Brady hafði betur gegn Manning Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. nóvember 2014 08:21 Vísir/Getty Fátt virðist geta stöðvað Tom Brady og félaga hans í New England Patriots í NFL-deildinni en í nótt hafði liðið betur gegn meistaraefnunum í Denver Broncos á heimavelli, 43-21. Ættjarðarvinirnir gerðu snemma út um leikinn en eftir að Broncos skoraði fyrsta snertimarkið í leiknum komu 24 stig í röð frá New England. Margir eru á þeirri skoðun að Payton Manning, hinn magnaði leikstjórnandi Broncos, eigi erfitt uppdráttar í köldu veðri en hann kastaði engu að síður yfir 400 jarda í leiknum og fyrir tveimur snertimörkum. Hann kastaði þó boltanum einnig tvisvar í hendur andstæðingsins. Brady var með 333 sendingajarda í leiknum og hefur nú unnið ellefu af sextán viðureignum sínum gegn Manning. Sigurhlutfall Patriots er nú 7-2 og liðið hefur unnið fimm leiki í röð. Brady hefur verið algjörlega magnaður á þessum kafla eftir að hann fór rólega af stað í byrjun tímabilsins. Broncos stendur í 6-2 en bæði lið leika í AFC-deildinni. Aðeins eitt lið er með betra sigurhlutfall en Patriots en það er Arizona Cardinals (7-1) sem vann Dallas Cowboys, 28-17. Dallas er eitt af betri liðum deildarinnar en saknaði leikstjórnandans Tony Romo sárlega en hann er frá vegna bakmeiðsla. Það var að auki margt um að vera að venju í deildinni en spennan var hvergi meiri en í San Francisco þar sem St. Louis Rams hafði betur gegn heimamönnum, 13-10. 49ers fékk þó tækifæri til að tryggja sigurinn á lokasekúndunni en leikstjórnandinn Colin Kaepernick tapaði boltanum við endalínuna á dramatískan máta. Pittsburgh vann svo í nótt sannfærandi sigur á Baltimore, 43-23, þar sem leikstjórnandinn Ben Roethlisberger varð fyrsti maðurinn í sögunni til að gefa sex snertimarkssendingar í tveimur leikjum í röð. Hann hafði fyrir síðasta leik gefið tíu snertimarkssendingar allt tímabilið. Meistararnir í Seattle Seahawks ráku svo af sér slyðruorðið með 30-24 sigri á Oakland og eru nú 5-3 á leiktíðinni eftir tvo sigra í röð. Oakland er eina liðið í deildinni sem hefur tapað öllum leikjum sínum til þessa. Úrslit gærdagsins: Cleveland - Tampa Bay 22-17 Dallas - Arizona 17-28 Houston - Philadelphia 21-31 Kansas City - NY Jets 24-10 Cincinnati - Jacksonville 33-23 Miami - San Diego 37-0 Minnesota - Washington 29-26 San Francisco - St. Louis 10-13 New England - Denver 43-21 Seattle - Oakland 30-24 Pittsburgh - Baltimore 43-23 Staðan: AFC austur: New England 7-2 Buffalo 5-3 Miami 5-3 NY Jets 1-8 AFC norður: Cincinnati 5-2-1 Pittsburgh 6-3 Cleveland 5-3 Baltimore 5-4 AFC suður: Indianapolis 5-3 Houston 4-5 Tennessee 2-6 Jacksonville 1-8 AFC vestur: Denver 6-2 Kansas City 5-3 San Diego 5-4 Oakland 0-8 NFC austur: Philadelphia 6-2 Dallas 6-3 NY Giants 3-4 Washington 3-6 NFC norður: Detroit 6-2 Green Bay 5-3 Minnesota 4-5 Chicago 3-5 NFC suður: New Orleans 4-4 Carolina 3-5-1 Atlanta 2-6 Tampa Bay 1-7 NFC vestur: Arizona 7-1 Seattle 5-3 San Francisco 4-4 St. Louis 3-5 NFL Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Fátt virðist geta stöðvað Tom Brady og félaga hans í New England Patriots í NFL-deildinni en í nótt hafði liðið betur gegn meistaraefnunum í Denver Broncos á heimavelli, 43-21. Ættjarðarvinirnir gerðu snemma út um leikinn en eftir að Broncos skoraði fyrsta snertimarkið í leiknum komu 24 stig í röð frá New England. Margir eru á þeirri skoðun að Payton Manning, hinn magnaði leikstjórnandi Broncos, eigi erfitt uppdráttar í köldu veðri en hann kastaði engu að síður yfir 400 jarda í leiknum og fyrir tveimur snertimörkum. Hann kastaði þó boltanum einnig tvisvar í hendur andstæðingsins. Brady var með 333 sendingajarda í leiknum og hefur nú unnið ellefu af sextán viðureignum sínum gegn Manning. Sigurhlutfall Patriots er nú 7-2 og liðið hefur unnið fimm leiki í röð. Brady hefur verið algjörlega magnaður á þessum kafla eftir að hann fór rólega af stað í byrjun tímabilsins. Broncos stendur í 6-2 en bæði lið leika í AFC-deildinni. Aðeins eitt lið er með betra sigurhlutfall en Patriots en það er Arizona Cardinals (7-1) sem vann Dallas Cowboys, 28-17. Dallas er eitt af betri liðum deildarinnar en saknaði leikstjórnandans Tony Romo sárlega en hann er frá vegna bakmeiðsla. Það var að auki margt um að vera að venju í deildinni en spennan var hvergi meiri en í San Francisco þar sem St. Louis Rams hafði betur gegn heimamönnum, 13-10. 49ers fékk þó tækifæri til að tryggja sigurinn á lokasekúndunni en leikstjórnandinn Colin Kaepernick tapaði boltanum við endalínuna á dramatískan máta. Pittsburgh vann svo í nótt sannfærandi sigur á Baltimore, 43-23, þar sem leikstjórnandinn Ben Roethlisberger varð fyrsti maðurinn í sögunni til að gefa sex snertimarkssendingar í tveimur leikjum í röð. Hann hafði fyrir síðasta leik gefið tíu snertimarkssendingar allt tímabilið. Meistararnir í Seattle Seahawks ráku svo af sér slyðruorðið með 30-24 sigri á Oakland og eru nú 5-3 á leiktíðinni eftir tvo sigra í röð. Oakland er eina liðið í deildinni sem hefur tapað öllum leikjum sínum til þessa. Úrslit gærdagsins: Cleveland - Tampa Bay 22-17 Dallas - Arizona 17-28 Houston - Philadelphia 21-31 Kansas City - NY Jets 24-10 Cincinnati - Jacksonville 33-23 Miami - San Diego 37-0 Minnesota - Washington 29-26 San Francisco - St. Louis 10-13 New England - Denver 43-21 Seattle - Oakland 30-24 Pittsburgh - Baltimore 43-23 Staðan: AFC austur: New England 7-2 Buffalo 5-3 Miami 5-3 NY Jets 1-8 AFC norður: Cincinnati 5-2-1 Pittsburgh 6-3 Cleveland 5-3 Baltimore 5-4 AFC suður: Indianapolis 5-3 Houston 4-5 Tennessee 2-6 Jacksonville 1-8 AFC vestur: Denver 6-2 Kansas City 5-3 San Diego 5-4 Oakland 0-8 NFC austur: Philadelphia 6-2 Dallas 6-3 NY Giants 3-4 Washington 3-6 NFC norður: Detroit 6-2 Green Bay 5-3 Minnesota 4-5 Chicago 3-5 NFC suður: New Orleans 4-4 Carolina 3-5-1 Atlanta 2-6 Tampa Bay 1-7 NFC vestur: Arizona 7-1 Seattle 5-3 San Francisco 4-4 St. Louis 3-5
NFL Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira