Flugfarþegar horfa beint ofan í eldspúandi gíginn Kristján Már Unnarsson skrifar 1. nóvember 2014 19:30 Þær eru sennilega ekki margar áætlunarflugleiðir í heiminum þar sem flugfarþegar geta átt von á að sjá eldgos út um gluggana. Ein slík er þó búin að vera á Íslandi síðustu tvo mánuði, leiðin Reykjavík-Egilsstaðir-Reykjavík. Flugleið Flugfélags Íslands milli Reykjavíkur og Egilsstaða liggur rétt norðan við eldstöðina á Dyngjusandi og í björtu veðri geta farþegar sem hafa útsýni til suðurs átt von á að sjá mesta hraungos sem komið hefur upp á Íslandi frá Skaftáreldum. Á myndum sem Egill Aðalsteinsson, kvikmyndatökumaður Stöðvar 2 tók í vikunni, mátti sjá nýtt hraunið skera sig greinilega úr frá hvítri snjóbreiðunni sem komin er yfir hálendið. Farþegar horfa nánast beint ofan í eldspúandi gíginn og rauðglóandi hraunárnar.Eldgosið séð úr Fokker-vél Flugfélags Íslands í vikunniStöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur áætlar að gígurinn sé 400-500 metra langur og 100-150 metra breiður. Austan hans hefur myndast stór hrauntjörn þar sem glóandi hraunið breiðir úr sér áður en það rennur áfram í hraunám sem að magni eru álíka og Skjálfandafljót. Við hraunsporðinn þar sem hann mætir Jökulsá má sjá gufumekki standa upp úr á mörgum stöðum.Lentir á Egilsstaðaflugvelli.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Flugmennirnir vekja athygli farþeganna á því sem fyrir augu ber og það er ekki síður gaman að fljúga yfir eldstöðinni í myrkri. Bjarminn sést víða að og meira að segja í gegnum skýjaslæðu má vel greina gíginn og hraunelfuna. Bárðarbunga Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Þær eru sennilega ekki margar áætlunarflugleiðir í heiminum þar sem flugfarþegar geta átt von á að sjá eldgos út um gluggana. Ein slík er þó búin að vera á Íslandi síðustu tvo mánuði, leiðin Reykjavík-Egilsstaðir-Reykjavík. Flugleið Flugfélags Íslands milli Reykjavíkur og Egilsstaða liggur rétt norðan við eldstöðina á Dyngjusandi og í björtu veðri geta farþegar sem hafa útsýni til suðurs átt von á að sjá mesta hraungos sem komið hefur upp á Íslandi frá Skaftáreldum. Á myndum sem Egill Aðalsteinsson, kvikmyndatökumaður Stöðvar 2 tók í vikunni, mátti sjá nýtt hraunið skera sig greinilega úr frá hvítri snjóbreiðunni sem komin er yfir hálendið. Farþegar horfa nánast beint ofan í eldspúandi gíginn og rauðglóandi hraunárnar.Eldgosið séð úr Fokker-vél Flugfélags Íslands í vikunniStöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur áætlar að gígurinn sé 400-500 metra langur og 100-150 metra breiður. Austan hans hefur myndast stór hrauntjörn þar sem glóandi hraunið breiðir úr sér áður en það rennur áfram í hraunám sem að magni eru álíka og Skjálfandafljót. Við hraunsporðinn þar sem hann mætir Jökulsá má sjá gufumekki standa upp úr á mörgum stöðum.Lentir á Egilsstaðaflugvelli.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Flugmennirnir vekja athygli farþeganna á því sem fyrir augu ber og það er ekki síður gaman að fljúga yfir eldstöðinni í myrkri. Bjarminn sést víða að og meira að segja í gegnum skýjaslæðu má vel greina gíginn og hraunelfuna.
Bárðarbunga Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira