Frambjóðendum Framsóknar var bannað að segja hvað ætti að færa skuldir mikið niður Aðalsteinn Kjartansson skrifar 16. nóvember 2014 11:33 Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að frambjóðendum flokksins hafi verið bannað að nefna einhverja ákveðna tölu í kosningabaráttunni í tengslum við skuldaniðurfellingarloforð flokksins. Hann vísaði gagnrýni á að skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar væru mun lægri en lofað hafði verið á bug. Þetta sagði hann í umræðum í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni þar sem hann og Svandís Svavarsdóttir ræddu pólitíkina. „Okkur var beinlínis óheimilt að tala um ákveðna prósentu leiðréttingu eins og hafði verið talað um 2009, þegar talað var um 20 prósent leiðréttingu. Síðan sagði ég eigum við ekki að nefna einhverja tölu núna en nei, við getum ekki gert það vegna þess að þetta er orðið svo flókið,“ sagði Frosti.Sjá einnig: Allt um skuldaniðurfærsluna á 90 sekúndum Framsóknarmenn hafa verið gagnrýndir fyrir að standa ekki við loforð um að veita 300 milljörðum til verkefnisins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins og forsætisráðherra, tók virkan þátt í umræðum í kosningaþætti RÚV þar sem 300 milljarða talan var til grundvallar. Þá nefndi hann 240 milljarða sem dæmi í viðtali í Fréttablaðinu. Hann hefur hinsvegar neitað því að hafa lofað þeirri upphæð. Frosti fullyrti hinsvegar að engar tölur hefðu verið nefndar í aðdraganda kosninganna vegna skuldalækkunarinnar og sagði að það hefði ekki mátt vekja upp væntingar hjá fólki um ákveðna prósentutölu eða ákveðna lækkun þar sem það hefði svo margt breyst frá því að loforð um 20 prósenta skuldaniðurfellingu var lofað. Þá hafnaði hann einnig því að ríkissjóður fjármagni aðgerðirnar nú þvert á það sem lofað var. Vísaði hann til þess að aðgerðirnar væru fjármagnaðar með hækkun á bankaskatti og með því að fella burt undanþágu slitabúa föllnu bankanna frá skattinum. „Við afnámum þessa undanþágu, hækkuðum skatta á fjármálafyrirtækin, tökum peninga frá fjármálafyrirtækjum og færum til heimilanna,“ sagði hann en viðurkenndi að peningarnir ættu viðkomu í ríkissjóði. Fjármögnun aðgerðanna hefur verið sett í þetta samhengi af stjórnvöldum en fjármögnun aðgerðanna var flýtt. Til þess verða nýttir fjármunir sem meðal annars fengust í formi arðgreiðslna frá fjármálafyrirtækjum sem ríkið á hluti í og Seðlabankanum. Þar munar mest um tæplega 20 milljarða arðgreiðslu frá Landsbankanum. Hægt er að hlusta á umræður Frosta og Svandísar í spilaranum efst í fréttinni. Alþingi Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Fleiri fréttir Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Sjá meira
Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að frambjóðendum flokksins hafi verið bannað að nefna einhverja ákveðna tölu í kosningabaráttunni í tengslum við skuldaniðurfellingarloforð flokksins. Hann vísaði gagnrýni á að skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar væru mun lægri en lofað hafði verið á bug. Þetta sagði hann í umræðum í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni þar sem hann og Svandís Svavarsdóttir ræddu pólitíkina. „Okkur var beinlínis óheimilt að tala um ákveðna prósentu leiðréttingu eins og hafði verið talað um 2009, þegar talað var um 20 prósent leiðréttingu. Síðan sagði ég eigum við ekki að nefna einhverja tölu núna en nei, við getum ekki gert það vegna þess að þetta er orðið svo flókið,“ sagði Frosti.Sjá einnig: Allt um skuldaniðurfærsluna á 90 sekúndum Framsóknarmenn hafa verið gagnrýndir fyrir að standa ekki við loforð um að veita 300 milljörðum til verkefnisins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins og forsætisráðherra, tók virkan þátt í umræðum í kosningaþætti RÚV þar sem 300 milljarða talan var til grundvallar. Þá nefndi hann 240 milljarða sem dæmi í viðtali í Fréttablaðinu. Hann hefur hinsvegar neitað því að hafa lofað þeirri upphæð. Frosti fullyrti hinsvegar að engar tölur hefðu verið nefndar í aðdraganda kosninganna vegna skuldalækkunarinnar og sagði að það hefði ekki mátt vekja upp væntingar hjá fólki um ákveðna prósentutölu eða ákveðna lækkun þar sem það hefði svo margt breyst frá því að loforð um 20 prósenta skuldaniðurfellingu var lofað. Þá hafnaði hann einnig því að ríkissjóður fjármagni aðgerðirnar nú þvert á það sem lofað var. Vísaði hann til þess að aðgerðirnar væru fjármagnaðar með hækkun á bankaskatti og með því að fella burt undanþágu slitabúa föllnu bankanna frá skattinum. „Við afnámum þessa undanþágu, hækkuðum skatta á fjármálafyrirtækin, tökum peninga frá fjármálafyrirtækjum og færum til heimilanna,“ sagði hann en viðurkenndi að peningarnir ættu viðkomu í ríkissjóði. Fjármögnun aðgerðanna hefur verið sett í þetta samhengi af stjórnvöldum en fjármögnun aðgerðanna var flýtt. Til þess verða nýttir fjármunir sem meðal annars fengust í formi arðgreiðslna frá fjármálafyrirtækjum sem ríkið á hluti í og Seðlabankanum. Þar munar mest um tæplega 20 milljarða arðgreiðslu frá Landsbankanum. Hægt er að hlusta á umræður Frosta og Svandísar í spilaranum efst í fréttinni.
Alþingi Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Fleiri fréttir Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Sjá meira