umdeildar, þar á meðal viðhorf hans til kvenna og kynfrelsis þeirra. Á skjölum málsins sést að fyrir kom að gagnrýni hans beindist að nafngreindum einstaklingum, gjarnan konum, og í sumum tilvikum mátti skilja orð hans svo að hann hvetti beinlínis til kynferðislegs ofbeldis gagnvart þeim.“ Það er ýmislegt í þessum texta sem ekki verður komist hjá að staldra við. Mátti skilja orð Egils, sem hann ritaði undir skáldaheitinu Gillz, þannig að hann hafi beinlínis verið að hvetja til kynferðislegs ofbeldis? Þannig að ef að einhver viðhefur ummæli á prenti, sem túlka má af einhverjum (Hæstarétti?) sem hvatningu um kynferðislegt ofbeldi, þá sé tjáningarfrelsi þess sem viðhefur ærumeiðandi ummæli gagnvart viðkomandi rýmra og það að kalla viðkomandi nauðgara getur eftir atvikum rúmast innan 73. gr. stjskr. og fallið undir gildisdóm en ekki staðhæfingu um staðreynd? Er ekki búið að snúa meiðyrðalöggjöfinni á hvolf og gera einfalda hluti flókna þegar svo ber undir? Egill Einarsson hefur viðhaft ýmis óviðurkvæmileg ummæli undir skáldaheitinu Gillz. Ég tel hins vegar hafið yfir vafa að Egill hefur aldrei hvatt til þess með beinum hætti opinberlega að menn fari út og nauðgi, enda hefði slíkt verið fordæmt í samfélaginu. Meirihluti Hæstaréttar virðist telja að það skipti máli í þessu sambandi að Ingi Kristján fullyrti aldrei að Egill hefði nauðgað einhverjum. Þ.e. það hafi aldrei verið til staðar nafngreint fórnarlamb. Bara opin staðhæfing um að hann væri nauðgari. Ekki verður séð að þetta dragi úr alvarleika ummælanna. Ummæli hætta ekki að vera meiðyrði þótt ekki sé tilgreindur þolandi ef um er að ræða staðhæfingu um að tiltekið afbrot hafi verið framið. Í þessu sambandi verða ummæli ekkert minna ærumeiðandi ef einhver er ranglega sagður hafa framið fjársvik eða er sagður „fjársvikari“ þótt ekki sé tilgreint í sömu andrá hver þolandi brotsins er. Meirihluti Hæstaréttar virðist einnig ganga út frá því að Ingi Kristján njóti rýmkaðs tjáningarfrelsis vegna þess að Egill hratt af stað þjóðfélagsumræðu þegar hann kom í viðtal í Monitor til að ræða ásakanir á hendur sér um kynferðisbrot. Í dómi meirihluta réttarins segir um þetta atriði: „Þegar áfrýjandi kom fram í áðurgreindu blaðaviðtali og viðhafði þar ögrandi, ef ekki niðrandi ummæli um aðra, þar á meðal stúlku sem hafði kært hann fyrir kynferðisbrot gegn sér, hratt hann af stað þjóðfélagsumræðu og mátti jafnframt gera sér ljóst að ummæli hans kynnu að kalla á hörð viðbrögð frá þeim sem höfðu andúð á áðurgreindum viðhorfum hans.“ Það má fallast á það með meirihluta Hæstaréttar að Egill virkjaði umræðu um mál sitt, eða hélt henni að minnsta kosti lifandi, með því að mæta í umrætt viðtal, en mátti hann búast við því að með umræddu blaðaviðtali gæti hann þurft að þola það að vera kallaður nauðgari opinberlega þegar hann hefur aldrei verið sakfelldur fyrir slíkt brot? Ég fæ ekki séð að það standist og ég held að það sé verið að búa til einhvers konar réttaróvissu í meiðyrðalöggjöfinni, sem hingað til hefur verið þokkalega skýr, með þessum dómi. Þarna er verið að gefa grænt ljós á staðhæfingar um hegningarlagabrot ef eitthvað í fortíð þess sem ummælin eru viðhöfð um réttlætir, að mati einhvers, eða gefur í skyn að viðkomandi hafi velþóknun á slíkum brotum. Eða ef viðkomandi hreyfir við umræðu um ásakanir á hendur sér sem eru ósannaðar. Þýðir það að menn sem eru sakaðir um kynferðisbrot geta í raun ekki komið fram opinberlega til að ræða þessar ásakanir á hendur sér án þess að virkja í kjölfarið þjóðfélagsumræðu og eiga í hættu að það sé heimilt bótalaust og án ómerkingar að staðhæfa opinberlega að þeir hafi framið slík brot þegar þeir hafa aldrei hlotið dóm fyrir það? Eða er dómur meirihluta Hæstaréttar í umræddu máli „sérstaks eðlis“ af því Egill var áberandi í þjóðfélagsumræðunni áður en að málið kom til kasta réttarins og hann hafði í frammi óviðurkvæmilega orðræðu sem gerir það að verkum að mannorð hans er verðminna en annarra óbreyttra borgara? Það getur vel verið að það sé niðurstaðan en hún stenst ekki skoðun.Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Merkilegur dómur var kveðinn upp í Hæstarétti Íslands síðustu viku þegar maður sem kallaði annan mann nauðgara opinberlega var stefnt fyrir meiðyrði og var sýknaður þrátt fyrir sá sem hin ætluðu ærumeiðandi ummæli beindust gegn hefur aldrei hlotið dóm fyrir nauðgun. Það sem ég er að vísa er hið svokallaða „Fuck you rapist bastard“ mál sem mætti líka kalla „Instagram-málið.“1. Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur í dómum varðandi túlkun á 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) sem fjallar um tjáningarfrelsi gert skýran greinarmun á svokölluðum gildisdómum (e. value judgement) annars vegar og staðhæfingum um staðreyndir (e. factual statement) hins vegar. Þannig njóta gildisdómar mun ríkari verndar en staðhæfingar um staðreyndir því sá sem heldur frammi staðhæfingu um eitthvað verður að geta fært sönnur á hana. Þannig þarf maður ekki að þola það opinberlega að hann hafi gert eitthvað tilgreint sem er honum til álitshnekkis, t.d. svikið 100 milljónir króna undan skatti, ef staðhæfingin er röng. Staðhæfing um skattsvik er augljóslega ekki gildisdómur því verið er að bera tiltekna ósanna háttsemi upp á mann, viðkomandi til álitshnekkis. Í frægum dómi Mannréttindadómstólsins í máli Lingens gegn Austurríki frá 8. júlí 1986 (9815/82) segir: „Að mati dómstólsins þarf að gera skýran greinarmun á milli staðreynda og gildisdóma. Hægt er að sýna fram á tilvist staðreynda, meðan sannleiksgildi gildisdóma er ekki mögulegt að sanna.“ MDE hefur síðan þessi dómur var kveðinn upp fylgt þeirri aðferðafræði sem þarna er lýst. Ómögulegt er að sanna gildisdóma og því brýtur krafa um slíkt gegn sjálfu tjáningarfrelsinu.2. Hæstiréttur hefur á síðustu árum verið að byrja að átta sig á auknu mikilvægi dóma MDE sem lögskýringargagna vegna samspils tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrár, 73. gr., og áðurnefndrar 10. gr. Mannréttindasáttmálans. Bæði Hæstiréttur Íslands og Mannréttindadómstóll Evrópu hafa slegið því föstu í dómum sínum að svigrúm til að fella gildisdóma, þ.e að lýsa skoðunum um menn og málefni er mun rýmra en rétturinn til að setja fram beinar staðhæfingar um staðreyndir eða atvik. Hefur Hæstiréttur tekið upp þessa aðferðafræði MDE. Það leiðir af eðli gildisdóma, sem eru í grunninn skoðun þess sem viðhefur þau, að erfitt getur verið að færa sönnur á þau, til dæmis að einhver sé „vindhandi,“ „kjáni“ eða „hálfviti.“ En aftur að efni þessarar greinar, Instagram-málinu. Stefndi í málinu, Ingi Kristján Sigurmarsson, birti mynd af líkamsræktarfrömuðinum Agli Einarssyni á lokaðri Instagram síðu sinni en hann var með 100 samþykkta fylgjendur. Myndin var afbökuð forsíðumynd af Agli í blaðinu Monitor þar sem Ingi Kristján hafði bætt við textanum „Fuck you rapist bastard.“ Síðan tók einhver myndina og dreifði henni áfram. Í umræddu máli fjallaði Hæstiréttur sérstaklega um það hvort það teldist opinber birting að birta ummæli á lokaðri Instagram síðu þar sem aðeins 100 vinir og kunningjar gátu séð þau. Í dómi meirihluta Hæstaréttar segir um þetta atriði: „Stefndi heldur því fram að sú háttsemi sín að setja hina afbökuðu mynd á umræddan myndskiptamiðil hafi ekki falið í sér birtingu hennar í merkingu 2. mgr. 236. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þar sem hann hafi álitið að aðeins takmarkaður fjöldi manna hefði þar aðgang að henni. Ekki verður á það fallist, enda telst það birting samkvæmt hefðbundinni skýringu á hugtakinu að eitthvað sé gert aðgengilegt á rafrænan hátt fyrir jafn stóran hóp manna og að framan greinir, án tillits til þess hvort í hlut eiga vinir og kunningjar þess sem það gerir.“ Birting á lokuðu vefsvæði fyrir framan 100 vini og kunningja telst því opinber birting. Því næst fjallaði Hæstiréttur um það hvort ummælin „Fuck you rapist bastard“ gætu talist ærumeiðandi. Um það segir m.a í dómnum: „Ef hin afbakaða mynd og ummælin „fuck you rapist bastard“ eru virt í heild eins og aðilar eru sammála um að skuli gert verður fallist á með héraðsdómi að hér hafi verið um að ræða fúkyrði stefnda í garð áfrýjanda í óvæginni þjóðfélagslegri umræðu, sem sá síðarnefndi hafði eins og fyrr greinir átt frumkvæði að, og þar með gildisdóm um áfrýjanda, en ekki staðhæfingu um að hann hafi gerst sekur um nauðgun. Í því sambandi skiptir máli þótt það skeri ekki eitt úr að stefndi hélt því ekki fram að áfrýjandi hefði brotið þannig af sér gegn einhverjum öðrum, nafngreindum eða ónafngreindum.“ Ég held það sé hafið yfir skynsamlegan vafa að þegar einhver viðhefur þau ummæli um mann að hann sé nauðgari þá sé verið að fullyrða að viðkomandi hafi framið verknað sem fellur undir 194. gr. almennra hegningarlaga. Orðið „nauðgari“ er ekki hefðbundinn gildisdómur eins og ýmis uppnefni sem menn þurfa að þola opinberlega. Í staðhæfingunni „nauðgari“ felst staðhæfing um að viðkomandi hafi framið umrætt afbrot. Í sama skilningi er orðið „skattsvikari“ ávirðing um að einhver hafi svikið undan skatti. Í raun er um að ræða gildisdóm sem felur í sér staðhæfingu um staðreynd og ef um staðhæfingu um staðreynd er að ræða þá eru ummælin ærumeiðandi ef þau eru ósönn og fela í sér álitshnekki fyrir þann sem þau eru viðhöfð um. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur í sumum tilvikum gengið býsna langt í að flokka ummæli sem gildisdóma jafnvel þótt staðreyndabragur sé á þeim. Í þessu sambandi má nefna dóm réttarins í máli Feldek gegn Slóvakíu frá 12. júlí 2001 (29032/95) en í því máli taldi dómstóllinn að fyrirsögnin „For á better picture for Slovakia – without a minister with a fascist past“ væri gildisdómur en ekki staðhæfing um staðreynd. Dómstóllinn taldi að hugtakið „fascist past“ væri undirorpið túlkun og vekti ólíkar tilfinningar eftir því hver læsi það hverju sinni. Þegar einhver fullyrðir opinberlega að annar maður sé nauðgari eða „nauðgarakvikindi“ þá er erfitt að sjá að hugtakið sé undirorpið túlkun. Þá er viðkomandi bara nauðgari. Einstaklingur sem hefur framið afbrot sem fellur undir 194. gr. almennra hegningarlaga með tilheyrandi fordæmingu samfélagsins. Í forsendum dóms Héraðsdóms Reykjavíkur, sem staðfestur var af meirihluta Hæstaréttar, er reynt að rökstyðja að ummælin séu fúkyrði og því ekki ærumeiðandi. Þannig hafi Ingi Kristján verið að bregðast að nokkru við orðræðu Egils sjálfs eða lýsa vanþóknun sinni á henni. Það skiptir bara engu máli við mat á því hvort ummælin séu ærumeiðandi. Ef fúkyrðin fela í sér staðhæfingu um staðreynd, en ekki gildisdóm, með tilheyrandi álitshnekki fyrir þann sem þau beinast gegn, þá eru ummælin ærumeiðandi. Í þessu tilviki fela þau í sér staðhæfingu um að sá sem ummælin beindust gegn sé nauðgari. Þar með væru ummælin réttilega heimfærð undir 235. gr. almennra hegningarlaga og ætti þar með að dæma þau dauð og ómerk. Aðferðafræðin er nokkuð skýr hvað þetta varðar. Ef að Ingi Kristján hefði skrifað á forsíðumyndina „Fuck you bastard“ þá hefðu það verið almenn fúkyrði. Með því að staðhæfa að Egill sé nauðgari, skömmu eftir að haldlausar ásakanir á hendur Agli um nauðgun voru settar fram, þá er verið að staðhæfa að hann hafi gerst sekur um nauðgun og ásakanirnar séu sannar á meðan Egill hefur aldrei hlotið dóm fyrir slíkt brot. Þess vegna geta ummælin ekki fallið undir hefðbundinn gildisdóm í þessu sambandi.3. Í dómnum í Instagram-málinu fjallar Hæstiréttur um stöðu áfrýjandans Egils og atvik sem urðu fyrir og eftir að hin ætluðu ærumeiðandi ummæli voru sett fram. Þessi aðferðafræði speglar vel hina „skematísku“ nálgun sem sést í dómum frá Strassborg um túlkun á 10. gr. sáttmálans. Þannig skoðar Hæstiréttur sérstaklega stöðu Egils og fjallar um aðdraganda þess að ummæli Inga Kristjáns voru viðhöfð, í stað þess að fjalla með afmörkuðum og einangruðum hætti um hin ætluðu ærumeiðandi ummæli, líkt og þau standi í tómarúmi. Í dómnum segir: „Í hinum áfrýjaða dómi er gerð ítarleg grein fyrir að áfrýjandi hafi áður en hann var kærður fyrir kynferðisbrot þau, sem að framan greinir, verið þjóðþekkt persóna, ekki síst fyrir framgöngu sína á opinberum vettvangi undir nafninu Gillz eða Gillzenegger, en undir því heiti hélt hann úti skrifum á netinu, gaf út bækur og myndir og kom fram í fjölmiðlum. Skoðanir áfrýjanda sem þar birtust vöktu athygli, en voru jafnframt umdeildar, þar á meðal viðhorf hans til kvenna og kynfrelsis þeirra. Á skjölum málsins sést að fyrir kom að gagnrýni hans beindist að nafngreindum einstaklingum, gjarnan konum, og í sumum tilvikum mátti skilja orð hans svo að hann hvetti beinlínis til kynferðislegs ofbeldis gagnvart þeim. Skoðanir áfrýjanda sem þar birtust vöktu athygli, en voru jafnframt umdeildar, þar á meðal viðhorf hans til kvenna og kynfrelsis þeirra. Á skjölum málsins sést að fyrir kom að gagnrýni hans beindist að nafngreindum einstaklingum, gjarnan konum, og í sumum tilvikum mátti skilja orð hans svo að hann hvetti beinlínis til kynferðislegs ofbeldis gagnvart þeim.“ Það er ýmislegt í þessum texta sem ekki verður komist hjá að staldra við. Mátti skilja orð Egils, sem hann ritaði undir skáldaheitinu Gillz, þannig að hann hafi beinlínis verið að hvetja til kynferðislegs ofbeldis? Þannig að ef að einhver viðhefur ummæli á prenti, sem túlka má af einhverjum (Hæstarétti?) sem hvatningu um kynferðislegt ofbeldi, þá sé tjáningarfrelsi þess sem viðhefur ærumeiðandi ummæli gagnvart viðkomandi rýmra og það að kalla viðkomandi nauðgara getur eftir atvikum rúmast innan 73. gr. stjskr. og fallið undir gildisdóm en ekki staðhæfingu um staðreynd? Er ekki búið að snúa meiðyrðalöggjöfinni á hvolf og gera einfalda hluti flókna þegar svo ber undir? Egill Einarsson hefur viðhaft ýmis óviðurkvæmileg ummæli undir skáldaheitinu Gillz. Ég tel hins vegar hafið yfir vafa að Egill hefur aldrei hvatt til þess með beinum hætti opinberlega að menn fari út og nauðgi, enda hefði slíkt verið fordæmt í samfélaginu. Meirihluti Hæstaréttar virðist telja að það skipti máli í þessu sambandi að Ingi Kristján fullyrti aldrei að Egill hefði nauðgað einhverjum. Þ.e. það hafi aldrei verið til staðar nafngreint fórnarlamb. Bara opin staðhæfing um að hann væri nauðgari. Ekki verður séð að þetta dragi úr alvarleika ummælanna. Ummæli hætta ekki að vera meiðyrði þótt ekki sé tilgreindur þolandi ef um er að ræða staðhæfingu um að tiltekið afbrot hafi verið framið. Í þessu sambandi verða ummæli ekkert minna ærumeiðandi ef einhver er ranglega sagður hafa framið fjársvik eða er sagður „fjársvikari“ þótt ekki sé tilgreint í sömu andrá hver þolandi brotsins er. Meirihluti Hæstaréttar virðist einnig ganga út frá því að Ingi Kristján njóti rýmkaðs tjáningarfrelsis vegna þess að Egill hratt af stað þjóðfélagsumræðu þegar hann kom í viðtal í Monitor til að ræða ásakanir á hendur sér um kynferðisbrot. Í dómi meirihluta réttarins segir um þetta atriði: „Þegar áfrýjandi kom fram í áðurgreindu blaðaviðtali og viðhafði þar ögrandi, ef ekki niðrandi ummæli um aðra, þar á meðal stúlku sem hafði kært hann fyrir kynferðisbrot gegn sér, hratt hann af stað þjóðfélagsumræðu og mátti jafnframt gera sér ljóst að ummæli hans kynnu að kalla á hörð viðbrögð frá þeim sem höfðu andúð á áðurgreindum viðhorfum hans.“ Það má fallast á það með meirihluta Hæstaréttar að Egill virkjaði umræðu um mál sitt, eða hélt henni að minnsta kosti lifandi, með því að mæta í umrætt viðtal, en mátti hann búast við því að með umræddu blaðaviðtali gæti hann þurft að þola það að vera kallaður nauðgari opinberlega þegar hann hefur aldrei verið sakfelldur fyrir slíkt brot? Ég fæ ekki séð að það standist og ég held að það sé verið að búa til einhvers konar réttaróvissu í meiðyrðalöggjöfinni, sem hingað til hefur verið þokkalega skýr, með þessum dómi. Þarna er verið að gefa grænt ljós á staðhæfingar um hegningarlagabrot ef eitthvað í fortíð þess sem ummælin eru viðhöfð um réttlætir, að mati einhvers, eða gefur í skyn að viðkomandi hafi velþóknun á slíkum brotum. Eða ef viðkomandi hreyfir við umræðu um ásakanir á hendur sér sem eru ósannaðar. Þýðir það að menn sem eru sakaðir um kynferðisbrot geta í raun ekki komið fram opinberlega til að ræða þessar ásakanir á hendur sér án þess að virkja í kjölfarið þjóðfélagsumræðu og eiga í hættu að það sé heimilt bótalaust og án ómerkingar að staðhæfa opinberlega að þeir hafi framið slík brot þegar þeir hafa aldrei hlotið dóm fyrir það? Eða er dómur meirihluta Hæstaréttar í umræddu máli „sérstaks eðlis“ af því Egill var áberandi í þjóðfélagsumræðunni áður en að málið kom til kasta réttarins og hann hafði í frammi óviðurkvæmilega orðræðu sem gerir það að verkum að mannorð hans er verðminna en annarra óbreyttra borgara? Það getur vel verið að það sé niðurstaðan en hún stenst ekki skoðun.Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar