Fótbolti

Mourinho gagnrýnir einbeitingu leikmanna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, var ekki ánægður með sína menn eftir 1-1 jafntefli gegn slóvenska liðinu Maribor í Meistaradeild Evrópu í gær.

Maribor komst yfir með marki Agim Ibraimi en Nemanja Matic náði að jafna metin fyrir þá ensku. Eden Hazard fékk tækifæri til að tryggja Chelsea sigur en hann brenndi af vítaspyrnu.

„Oft gerast óvæntir hlutir þegar einbeitingin er ekki í lagi. Þeir menn trúa því ekki að leikurinn verði erfiður,“ sagði Mourinho í viðtölum eftir leik í gær. „Það var bara eftir að Maribor skoraði að menn áttuðu sig á hættunni.“

Mourinho tekur þó sökina líka til sín. „Það er á mína ábyrgð að sannfæra leikmenn um að leikurinn verði erfiður og að maður verði að spila af fullum krafti frá fyrstu mínútu.“

Chelsea vann 6-0 stórsigur á Maribor í síðustu umferð og er á toppi riðilsins með þriggja stiga forystu á næsta lið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×