Enski boltinn

De Gea meiddur

Anton Ingi Leifsson skrifar
De Gea og læknir spænska landsliðins gera að verkum hans.
De Gea og læknir spænska landsliðins gera að verkum hans. Vísir/AFP
David De Gea, markvörður Manchester United, fór úr lið á æfingu spænska landsliðsins fyrir leikinn gen Hvíta-Rússlandi í kvöld.

Spánverjar mæta Hvíta-Rússlandi í Huelva í dag, en De Gea mun ekki spila leikinn vegna meiðsla. Hann fór úr lið á fingri á æfingu Spánverja.

„David De Gea varð að hætta á æfingu liðsins eftir að hann meiddist á hægri fingri. De Gea verður áfram með hópnum og við munum sjá hvernig málin þróast," segir í tilkynningu frá spænska sambandinu.

Óvíst er hversu lengi David De Gea verður lengi frá, en það verður áfall fyrir Manchester United verði hann ekki klár í slaginn um næstu helgi þegar liðið mætir Arsenal á Emirates.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×