Erlent

ISIS-liðar slá eigin mynt

Atli Ísleifsson skrifar
ISIS-liðar hafa náð tökum á stórum landsvæðum i Sýrlandi og Írak síðustu mánuði.
ISIS-liðar hafa náð tökum á stórum landsvæðum i Sýrlandi og Írak síðustu mánuði. Vísir/AFP
Leiðtogi ISIS hefur fyrirskipað undirmönnum sínum að sjá til þess að eigin mynt Ríkis íslams verði slegin og komið í umferð.

Talsmenn ISIS segja ætlunina vera að breyta þeirri „harðstjórnarpeningamálastefnu“ sem ríkir, byggist á kerfi vesturlanda og stuðli að þrælkun múslíma.

Í frétt Guardian segir að leiðtoginn Abu Bakr al-Baghdadi hafi fyrirskipað að slá gull, silfur og koparmynt sem muni ganga undir heitinu íslamskur dínar. Sérstakt „shura-ráð“ samtakanna hafa þegar samþykkt tillöguna.

ISIS-liðar hafa náð tökum á stórum landsvæðum i Sýrlandi og Írak síðustu mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×