Ryan Moore varði titilinn í Kuala Lumpur 3. nóvember 2014 11:28 Moore með bikarinn í gær. AP Ryan Moore elskar greinilega að spila í Malasíu en í gær varð hann fyrsti kylfingurinn á PGA-mótaröðinni til þess að verja titil síðan að Tiger Woods sigraði á Arnold Palmer Invitational árin 2012 og 2013. Moore sigraði á CIMB Classic sem fram fór á hinum fallega Kuala Lumpur velli en hann lék hringina fjóra á alls 17 höggum undir pari, þremur höggum betur heldur en Gary Woodland, Kevin Na og Sergio Garcia sem deildu öðru sætinu á 14 höggum undir pari. Lykillinn að sigri Moore voru púttin en hann sýndi sannkallaðar stáltaugar á flötunum á lokahringnum sem hann lék á fimm höggum undir pari. „Ég var svo sannarlega í stuði alla helgina og á lokahringnum var ég alltaf að segja við sjálfan mig að sigurinn væri að færast nær,“ sagði Moore við fréttamenn eftir lokahringinn en sigurinn var hans fjórði á PGA-mótaröðinni á ferlinum. „Þessi golfvöllur hentar mér mjög vel og vonandi er þetta bara byrjunin á góðu tímabili fyrir mig.“ Næsta mót á PGA-mótaröðinni er HSBC meistaramótið á Sheshan vellinum í Kína en það er einnig hluti af heimsmótaröðinni í golfi og ættu því margir af bestu kylfingum heims að mæta til leiks. Það hefst á fimmtudaginn og verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ryan Moore elskar greinilega að spila í Malasíu en í gær varð hann fyrsti kylfingurinn á PGA-mótaröðinni til þess að verja titil síðan að Tiger Woods sigraði á Arnold Palmer Invitational árin 2012 og 2013. Moore sigraði á CIMB Classic sem fram fór á hinum fallega Kuala Lumpur velli en hann lék hringina fjóra á alls 17 höggum undir pari, þremur höggum betur heldur en Gary Woodland, Kevin Na og Sergio Garcia sem deildu öðru sætinu á 14 höggum undir pari. Lykillinn að sigri Moore voru púttin en hann sýndi sannkallaðar stáltaugar á flötunum á lokahringnum sem hann lék á fimm höggum undir pari. „Ég var svo sannarlega í stuði alla helgina og á lokahringnum var ég alltaf að segja við sjálfan mig að sigurinn væri að færast nær,“ sagði Moore við fréttamenn eftir lokahringinn en sigurinn var hans fjórði á PGA-mótaröðinni á ferlinum. „Þessi golfvöllur hentar mér mjög vel og vonandi er þetta bara byrjunin á góðu tímabili fyrir mig.“ Næsta mót á PGA-mótaröðinni er HSBC meistaramótið á Sheshan vellinum í Kína en það er einnig hluti af heimsmótaröðinni í golfi og ættu því margir af bestu kylfingum heims að mæta til leiks. Það hefst á fimmtudaginn og verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni.
Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira