Helgi Magnús gagnrýnir gagnrýni Hönnu Birnu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. nóvember 2014 18:20 Helgi segist ekki hafa upplifað gagnrýni á borð við þá sem kom frá Hönnu Birnu frá viðlíka aðila. Vísir / GVA Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sem sótti mál á hendur aðstoðarmanni innanríkisráðherra segir gagnrýni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur vegna lekamálsins minna hann á gagnrýni sakborninga í efnahagsbrotamálum. Hann var yfirmaður efnahagsbrotadeildar lögreglu fram til 2007. Þetta sagði hann í viðtali í Vikulokunum á Rás 1 í dag. „Nei. Það er stutta svarið,“ svaraði Helgi aðspurður hvort hann muni eftir viðlíka gagnrýni frá jafn valdamiklum aðila og ráðherra. „Maður þekkir þessa varnartaktík hjá sakborningum og verjendum í efnahagsbrotamálum. Það eru einstaklingar sem eru að verja sig úti í bæ og menn geta þá kannski auðveldar varist því.“ Helgi sagði það vera nýtt fyrir sér að kynnast þessu af hendi ráðherra. Í þættinum var Helgi spurður út í lýsingu Stefáns Eiríkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, af samskiptum sínum við innanríkisráðherra á meðan rannsókn málsins stóð yfir. Fram hefur komið í gögnum umboðsmanns Alþingis að Stefán hafi tilkynnt um samskiptin til saksóknara. Helgi segist sjálfur ekki hafa rætt við Stefán heldur hafi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari gert það. Helgi Magnús bendir á að Stefán hafi verið í erfiðri stöðu. Lögreglustjórar séu með skipun til fimm ára sem verður að endurnýja og að staðan sé auglýst. Sjá einnig: Atburðarásin í lekamálinu „Stefán er sómamaður og við vitum alveg hvernig þessi mál hafa æxlast síðan og ég efast ekkert um heilindi hans en þetta er ákaflega erfið staða fyrir mann að lenda í undir þessum kringumstæðum að yfirmaður hans, sem hefur öll hans ráð í hendi sér, skuli tala svona,“ sagði hann. „Ef við göngum út frá því að það sé, eins og ég býst nú við að það sé, rétt frá greint að þá er þetta ákaflega óheppilegt, ef við getum verið svolítið svona hófleg í yfirlýsingum.“ Helgi Magnús vildi ekki segja til um ástæður gagnrýni ráðherra á rannsókn lekamálsins en sagði augljóst hvaða áhrif hún hafi haft. „Ég meina, ég ætla nú kannski að fara mjög djúpt í það að greina tilgang ráðherra í þessu. Hvort þetta eru mistök eða reynsluleysi eða annað slíkt en ef að fólk horfir á þetta svona utanfrá þá hlýtur það náttúrulega að vera ljóst hvaða áhrif þetta hefur,“ sagði hann. Þegar hann var svo spurður hvort Hanna Birna hafi umgengist vald sitt með óeðlilegum hætti svaraði hann: „Ég svosem ætla ekki að fella dóm í því en fólk getur náttúrulega velt því fyrir sér.“ Alþingi Lekamálið Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sem sótti mál á hendur aðstoðarmanni innanríkisráðherra segir gagnrýni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur vegna lekamálsins minna hann á gagnrýni sakborninga í efnahagsbrotamálum. Hann var yfirmaður efnahagsbrotadeildar lögreglu fram til 2007. Þetta sagði hann í viðtali í Vikulokunum á Rás 1 í dag. „Nei. Það er stutta svarið,“ svaraði Helgi aðspurður hvort hann muni eftir viðlíka gagnrýni frá jafn valdamiklum aðila og ráðherra. „Maður þekkir þessa varnartaktík hjá sakborningum og verjendum í efnahagsbrotamálum. Það eru einstaklingar sem eru að verja sig úti í bæ og menn geta þá kannski auðveldar varist því.“ Helgi sagði það vera nýtt fyrir sér að kynnast þessu af hendi ráðherra. Í þættinum var Helgi spurður út í lýsingu Stefáns Eiríkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, af samskiptum sínum við innanríkisráðherra á meðan rannsókn málsins stóð yfir. Fram hefur komið í gögnum umboðsmanns Alþingis að Stefán hafi tilkynnt um samskiptin til saksóknara. Helgi segist sjálfur ekki hafa rætt við Stefán heldur hafi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari gert það. Helgi Magnús bendir á að Stefán hafi verið í erfiðri stöðu. Lögreglustjórar séu með skipun til fimm ára sem verður að endurnýja og að staðan sé auglýst. Sjá einnig: Atburðarásin í lekamálinu „Stefán er sómamaður og við vitum alveg hvernig þessi mál hafa æxlast síðan og ég efast ekkert um heilindi hans en þetta er ákaflega erfið staða fyrir mann að lenda í undir þessum kringumstæðum að yfirmaður hans, sem hefur öll hans ráð í hendi sér, skuli tala svona,“ sagði hann. „Ef við göngum út frá því að það sé, eins og ég býst nú við að það sé, rétt frá greint að þá er þetta ákaflega óheppilegt, ef við getum verið svolítið svona hófleg í yfirlýsingum.“ Helgi Magnús vildi ekki segja til um ástæður gagnrýni ráðherra á rannsókn lekamálsins en sagði augljóst hvaða áhrif hún hafi haft. „Ég meina, ég ætla nú kannski að fara mjög djúpt í það að greina tilgang ráðherra í þessu. Hvort þetta eru mistök eða reynsluleysi eða annað slíkt en ef að fólk horfir á þetta svona utanfrá þá hlýtur það náttúrulega að vera ljóst hvaða áhrif þetta hefur,“ sagði hann. Þegar hann var svo spurður hvort Hanna Birna hafi umgengist vald sitt með óeðlilegum hætti svaraði hann: „Ég svosem ætla ekki að fella dóm í því en fólk getur náttúrulega velt því fyrir sér.“
Alþingi Lekamálið Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira