Enski boltinn

Wenger mjög pirraður: Nánast útilokað að vinna riðilinn úr þessu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsene Wenger.
Arsene Wenger. Vísir/Getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var ekkert að reyna að fela pirringinn sinn eftir 3-3 jafntefli Arsenal á móti Anderlecht í Meistaradeildinni í gær.

Arsenal komst í 3-0 í leiknum en fékk á sig þrjú mörk á síðasta hálftímanum og tapaði tveimur dýrmætum stigum í baráttunni um sigur í riðlinum við Borussia Dortmund.

„Við vörðumst illa frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Þetta var leit aldrei þægilega út hjá liðinu og okkur var refstað," sagði Arsene Wenger.

„Pirraður, já, þetta eru mjög mikil vonbrigði. Við vorum mjög lélegir," sagði Wenger.

Arsenal er samt á góðri leið með að komast upp úr riðlinum fimmtánda árið í röð en liðið hefur aðeins tvisvar sinnum unnið riðilinn frá 2007 og það verður erfitt úr þessu enda Borussia Dortmund með fimm stiga forystu þegar bara tvær umferðir eru eftir.

„Það er hægt að segja það að það sé nánast útilokað að vinna riðilinn úr þessu," sagði Arsene Wenger.

„Í Meistaradeildinni verður þú alltaf að vera upp á þitt besta andlega og við vorum það ekki í þessum leik. Kannski fórum við ómeðviðtað að vanmeta Anderlecht þegar við komust í 3-0," sagði Wenger.

Hér fyrir neðan má sjá myndbönd með öllum mörkum leiksins.

1-0 fyrir Arsenal 2-0 fyrir Arsenal 3-0 fyrir Arsenal Anderlecht minnkar muninn í 3-1 Anderlecht minnkar muninn í 3-2 Anderlecht jafnar metin í 3-3



Fleiri fréttir

Sjá meira


×