Körfubolti

Dagur Kár verður samherji Gunnars í Brooklyn næsta vetur

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Dagur Kár í leik gegn ÍR.
Dagur Kár í leik gegn ÍR. vísir/daníel
Dagur Kár Jónsson, bakvörður Stjörnunnar í Dominos-deild karla í körfubolta, fékk skólastyrk hjá St. Francis-háskólanum í Brooklyn í New York og heldur þangað næsta vetur.

Þetta tilkynnti Dagur Kár sjálfur á Facebook-síðu sinni, en hjá St. Francis er fyrir Keflvíkingurinn Gunnar Ólafsson.

„Í dag skrifaði ég undir fullan háskólastyrk frá St. Francis College í Brooklyn, New York, þar sem ég mun eyða komandi árum,“ segir Dagur Kár á Facebook-síðu sinni.

Dagur Kár er nítján ára gamall og hefur spilað virkilega vel með Stjörnunni í fyrstu fimm leikjum tímabilsins.

Hann er með 18,4 stig að meðaltali í leik, 3,2 fráköst og stoðsendingahæstur í liðinu með 5,2 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Það verða þá a.m.k. fjórir ungir körfuboltamenn í Brooklyn næsta vetur því landsliðsmennirnir MartinHermannsson og ElvarFriðriksson leika með LIU-háskólanum í Brooklyn.

Daði Lár Jónsson, bróðir Dags, er nú úti í framhaldsskóla í Bandaríkjunum, þar sem hann leikur körfubolta í North Carolina High School. Daði er ári yngri en Dagur, 18 ára gamall. Yngsti bróðir þeirra, Dúi Þór Jónsson, hefur einnig vakið athygli fyrir vaska framgöngu á körfuboltavellinum. Dúi Þór er 13 ára. Hér má sjá myndband af því þegar lið Dúa varð Íslandsmeistari árið 2011 auk umfjöllunar um körfuboltafjölskylduna sem þeir koma úr. Faðir þeirra er Jón Kr. Gíslason, fyrrum landsliðsmaður, landsliðsþjálfari auk þess sem hann var þjálfari og leikmaður Keflavíkur þar sem hann vann til fjölda titla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×