Körfubolti

Þrír af síðustu fimm hafa unnist með þremur stigum eða minna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Logi Gunnarsson.
Logi Gunnarsson. Vísir/Stefán
Njarðvík og Keflavík mætast í kvöld í Dominos-deild karla í körfubolta en það er alltaf beðið eftir fyrsta Reykjanesbæjarslag tímabilsins með mikilli eftirvæntingu.

Leikurinn hefst klukkan 19.15 í Ljónagryfjunni í Njarðvík og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Njarðvík og Keflavík hafa bæði unnið tvo af fyrstu fjórum leikjum sínum í deildinni og geta því komist tveimur sigrum á undan erkifjendunum með sigri í leiknum á eftir.

Það hafa verið margir spennuleikir milli þessara liða undanfarin tímabil og hafa þannig þrír af síðustu fimm deildarleikjum unnist með þremur stigum eða meira.

Keflavík vann með þremur stigum í Ljónagryfjunni í fyrra, 88-85, Njarðvík vann með einu stigi í Keflavík í desember 2012, 92-91, og Njarðvík vann með tveimur stigum, 95-93, í Ljónagryfjunni í mars 2012.

Hinir tveir leikirnir hafa unnið með 6 stigum (Njarðvík í Ljónagryfjunni í mars 2013, 100-94) og með 21 stigi (Kefla´vik í Keflavík í janúar 2014).

Gunnar Ólafsson skoraði sigurkörfu Keflavíkur í Ljónagryfjunni í fyrra, Hjörtur Hrafn Einarsson tryggði Njarðvík sigurinn á vítalínunni í desember 2012 og Travis Holmes skoraði fjögur síðustu stigin í sigri á Keflavík í Ljónagryfjunni í mars 2012.

Nú er bara spurning hver verður hetjan í kvöld en það verður væntanlega hart barist í þessum leik. 


Tengdar fréttir

Bætir Friðrik Ingi metið í beinni í kvöld?

Friðrik Ingi Rúnarsson getur í kvöld orðið sá þjálfari Njarðvíkur sem hefur unnið flesta leiki í úrvalsdeild karla þegar Njarðvík tekur á móti nágrönnum sínum úr Keflavík í beinni á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×