Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 74-86 | Keflvíkingar mest 30 stigum yfir Árni Jóhannsson í Ljónagryfjunni skrifar 10. nóvember 2014 12:36 Damon Johnson var góður í kvöld. Vísir/Davíð Þór Keflvíkingar sýndu sínar bestu hliðar í fyrstu þremur leikhlutanum í tólf stiga sigri á nágrönnum og erkifjendum sínum úr Njarðvík, 86-74, í lokaleik 5. umferðar Dominos-deildar karla í körfubolta í Ljónagryfjuni í Njarðvík í kvöld. Njarðvíkingar bitu ekki frá sér fyrr en í lokaleikhlutanum en það kom alltof seint enda vann Keflavíkurliðið fyrstu þrjá leikhlutana með 30 stigum, 66-36. Keflvíkingar stungu hreinlega af í öðrum leikhlutanum sem liðið vann 24-6 en Keflavíkurvörnin hélt Njarðvíkurliðinu í samtals 15 stigum í öðrum og þriðja leikhluta leiksins. Keflvíkingar voru án aðalþjálfara síns Helga Jónasar Guðfinnssonar sem lá veikur heima en aðstoðarmaður hans, Jón Norðdal Hafsteinsson, stýrði liðinu til sigurs í hans stað. Damon Johnson var með 20 stig og 12 fráköst í liði Keflavíkur og William Thomas Graves skoraði 20 stig. Valur Orri Valsson skoraði 15 stig og Guðmundur Jónsson var með tíu stig. Ágúst Orrason átti mikinn þátt í endurkomu Njarðvíkinga með því að skora 16 af 18 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Dustin Salisbery var stigahæstur í Njarðvíkurliðinu með 22 stig en Logi Gunnarsson skoraði 14 stig. Keflvíkingar voru komnir 30 stigum yfir eftir þriðja leikhlutann, 66-36, en góður sprettur Njarðvíkinga í lokaleikhlutanum kom muninum niður í tíu stig, 78-68, þegar ein og hálf mínúta var eftir. Keflvíkingar náði hinsvegar að halda út og tryggja sér sigurinn.Valur Orri Valsson: Betra að vera seinir í gang og vera á góðu róli seinna á tímabilinu Leikstjórnandi Keflvíkinga Valur Orri Valsson átti fínan leik fyrir gestina í Ljónagryfjunni í kvöld. Valur skilaði 15 stigum ásamt því að senda fjórar stoðsendingar, blaðamaður tók púlsinn á honum eftir leik. „Góður annar leikhluti og sá þriðji sköpuðu þennan sigur í kvöld hjá okkur. Við náðum 30 stiga forskoti ásamt því að halda þeim í 26 stigum í fyrri hálfleik og leyfðum þeim bara að skora 10 stig í þriðja leikhluta. Við byrjuðum einnig vel en því miður náðum við ekki að klára þetta vel og hleyptum þeim aðeins ogf nálægt okkur.“ „Það er búið að vera gallinn hjá okkur í vetur, við erum of fljótir að setja hausinn niður þegar lið ná spretti á okkur og það gerðist í fjórða leikhluta hjá okkur því miður. Annars var þetta flottur leikur hjá okkur. Mér finnst við hafa verið seinir að koma okkur í gang í byrjun móts og vonandi gefur þetta okkur byr undir báða vængi. Það er samt betra að vera seinir í gang og vera á góðu róli seinna á tímabilinu. Þannig að vonandi er framtíðin bara björt.“ Eins og áður sagði skilaði Valur fínum leik og var hann spurður hvort hann væri að finna sig vel í upphafi tímabils. „Ég þarf aðeins að fara að stíga upp samt finnst mér og jafnvel láta meira í mér heyra inn á vellinum. Bara að spila minn leik finnst mér.“Friðrik Ingi Rúnarsson: Við getum betur og þurfum að gera það Þjálfari Njarðvíkur var að vonum svekktur með úrslitin í leiknum í kvöld. „Við fórum í ansi djúpa holu og ætluðum síðan einhvernveginn að skjóta okkur inn í leikinn. Það gengur ekki, það er í varnarleiknum sem menn ávinna sér sjálfstraustið og koma sér í þá stöðu að koma sér til baka. Við gerðum það ekki og því vorum við að elta skottið á sjálfum okkur langtímum saman. Það vantaði einfaldlega meiri baráttuvilja og trú á því sem við vorum að gera.“ „Ég var þó ánægður með að við skyldum í mjög slæmri stöðu að koma smá anda í þetta hjá okkur, það er oft auðveldara að gefast upp og hætta þegar staðan er orðin virkilega slæm. Það kom því miður bara of seint hjá okkur að sýna góðan leik í kvöld og það var of knappur tími til að yfirvinna forskotið þeirra.“ Friðrik var þá spurður hvort það væri ekki fínt að það væri stutt í næsta leik hjá liðinu. „Oftast er það betra hjá alvöru keppnismönnum að fá leik sem allra fyrst aftur til að gera betur og við getum betur og þurfum að gera það. Við þurfum að finna betri takt og höfum verið að vinna í honum þannig að það á eftir að koma í ljós hvort það sé betra eða verra að fá leik snemma eftir svona úrslit.“ „Varnarleikur okkar var ekki nógu góður, mér fannst við vera að vinna illa til baka og óskynslamlega stundum. Vorum að telja illa út þegar við vorum að vinna til baka og erum þar af leiðandi að elta óþarflega mikið sem gerir það af verkum að þeir fá einhverjar auðveldar körfur. Keflavík hitti reyndar mjög vel í fyrri hálfleik, voru að skjóta langt fyrir utan og munurinn lá kannski í því að sjálfstraustið var þeirra megin í kvöld og þeir byggðu ofan á það á meðan við duttum alltaf dýpra niður. Þetta eru samt hlutir sem við þurfum að vinna í og finna leiðir til að gera betur.“Njarðvík-Keflavík 74-86 (21-21, 6-24, 9-21, 38-20)Njarðvík: Dustin Salisbery 22/7 fráköst, Ágúst Orrason 18, Logi Gunnarsson 14, Hjörtur Hrafn Einarsson 10/4 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 6/11 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 4.Keflavík: William Thomas Graves VI 20/5 fráköst, Damon Johnson 20/12 fráköst, Valur Orri Valsson 15, Davíð Páll Hermannsson 10, Guðmundur Jónsson 10, Reggie Dupree 6, Eysteinn Bjarni Ævarsson 3, Þröstur Leó Jóhannsson 2/6 fráköst. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld en fyrir neðan má sjá textalýsingu frá leiknum.Leiklýsing: Njarðvík - Keflavík4. leikhluti | 74-86: Heimamenn bættu við tveimur stigum og aftur var brotið á Val Orra. Hann setti niður tvö víti og lengra komust heimamenn ekki. leik lokið með sigri Keflvíkinga.4. leikhluti | 72-84: Heimamenn settu niður tvö víti og pressuðu síðan og brutu á Val Orra. Hann fór á línuna og skoraði úr tveimur vítum. 36 sek. eftir.4. leikhluti | 70-82: Sókn klikkaði hjá Njarðvík og aftur komust gestirnir á línuna og aftur fór aðeins eitt víti niður. 39 sek. eftir.4. leikhluti | 70-81: Keflvíkingar fengu tvö víti en einungis eitt fór niður. 56 sek. eftir.4. leikhluti | 70-80: Vítið hjá Mirko fór ekki niður og Keflavík heldur í sókn. 1:07 eftir. Njarðvíkingar pressa.4. leikhluti | 70-80: Mirko Stefán setti niður skot og fékk víti að auki. Njarðvík tók leikhlé og það eru 1:08 eftir.4. leikhluti | 68-80: Njarðvíkingar náðu muninum niður í 10 stig en Damon Johnson komst á vítalínuna og setti niður 2 víti og jók muninn aftur í 12 stig. 1:19 eftir.4. leikhluti | 66-78: Gestirnir náðu ekki að nýta sér það að hafa fengið boltann. Njarðvík brunaði upp og Ágúst Orrason negldi niður þrist. 12 stiga munur og 2:02 eftir og það er tekið leikhlé.4. leikhluti | 63-78: Munurinn kominn niður í 15 stig og Njarðvík stal boltanum en aftur fiskar Arnar Freyr Jónsson ruðning á leikmann Njarðvíkur. Hann er allavega kominn með þrjá fiskaða ruðninga í dag.4. leikhluti | 61-78: Aftur stálu Njarðvíkingar boltanum og komust á vítalínuna. Agúst Orrason setti niður bæði vítin. 3:15 eftir.4. leikhluti | 57-76: Njarðvíkingar náðu í tvö skipti í röð að stela boltanum af Keflavík og náðu að koma sér á vítalínuna í bæði skiptin. 3 af fjórum vítum fóru niður. 4:17 eftir.4. leikhluti | 54-74: Þriggja stiga karfa hjá Njarðvíkingum, forskotið var komið niður í 18 stig en Damon Johnson var ekki lengi að svara og koma því aftur í 20 stig. Það hentar Njarðvíkingum afar illa ef liðin skiptast á að skora. 5:14 eftir.4. leikhluti | 51-70: Leikhlé þegar 6:24 eru til leiksloka. Langbesti kafli Njarðvíkinga í leiknum er í gangi akkúrat núna en ég spyr aftur, er þetta of seint hjá heimamönnum4. leikhluti | 49-70: Keflvíkingar eru byrjaðir að skora aftur en heimamenn hafa náð að saxa níu stig af forskotinu. 6:50 eftir.4. leikhluti | 44-68: 8-0 sprettur hjá heimamönnum. Þetta lítur betur út en er þetta nokkuð of seint fyrir Njarðvíkinga. 8 mín eftir.4. leikhluti | 41-66: Fyrstu fimm stig fjórðungsins eru eign Njarðvíkinga, ná þeir að gera leik úr þessu. 9 mín eftir.4. leikhluti | 38-66: Seinasti leikhlutinn er hafinn og Njarðvíkingar eru fyrri á blað. 9:33 eftir.3. leikhluti | 36-66: Munurinn er orðinn 30 stig, gestunum í vil þegar þriðja fjórðung lýkur. Keflvíkingar hafa öll völd á þessum leik og Njarðvíkingar þurfa heldur betur að hysja upp um sig brækurnar ef þetta á ekki að enda í algjörri niðurlægingu.3. leikhluti | 36-64: Hjörtur Einarsson misnotar tvö víti fyrir Njarðvík og Keflavík fer upp völlinn og bætir við tveimur stigum. 1:25 eftir.3. leikhluti | 36-62: Njarðvíkingar náðu að bæta tveimur stigum í sarpinn en Keflvíkingar svöruðu því en það leið ansi langur tími milli karfa einhver kuldi í báðum liðum núna. 2:21 eftir.3. leikhluti | 34-60: Vítaskotin hafa ekki öll verið að rata ofan í hjá Dustin Salisbury, það getur verið dýrt þegar allt er talið í lokin. Hinum megin bæta gestirnir bara við stigum og eru nú með 26 stiga forskot. 4:51 eftir og Njarðvík tekur leikhlé.3. leikhluti | 33-55: Nú eru það gestirnir sem ná að stela boltanum tvisvar af Njarðvíkingum, þeir hinsvegar nýta sína stuldi og meira að segja tróð Damon Johnson. Mig langar að segja með glæsibrag en þetta var ansi þvinguð aðgerð. 6 mín eftir.3. leikhluti | 31-48: Njarðvíkingar hafa náð að stoppa sóknaraðgerðir Keflvíkinga í tvígang núna en skot þeirra vilja ekki ofan í. Það kann ekki góðri lukku að stýra upp á framhaldið, þeim vantar körfur og sérstaklega þega þeir ná stoppum í vörninni. 7:33 eftir.3. leikhluti | 29-47: Heimamenn voru fyrri á blað en gestirnir fljótir að svara. 9 mín eftir.3. leikhluti | 27-45: Seinni hálfleikur er hafinn og heimamenn eiga fyrstu sókn. 9:58 eftir. 2. leikhluti | 27-45: Fyrri hálfleik er lokið. Seinustu 7:46 skoruðu heimamenn 2 stig. Keflvíkingar nýttu sér þennan nístingskulda heimamanna og náður sér í þægilegt 18 stiga forskot. Stiga hæstir eru þeir Graves hinn fjórði með 13 stig fyrir Keflavík og Salisbury með 11 stig fyrir heimamenn.2. leikhluti | 26-45: Njarðvíkingar eru skítkaldir þessa stundina, það vill bara ekkert skot ofan í hjá þeim. Gestirnir hafa einnig sett meiri ákafa í varnarleik sinn og eru að vinna boltann. 2 mín eftir.2. leikhluti | 26-43: Heimamenn náðu að bæta við einu stigi af vítalínunni en gestirnir setja niður þriggja stiga körfu og munurinn er orðinn fjórtán stig, það gengur flest upp hjá Keflvíkingum þessa stundina á meðan ekkert gengur hjá Njarðvíkingum. Og í þessum töluðu orðum var Eysteinn Ævarsson að skora og fá villu að auki og setja niður vítið. Leikhlé hjá Njarðvík þegar 2:55 eru til hálfleiks. 16-1 sprettur hjá gestunum.2. leikhluti | 25-37: Keflvíkingar koma af krafti úr leikhléinu og bæta við fjórum stigum og auka muninn í 12 stig þegar 3:49 eru eftir.2. leikhluti | 25-33: Heimamenn taka leikhlé þegar 4:45 eru til hálfleiks. Byrinn er með gestunum sem eru átta stigum yfir og voru rétt í þessu að fiska enn einn ruðninginn á leikmenn Njarðvíkur.2. leikhluti | 25-33: Graves hinn fjórði eykur forskot Keflvíkinga í 8 stig með tveimur þristum. 5:15 eftir.2. leikhluti | 25-27: Keflavík bætir við fjórum stigum og eru aftur komnir með forskot. Þau eru orðin ansi mörg skiptin sem forskotið skiptir um hendur. 6:09 eftir.2. leikhluti | 25-23: Heimamenn komust yfir af vítalínunni. Bæði lið eru dugleg að ná í ruðninga, líkaminn er lagður að veði hér. 7:46 eftir.2. leikhluti | 23-23: Annar leikhluti hafinn og gestirnir eru snöggir að komast yfir, stela svo boltanum en láta stela honum aftur af sér og Salisbury sýnir okkur hálofta listir. 9:00 eftir.1. leikhluti | 21-21: Heimamenn virtust ætla að eiga lokasóknina en misstu boltann án þess að ná skoti og fékk Salisbury seinasta skotið frá miðju vallarins þegar lokaflautið gall. Allt jafnt hér í Ljónagryfjunni.1. leikhluti | 21-21: Heimamenn minnkuðu muninn af vítalínunni en Keflvíkingar fljótir að svara áður en Dustin Salisbury nær í villu og setur skotið sitt niður og jafnar metin. 20 sek eftir.1. leikhluti | 16-19: Valur Orri Valsson með heimskupör. Hann lenti í samstuði við Dustin Salisbury að því er virðist stendur síðan upp og virðist lemja Dustin í bakið. Við það ætlar allt að sjóða upp úr og kýtingar hjá leikmönnum beggja liða. Gunnar Einarsson og Salisbury fá báðir tæknivillu í kjölfar látanna. Það er hiti í þessu. 1:30 eftir.1. leikhluti | 14-19: Búið að vera jafnt á öllum tölum en Valur Orri var að negla niður þrist og koma gestunum í þriggja stiga forystu fyrst, Damon Johnson nær síðan sóknarfrákasti og eykur muninn í fimm stig. 2:32 eftir.1. leikhluti | 11-11: Mikill ákafi í upphafi leiks, menn skella t.a.m. á hvorum öðrum þegar screen eru sett upp. Bæði lið hafa sett körfur og allt er jafnt þegar fjórar mínútur eru eftir af fyrsta fjórðung.1. leikhluti | 9-7: Heimamenn eru aftur komnir yfir þeir nýta tvær sóknir í röð þar sem Hjörtur Einarsson neglir niður þrist og er kominn með fimm stig. 5:48 eftir.1. leikhluti | 4-5: Liðin skiptast á að skora en það sést á vörnum beggja liða að það verður dýr salan á leikmönnum í kvöld. Þjálfari Keflavíkur er víst veikur heima og því ekki fær um að vera hér í kvöld, við óskum honum góðs bata. 7:12 eftir.1. leikhluti | 2-3: Heimamenn eru fyrstir á blað en Valur Orri Valsson svara um hæl með þrist. 8:16 eftir.1. leikhluti | 0-0: Bæði lið hafa átt sókn og geigað á skotum. Það vekur athygli að Helgi Jónas Guðfinnsson er ekki á bekk gestanna og er fátt um svör allavega hjá blaðamönnum. 8:45 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn og það eru heimamenn sem hefja leik. 9:58 eftir.Fyrir leik: Bæði liðin eru komin út á völl núna og eru lay-up raðirnar hlaupnar af miklum móð. Kynnir hússins biður fólk um að þjappa sér í stúkunni. Það er allt eins og það á að vera hér í Ljónagryfjunni fyrir leik nágrannaliðanna úr Reykjanesbæjar.Fyrir leik: Stigahæstu leikmenn liðanna eru erlendu leikmenn liðann, þ.e. Dustin Salisbery hjá Njarðvík. Hann hefur skorað 24,3 stig að meðaltali í leik. Hinum megin er það William Thomas Graves hinn fjórði sem hefur skorað 20 stig að meðaltali fyrir Keflvíkinga.Fyrir leik: Það er að þrengjast um manninn hér í Ljónagryfjunni, þrátt fyrir að tæpar 25 mínútur séu í leik. Það er jafnan fullt hús þegar þessi lið mætast og býst ég ekki við neinu öðru í kvöld. Það er gaman að segja frá því að Brenton Birmingham er í stúkunni og áttu hann og Damon Johnson ákaflega langt og örugglega gott spjall fyrir um 20 mínútum síðan. Þessi kappar háðu marga hildina hérna áður fyrr eins og margfrægt er orðið.Fyrir leik: Liðin sem mætast hér í kvöld sitja í áttunda og níunda sæti Dominos-deildarinnar, bæði með fjögur stig. Bæði lið hafa spilað fjóra leiki og unnið tvö en tapað tveimur. Þannig að það er hnífjafnt með nágrönnunum. Það sem skilur liðin að í töflunni er að Njarðvíkingar eru +12 í stigaskori en Keflvíking eru -14.Fyrir leik: Fyrir neðan þessa frétt er að finna tvær upphitanir fyrir leikinn í kvöld sem sýnir hvernig leikurinn hér í Ljónagryfjunni endaði í fyrra en það var rafmagnaður endasprettur eins og menn muna. Einnig er að finna frétt sem segir frá því hversu jafnir undanfarnir leikir þessara liða hafa verið. Við vonumst náttúrulega eftir svipaðri sögu í kvöld.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Njarðvíkur og Keflavíkur lýst. Dominos-deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira
Keflvíkingar sýndu sínar bestu hliðar í fyrstu þremur leikhlutanum í tólf stiga sigri á nágrönnum og erkifjendum sínum úr Njarðvík, 86-74, í lokaleik 5. umferðar Dominos-deildar karla í körfubolta í Ljónagryfjuni í Njarðvík í kvöld. Njarðvíkingar bitu ekki frá sér fyrr en í lokaleikhlutanum en það kom alltof seint enda vann Keflavíkurliðið fyrstu þrjá leikhlutana með 30 stigum, 66-36. Keflvíkingar stungu hreinlega af í öðrum leikhlutanum sem liðið vann 24-6 en Keflavíkurvörnin hélt Njarðvíkurliðinu í samtals 15 stigum í öðrum og þriðja leikhluta leiksins. Keflvíkingar voru án aðalþjálfara síns Helga Jónasar Guðfinnssonar sem lá veikur heima en aðstoðarmaður hans, Jón Norðdal Hafsteinsson, stýrði liðinu til sigurs í hans stað. Damon Johnson var með 20 stig og 12 fráköst í liði Keflavíkur og William Thomas Graves skoraði 20 stig. Valur Orri Valsson skoraði 15 stig og Guðmundur Jónsson var með tíu stig. Ágúst Orrason átti mikinn þátt í endurkomu Njarðvíkinga með því að skora 16 af 18 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Dustin Salisbery var stigahæstur í Njarðvíkurliðinu með 22 stig en Logi Gunnarsson skoraði 14 stig. Keflvíkingar voru komnir 30 stigum yfir eftir þriðja leikhlutann, 66-36, en góður sprettur Njarðvíkinga í lokaleikhlutanum kom muninum niður í tíu stig, 78-68, þegar ein og hálf mínúta var eftir. Keflvíkingar náði hinsvegar að halda út og tryggja sér sigurinn.Valur Orri Valsson: Betra að vera seinir í gang og vera á góðu róli seinna á tímabilinu Leikstjórnandi Keflvíkinga Valur Orri Valsson átti fínan leik fyrir gestina í Ljónagryfjunni í kvöld. Valur skilaði 15 stigum ásamt því að senda fjórar stoðsendingar, blaðamaður tók púlsinn á honum eftir leik. „Góður annar leikhluti og sá þriðji sköpuðu þennan sigur í kvöld hjá okkur. Við náðum 30 stiga forskoti ásamt því að halda þeim í 26 stigum í fyrri hálfleik og leyfðum þeim bara að skora 10 stig í þriðja leikhluta. Við byrjuðum einnig vel en því miður náðum við ekki að klára þetta vel og hleyptum þeim aðeins ogf nálægt okkur.“ „Það er búið að vera gallinn hjá okkur í vetur, við erum of fljótir að setja hausinn niður þegar lið ná spretti á okkur og það gerðist í fjórða leikhluta hjá okkur því miður. Annars var þetta flottur leikur hjá okkur. Mér finnst við hafa verið seinir að koma okkur í gang í byrjun móts og vonandi gefur þetta okkur byr undir báða vængi. Það er samt betra að vera seinir í gang og vera á góðu róli seinna á tímabilinu. Þannig að vonandi er framtíðin bara björt.“ Eins og áður sagði skilaði Valur fínum leik og var hann spurður hvort hann væri að finna sig vel í upphafi tímabils. „Ég þarf aðeins að fara að stíga upp samt finnst mér og jafnvel láta meira í mér heyra inn á vellinum. Bara að spila minn leik finnst mér.“Friðrik Ingi Rúnarsson: Við getum betur og þurfum að gera það Þjálfari Njarðvíkur var að vonum svekktur með úrslitin í leiknum í kvöld. „Við fórum í ansi djúpa holu og ætluðum síðan einhvernveginn að skjóta okkur inn í leikinn. Það gengur ekki, það er í varnarleiknum sem menn ávinna sér sjálfstraustið og koma sér í þá stöðu að koma sér til baka. Við gerðum það ekki og því vorum við að elta skottið á sjálfum okkur langtímum saman. Það vantaði einfaldlega meiri baráttuvilja og trú á því sem við vorum að gera.“ „Ég var þó ánægður með að við skyldum í mjög slæmri stöðu að koma smá anda í þetta hjá okkur, það er oft auðveldara að gefast upp og hætta þegar staðan er orðin virkilega slæm. Það kom því miður bara of seint hjá okkur að sýna góðan leik í kvöld og það var of knappur tími til að yfirvinna forskotið þeirra.“ Friðrik var þá spurður hvort það væri ekki fínt að það væri stutt í næsta leik hjá liðinu. „Oftast er það betra hjá alvöru keppnismönnum að fá leik sem allra fyrst aftur til að gera betur og við getum betur og þurfum að gera það. Við þurfum að finna betri takt og höfum verið að vinna í honum þannig að það á eftir að koma í ljós hvort það sé betra eða verra að fá leik snemma eftir svona úrslit.“ „Varnarleikur okkar var ekki nógu góður, mér fannst við vera að vinna illa til baka og óskynslamlega stundum. Vorum að telja illa út þegar við vorum að vinna til baka og erum þar af leiðandi að elta óþarflega mikið sem gerir það af verkum að þeir fá einhverjar auðveldar körfur. Keflavík hitti reyndar mjög vel í fyrri hálfleik, voru að skjóta langt fyrir utan og munurinn lá kannski í því að sjálfstraustið var þeirra megin í kvöld og þeir byggðu ofan á það á meðan við duttum alltaf dýpra niður. Þetta eru samt hlutir sem við þurfum að vinna í og finna leiðir til að gera betur.“Njarðvík-Keflavík 74-86 (21-21, 6-24, 9-21, 38-20)Njarðvík: Dustin Salisbery 22/7 fráköst, Ágúst Orrason 18, Logi Gunnarsson 14, Hjörtur Hrafn Einarsson 10/4 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 6/11 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 4.Keflavík: William Thomas Graves VI 20/5 fráköst, Damon Johnson 20/12 fráköst, Valur Orri Valsson 15, Davíð Páll Hermannsson 10, Guðmundur Jónsson 10, Reggie Dupree 6, Eysteinn Bjarni Ævarsson 3, Þröstur Leó Jóhannsson 2/6 fráköst. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld en fyrir neðan má sjá textalýsingu frá leiknum.Leiklýsing: Njarðvík - Keflavík4. leikhluti | 74-86: Heimamenn bættu við tveimur stigum og aftur var brotið á Val Orra. Hann setti niður tvö víti og lengra komust heimamenn ekki. leik lokið með sigri Keflvíkinga.4. leikhluti | 72-84: Heimamenn settu niður tvö víti og pressuðu síðan og brutu á Val Orra. Hann fór á línuna og skoraði úr tveimur vítum. 36 sek. eftir.4. leikhluti | 70-82: Sókn klikkaði hjá Njarðvík og aftur komust gestirnir á línuna og aftur fór aðeins eitt víti niður. 39 sek. eftir.4. leikhluti | 70-81: Keflvíkingar fengu tvö víti en einungis eitt fór niður. 56 sek. eftir.4. leikhluti | 70-80: Vítið hjá Mirko fór ekki niður og Keflavík heldur í sókn. 1:07 eftir. Njarðvíkingar pressa.4. leikhluti | 70-80: Mirko Stefán setti niður skot og fékk víti að auki. Njarðvík tók leikhlé og það eru 1:08 eftir.4. leikhluti | 68-80: Njarðvíkingar náðu muninum niður í 10 stig en Damon Johnson komst á vítalínuna og setti niður 2 víti og jók muninn aftur í 12 stig. 1:19 eftir.4. leikhluti | 66-78: Gestirnir náðu ekki að nýta sér það að hafa fengið boltann. Njarðvík brunaði upp og Ágúst Orrason negldi niður þrist. 12 stiga munur og 2:02 eftir og það er tekið leikhlé.4. leikhluti | 63-78: Munurinn kominn niður í 15 stig og Njarðvík stal boltanum en aftur fiskar Arnar Freyr Jónsson ruðning á leikmann Njarðvíkur. Hann er allavega kominn með þrjá fiskaða ruðninga í dag.4. leikhluti | 61-78: Aftur stálu Njarðvíkingar boltanum og komust á vítalínuna. Agúst Orrason setti niður bæði vítin. 3:15 eftir.4. leikhluti | 57-76: Njarðvíkingar náðu í tvö skipti í röð að stela boltanum af Keflavík og náðu að koma sér á vítalínuna í bæði skiptin. 3 af fjórum vítum fóru niður. 4:17 eftir.4. leikhluti | 54-74: Þriggja stiga karfa hjá Njarðvíkingum, forskotið var komið niður í 18 stig en Damon Johnson var ekki lengi að svara og koma því aftur í 20 stig. Það hentar Njarðvíkingum afar illa ef liðin skiptast á að skora. 5:14 eftir.4. leikhluti | 51-70: Leikhlé þegar 6:24 eru til leiksloka. Langbesti kafli Njarðvíkinga í leiknum er í gangi akkúrat núna en ég spyr aftur, er þetta of seint hjá heimamönnum4. leikhluti | 49-70: Keflvíkingar eru byrjaðir að skora aftur en heimamenn hafa náð að saxa níu stig af forskotinu. 6:50 eftir.4. leikhluti | 44-68: 8-0 sprettur hjá heimamönnum. Þetta lítur betur út en er þetta nokkuð of seint fyrir Njarðvíkinga. 8 mín eftir.4. leikhluti | 41-66: Fyrstu fimm stig fjórðungsins eru eign Njarðvíkinga, ná þeir að gera leik úr þessu. 9 mín eftir.4. leikhluti | 38-66: Seinasti leikhlutinn er hafinn og Njarðvíkingar eru fyrri á blað. 9:33 eftir.3. leikhluti | 36-66: Munurinn er orðinn 30 stig, gestunum í vil þegar þriðja fjórðung lýkur. Keflvíkingar hafa öll völd á þessum leik og Njarðvíkingar þurfa heldur betur að hysja upp um sig brækurnar ef þetta á ekki að enda í algjörri niðurlægingu.3. leikhluti | 36-64: Hjörtur Einarsson misnotar tvö víti fyrir Njarðvík og Keflavík fer upp völlinn og bætir við tveimur stigum. 1:25 eftir.3. leikhluti | 36-62: Njarðvíkingar náðu að bæta tveimur stigum í sarpinn en Keflvíkingar svöruðu því en það leið ansi langur tími milli karfa einhver kuldi í báðum liðum núna. 2:21 eftir.3. leikhluti | 34-60: Vítaskotin hafa ekki öll verið að rata ofan í hjá Dustin Salisbury, það getur verið dýrt þegar allt er talið í lokin. Hinum megin bæta gestirnir bara við stigum og eru nú með 26 stiga forskot. 4:51 eftir og Njarðvík tekur leikhlé.3. leikhluti | 33-55: Nú eru það gestirnir sem ná að stela boltanum tvisvar af Njarðvíkingum, þeir hinsvegar nýta sína stuldi og meira að segja tróð Damon Johnson. Mig langar að segja með glæsibrag en þetta var ansi þvinguð aðgerð. 6 mín eftir.3. leikhluti | 31-48: Njarðvíkingar hafa náð að stoppa sóknaraðgerðir Keflvíkinga í tvígang núna en skot þeirra vilja ekki ofan í. Það kann ekki góðri lukku að stýra upp á framhaldið, þeim vantar körfur og sérstaklega þega þeir ná stoppum í vörninni. 7:33 eftir.3. leikhluti | 29-47: Heimamenn voru fyrri á blað en gestirnir fljótir að svara. 9 mín eftir.3. leikhluti | 27-45: Seinni hálfleikur er hafinn og heimamenn eiga fyrstu sókn. 9:58 eftir. 2. leikhluti | 27-45: Fyrri hálfleik er lokið. Seinustu 7:46 skoruðu heimamenn 2 stig. Keflvíkingar nýttu sér þennan nístingskulda heimamanna og náður sér í þægilegt 18 stiga forskot. Stiga hæstir eru þeir Graves hinn fjórði með 13 stig fyrir Keflavík og Salisbury með 11 stig fyrir heimamenn.2. leikhluti | 26-45: Njarðvíkingar eru skítkaldir þessa stundina, það vill bara ekkert skot ofan í hjá þeim. Gestirnir hafa einnig sett meiri ákafa í varnarleik sinn og eru að vinna boltann. 2 mín eftir.2. leikhluti | 26-43: Heimamenn náðu að bæta við einu stigi af vítalínunni en gestirnir setja niður þriggja stiga körfu og munurinn er orðinn fjórtán stig, það gengur flest upp hjá Keflvíkingum þessa stundina á meðan ekkert gengur hjá Njarðvíkingum. Og í þessum töluðu orðum var Eysteinn Ævarsson að skora og fá villu að auki og setja niður vítið. Leikhlé hjá Njarðvík þegar 2:55 eru til hálfleiks. 16-1 sprettur hjá gestunum.2. leikhluti | 25-37: Keflvíkingar koma af krafti úr leikhléinu og bæta við fjórum stigum og auka muninn í 12 stig þegar 3:49 eru eftir.2. leikhluti | 25-33: Heimamenn taka leikhlé þegar 4:45 eru til hálfleiks. Byrinn er með gestunum sem eru átta stigum yfir og voru rétt í þessu að fiska enn einn ruðninginn á leikmenn Njarðvíkur.2. leikhluti | 25-33: Graves hinn fjórði eykur forskot Keflvíkinga í 8 stig með tveimur þristum. 5:15 eftir.2. leikhluti | 25-27: Keflavík bætir við fjórum stigum og eru aftur komnir með forskot. Þau eru orðin ansi mörg skiptin sem forskotið skiptir um hendur. 6:09 eftir.2. leikhluti | 25-23: Heimamenn komust yfir af vítalínunni. Bæði lið eru dugleg að ná í ruðninga, líkaminn er lagður að veði hér. 7:46 eftir.2. leikhluti | 23-23: Annar leikhluti hafinn og gestirnir eru snöggir að komast yfir, stela svo boltanum en láta stela honum aftur af sér og Salisbury sýnir okkur hálofta listir. 9:00 eftir.1. leikhluti | 21-21: Heimamenn virtust ætla að eiga lokasóknina en misstu boltann án þess að ná skoti og fékk Salisbury seinasta skotið frá miðju vallarins þegar lokaflautið gall. Allt jafnt hér í Ljónagryfjunni.1. leikhluti | 21-21: Heimamenn minnkuðu muninn af vítalínunni en Keflvíkingar fljótir að svara áður en Dustin Salisbury nær í villu og setur skotið sitt niður og jafnar metin. 20 sek eftir.1. leikhluti | 16-19: Valur Orri Valsson með heimskupör. Hann lenti í samstuði við Dustin Salisbury að því er virðist stendur síðan upp og virðist lemja Dustin í bakið. Við það ætlar allt að sjóða upp úr og kýtingar hjá leikmönnum beggja liða. Gunnar Einarsson og Salisbury fá báðir tæknivillu í kjölfar látanna. Það er hiti í þessu. 1:30 eftir.1. leikhluti | 14-19: Búið að vera jafnt á öllum tölum en Valur Orri var að negla niður þrist og koma gestunum í þriggja stiga forystu fyrst, Damon Johnson nær síðan sóknarfrákasti og eykur muninn í fimm stig. 2:32 eftir.1. leikhluti | 11-11: Mikill ákafi í upphafi leiks, menn skella t.a.m. á hvorum öðrum þegar screen eru sett upp. Bæði lið hafa sett körfur og allt er jafnt þegar fjórar mínútur eru eftir af fyrsta fjórðung.1. leikhluti | 9-7: Heimamenn eru aftur komnir yfir þeir nýta tvær sóknir í röð þar sem Hjörtur Einarsson neglir niður þrist og er kominn með fimm stig. 5:48 eftir.1. leikhluti | 4-5: Liðin skiptast á að skora en það sést á vörnum beggja liða að það verður dýr salan á leikmönnum í kvöld. Þjálfari Keflavíkur er víst veikur heima og því ekki fær um að vera hér í kvöld, við óskum honum góðs bata. 7:12 eftir.1. leikhluti | 2-3: Heimamenn eru fyrstir á blað en Valur Orri Valsson svara um hæl með þrist. 8:16 eftir.1. leikhluti | 0-0: Bæði lið hafa átt sókn og geigað á skotum. Það vekur athygli að Helgi Jónas Guðfinnsson er ekki á bekk gestanna og er fátt um svör allavega hjá blaðamönnum. 8:45 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn og það eru heimamenn sem hefja leik. 9:58 eftir.Fyrir leik: Bæði liðin eru komin út á völl núna og eru lay-up raðirnar hlaupnar af miklum móð. Kynnir hússins biður fólk um að þjappa sér í stúkunni. Það er allt eins og það á að vera hér í Ljónagryfjunni fyrir leik nágrannaliðanna úr Reykjanesbæjar.Fyrir leik: Stigahæstu leikmenn liðanna eru erlendu leikmenn liðann, þ.e. Dustin Salisbery hjá Njarðvík. Hann hefur skorað 24,3 stig að meðaltali í leik. Hinum megin er það William Thomas Graves hinn fjórði sem hefur skorað 20 stig að meðaltali fyrir Keflvíkinga.Fyrir leik: Það er að þrengjast um manninn hér í Ljónagryfjunni, þrátt fyrir að tæpar 25 mínútur séu í leik. Það er jafnan fullt hús þegar þessi lið mætast og býst ég ekki við neinu öðru í kvöld. Það er gaman að segja frá því að Brenton Birmingham er í stúkunni og áttu hann og Damon Johnson ákaflega langt og örugglega gott spjall fyrir um 20 mínútum síðan. Þessi kappar háðu marga hildina hérna áður fyrr eins og margfrægt er orðið.Fyrir leik: Liðin sem mætast hér í kvöld sitja í áttunda og níunda sæti Dominos-deildarinnar, bæði með fjögur stig. Bæði lið hafa spilað fjóra leiki og unnið tvö en tapað tveimur. Þannig að það er hnífjafnt með nágrönnunum. Það sem skilur liðin að í töflunni er að Njarðvíkingar eru +12 í stigaskori en Keflvíking eru -14.Fyrir leik: Fyrir neðan þessa frétt er að finna tvær upphitanir fyrir leikinn í kvöld sem sýnir hvernig leikurinn hér í Ljónagryfjunni endaði í fyrra en það var rafmagnaður endasprettur eins og menn muna. Einnig er að finna frétt sem segir frá því hversu jafnir undanfarnir leikir þessara liða hafa verið. Við vonumst náttúrulega eftir svipaðri sögu í kvöld.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Njarðvíkur og Keflavíkur lýst.
Dominos-deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira