Körfubolti

Woods fyllir skarð Nelson í Hólminum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Woods með Gunnari Svanlaugssyni, formanni körfuknattleiksdeildar Snæfells.
Woods með Gunnari Svanlaugssyni, formanni körfuknattleiksdeildar Snæfells. Mynd/Snæfell
Christopher Woods hefur gengið í raðir Snæfells eftir að hafa spilað með Val síðustu tvö árin. Frá þessu er greint á heimasíðu félagins.

Woods er 1,95 m á hæð og leikur sem framherji. Hann er þegar kominn með leikheimild og getur því spilað með liðinu þegar það mætir Þór í Þorlákshöfn í kvöld.

„Chris er eðalnáungi sem á eftir að koma með góðan anda inn í liðið,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson og bætti við að Woods væri annars konar leikmaður en Willie Nelson, Bandaríkjamaðurinn sem spilaði fyrstu fjóra leiki tímabilsins með Snæfelli.

„Við erum að fara í hörkuleik í Þorlákshöfn á morgun og við þurfum toppleik þar til að sigra. Það er nú það eina sem skiptir máli.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×