Lífið

Fólkið á Airwaves: Kom frá Bandaríkjunum til að starfa sem sjálfboðaliði á Airwaves

Hjörtur Júlíus Hjartarson skrifar
Aubrey sneri aftur til Íslands til að starfa á hátíðinni.
Aubrey sneri aftur til Íslands til að starfa á hátíðinni. vísir/andri marinó
Eins og gestir hátíðarinnar hafa eflast tekið eftir eru margir starfsmenn Iceland Airwaves ungt fólk frá útlöndum.

Einn þessara starfsmanna Aubrey frá Colorado í Bandaríkjunum. Aubrey hafði lengi langað til að koma til Íslands þegar henni bauðst að starfa sem lærlingur við markaðsmál hjá Kamillu Ingibergsdóttur, einum af skipuleggjendum hátíðarinnar. Og það gerði hún í um sex mánuði í fyrra.

„Mig langaði til að koma aftur og bauð mig því fram sem sjálfboðaliði á hátíðinni í ár,” segir Aubrey.

„Reykjavík er frábær borg og hátíðin er æðisleg. Iceland Airwaves er mjög sérstök hátíð. Hér ertu með blöndu af hljómsveitum sem eru í mörgum tilfellum að stíga sín fyrstu skref í bland við heimsþekktar hljómsveitir.”

Aubrey dvelur að þessu sinni í um vikutíma á Íslandi en öruggt sé að húni komi aftur á næsta ári enda sé hún ástfangin af landi og þjóð.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×