Fótbolti

Hjálmar tekur annað ár í Svíþjóð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/AFP
Hjálmar Jónsson á í viðræðum við sænska úrvalsdeildarfélagið IFK Gautaborg um að spila með liðinu í eitt ár til viðbótar. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

„Það er ekki í höfn ennþá en ég býst fastlega við því að það verði að veruleika,“ segir Hjálmar og bætir við að honum líði afar vel hjá félaginu.

Mikael Stahre var sagt upp störfum sem þjálfara liðsins í vikunni og segir Hjálmar að það hafi komið flatt upp á leikmenn enda endaði IFK Gautaborg í öðru sæti sænsku deildarinnar.

„Það er ekki hægt að segja annað en að árangurinn hafi verið góður hjá Stahre,“ sagði Hjálmar og bætti við að hann hafi haft marga þjálfara hjá liðinu í gegnum tíðina. „Mig munar ekkert um að fá einn til viðbótar. Það er alltaf sami sirkusinn þegar það á að fara að ráða þjálfara.“

Sjálfur hefur Hjálmar verið að ná sér í þjálfararéttindi og útilokar ekki þann möguleika að verða áfram í herbúðum sænska félagsins eftir að leikmannaferlinum lýkur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×