Hugsanlegt að Gísli verði krafinn um endurgreiðslu Hjörtur Hjartarson skrifar 14. nóvember 2014 19:45 Frá því að Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, gerðist brotlegur í starfi sem aðstoðarmaður innanríkisráðherra og þar til honum var vikið frá störfum fékk hann rétt ríflega 10 milljónir króna í laun. Til greina kemur að krefja Gísla um endurgreiðslu þessara launa. Gísli sendi fjölmiðlum upplýsingar um hælisleitandann, Tony Omos þann 19.nóvember 2013 og braut þar með af sér í starfi sem leiddi til brottvikningu hans, þann 11.nóvember síðastliðinn, rétt tæpu ári síðar. Allan þann tíma var Gísli á fullum launum, einnig frá 15.ágúst þegar hann var leystur tímabundið frá störfum eftir að hann var ákærður. Mánaðarlaun Gísla hjá innaríkisráðuneytinu voru 893.368 krónur. Á þessu rétt tæplega 12 mánaða tímabili fékk Gísli þar af leiðandi í laun 10 milljónir, 482 þúsund og 185 krónur. Ef við leggjum ofan á þessa tölu launatengd gjöld sem ríkið greiðir fer hún upp í ríflega 14 milljónir króna.Kostnaður saksóknaraembættisins vegna málaferlanna er um hálf milljón króna samkvæmt þeim upplýsingum sem fréttastofan aflaði sér en erfitt er þó að henda reiður á nákvæman kostnað í þeim efnum. Þá er ótalinn sá tími og fjármunir sem fóru í rannsókn málsins en óhætt er meta þann kostnað á nokkrar milljónir króna. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fengust frá innanríkisráðuneytinu er til skoðunar hvort leggja eigi fram kröfu á hendur Gísla um að hann endurgreiði þau laun sem hann þáði á umræddu tímabili. Verið er að fara yfir það í ráðuneytinu hvort slíkt standist lög og reglugerðir. Lekamálið Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Frá því að Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, gerðist brotlegur í starfi sem aðstoðarmaður innanríkisráðherra og þar til honum var vikið frá störfum fékk hann rétt ríflega 10 milljónir króna í laun. Til greina kemur að krefja Gísla um endurgreiðslu þessara launa. Gísli sendi fjölmiðlum upplýsingar um hælisleitandann, Tony Omos þann 19.nóvember 2013 og braut þar með af sér í starfi sem leiddi til brottvikningu hans, þann 11.nóvember síðastliðinn, rétt tæpu ári síðar. Allan þann tíma var Gísli á fullum launum, einnig frá 15.ágúst þegar hann var leystur tímabundið frá störfum eftir að hann var ákærður. Mánaðarlaun Gísla hjá innaríkisráðuneytinu voru 893.368 krónur. Á þessu rétt tæplega 12 mánaða tímabili fékk Gísli þar af leiðandi í laun 10 milljónir, 482 þúsund og 185 krónur. Ef við leggjum ofan á þessa tölu launatengd gjöld sem ríkið greiðir fer hún upp í ríflega 14 milljónir króna.Kostnaður saksóknaraembættisins vegna málaferlanna er um hálf milljón króna samkvæmt þeim upplýsingum sem fréttastofan aflaði sér en erfitt er þó að henda reiður á nákvæman kostnað í þeim efnum. Þá er ótalinn sá tími og fjármunir sem fóru í rannsókn málsins en óhætt er meta þann kostnað á nokkrar milljónir króna. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fengust frá innanríkisráðuneytinu er til skoðunar hvort leggja eigi fram kröfu á hendur Gísla um að hann endurgreiði þau laun sem hann þáði á umræddu tímabili. Verið er að fara yfir það í ráðuneytinu hvort slíkt standist lög og reglugerðir.
Lekamálið Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira