Innlent

„Hver var hinn pólitíski leikur?“

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Valgerður vill skýr svör.
Valgerður vill skýr svör. Vísir/GVA
„Hvað var hún að ásaka okkur sem spurðum ítrekað um þetta mál?“ sagði Valgerður Bjarnadóttir á þinginu í upphafi þingfundar sem hófst klukkan 15 í dag. Hún beindi orðum sínum til Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. Hún vitnaði þar í tvær ræður Hönnu Birnu fyrir þingi þar sem hún sagðist meðal annars telja að lekamálið væri ljótur pólitískur leikur.

„Hver var hinn pólitíski leikur?“ spurði Valgerður, sneri sér að Hönnu Birnu og krafðist svara.

Hún vitnaði meðal annars í ræðu Hönnu Birnu á þinginu í maí þar sem innanríkisráðherra sagði:



„Ég endurtek það sem ég hef áður sagt um þetta mál og það er orðið flókið og snúið og menn geta reynt að halda því fram að hér sé ekki á ferðinni pólitískur spuni. Ég er þeirrar skoðunar að það sé búið að vera þannig lengi. Ég er reyndar þeirrar skoðunar, og mun ekki úttala mig um það fyrr en rannsókn er lokið, að þetta sé meira en pólitískur spuni, að þetta sé talsvert ljótur pólitískur leikur. Málið snýst miklu meira um þá sem hér stendur en þann sem málið á að snúast um, sem er umræddur hælisleitandi. Það að menn skuli halda því fram að minnisblöð eða samantektir sem gerðar eru um slíka einstaklinga séu eitthvað óeðlilegt — það er alvanalegt að það sé gert til þess að fara yfir það.“

Í upphafi þingfundar dagsins fóru fram umræður undir liðnum störf þingsins. Stjórnarþingmenn ræddu þar flestir um skuldaniðurfellingar ríkisstjórnarinnar en stjórnarandstæðingar fjölluðu um lekamálið. Jón Þór Ólafsson, þingmaður pírata, lagði til við upphafi þingfundar að reglum um úthlutun á ræðuplássi undir þessum lið verði breytt til að tryggja frekari dreifingu milli flokka. 


Tengdar fréttir

Gísli Freyr er sáttur við dóminn

Gísli Freyr Valdórsson ætlar að una dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og áfrýjar ekki til Hæstaréttar. Segist hafa fests í lygavef og vítahring.

Svona var atburðarásin í lekamálinu

Gagnvirk tímalína sem sýnir atburðarásina í lekamálinu sem varð til þess að Gísli Freyr Valdórsson var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi.

Íslenskir ráðherrar sitja frekar í gegnum stormviðrið

"Ég held að það sé enginn vafi á því. Þeir reyna að sitja þetta af sér. Vandinn á Íslandi er sá að það er ekki nógu skýrt hver ætti knýja fram afsögn. Erlendis er það skýrara, þar er það flokksformaður eða forsætisráðherra," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×