Brooks Koepka sigraði í Tyrklandi eftir frábæran lokahring 16. nóvember 2014 13:43 Brooks Koepka lék frábært golf í dag. Getty Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka sigraði í sínu fyrsta móti á Evrópumótaröðinni en hann lék best allra á Turkish Airlines Open sem fram fór á Montgomerie Maxx Royal vellnum í Tyrklandi. Koepka átti sigurinn svo sannarlega skilið en hann fór á kostum á lokahringnum, fékk fimm fugla, einn örn og engan skolla en hann kom inn á 65 höggum eða sjö undir pari. Hann endaði mótið á 17 höggum undir pari, einu höggi betri heldur en Ian Poulter sem missti rúmlega tveggja metra pútt á lokaholunni til þess að jafna metinn og knýja fram bráðabana.Henrik Stenson nældi sér í þriðja sætið í mótinu með lokahring upp á 64 högg en nokkrir kylfingar deildu fjórða sætinu á 13 höggum undir pari, meðal annars Wade Ormsby sem leiddi fyrir lokahringinn og Miguel Angel Jimenez. Koepka hefur leikið á Áskorendamótaröðinni, Evrópumótaröðinni og PGA-mótaröðinni undanfarin ár en þetta er stærsti sigur hans á ferlinum. Fyrir sigurinn fékk hann rúmlega 130 milljónir í sinn hlut og þátttökurétt á stærstu mótum veraldar á næsta ári. Koepka sagði við fréttamenn eftir hringinn að hann hefði verið búinn að bíða lengi eftir þessum sigri sem hann vonaði að væri ekki sá fyrsti, enda væri hann enn að taka miklum framförum. Lokamót Evrópumótaraðarinnar fer fram í Dubai í næstu viku en þar leika 60 stigahæstu kylfingar mótaraðarinnar upp á gríðarlega háar fjárhæðir. Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka sigraði í sínu fyrsta móti á Evrópumótaröðinni en hann lék best allra á Turkish Airlines Open sem fram fór á Montgomerie Maxx Royal vellnum í Tyrklandi. Koepka átti sigurinn svo sannarlega skilið en hann fór á kostum á lokahringnum, fékk fimm fugla, einn örn og engan skolla en hann kom inn á 65 höggum eða sjö undir pari. Hann endaði mótið á 17 höggum undir pari, einu höggi betri heldur en Ian Poulter sem missti rúmlega tveggja metra pútt á lokaholunni til þess að jafna metinn og knýja fram bráðabana.Henrik Stenson nældi sér í þriðja sætið í mótinu með lokahring upp á 64 högg en nokkrir kylfingar deildu fjórða sætinu á 13 höggum undir pari, meðal annars Wade Ormsby sem leiddi fyrir lokahringinn og Miguel Angel Jimenez. Koepka hefur leikið á Áskorendamótaröðinni, Evrópumótaröðinni og PGA-mótaröðinni undanfarin ár en þetta er stærsti sigur hans á ferlinum. Fyrir sigurinn fékk hann rúmlega 130 milljónir í sinn hlut og þátttökurétt á stærstu mótum veraldar á næsta ári. Koepka sagði við fréttamenn eftir hringinn að hann hefði verið búinn að bíða lengi eftir þessum sigri sem hann vonaði að væri ekki sá fyrsti, enda væri hann enn að taka miklum framförum. Lokamót Evrópumótaraðarinnar fer fram í Dubai í næstu viku en þar leika 60 stigahæstu kylfingar mótaraðarinnar upp á gríðarlega háar fjárhæðir.
Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira