Sogndal féll | Pálmi skoraði sitt níunda mark Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2014 19:24 Hjörtur Logi og félagar í Sogndal féllu niður um deild. heimasíða sogndal Lokaumferð norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta er nýlokið. Það var hlutskipti Hjartar Loga Valgarðssonar og félaga hans í Sogndal að falla niður um deild, en liðið tapaði 0-2 fyrir Stabæk á heimavelli. Bæði mörkin komu á síðustu þremur mínútum leiksins. Hjörtur lék 26 af 30 leikjum Sogndal á tímabilinu, skoraði eitt mark og gaf átta stoðsendingar. Brann fer í umspil upp á sæti í úrvalsdeildinni að ári, en liðið vann dramatískan sigur á Haugesund á útivelli. Andreas Vindheim tryggði Brann sigurinn með marki á lokamínútunni. Brann mætir Mjøndalen IF, sem var í 3. sæti 1. deildar, í umspilinu. Birkir Már Sævarsson, leikmaður Brann, tók út leikbann í leiknum í dag. Pálmi Rafn Pálmason skoraði annað mark Lillestrøm þegar liðið tapaði 3-2 fyrir Sarpsborg 08 á útivelli. Húsvíkingurinn spilaði allan leikinn, en Guðmundur Þórarinsson gerði slíkt hið sama fyrir Sarpsborg. Pálmi skoraði alls níu mörk fyrir Lillestrøm á tímabilinu en óvíst er hvort hann verði áfram í herbúðum liðsins. Rúnar Kristinsson, fyrrverandi þjálfari KR, hefur verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá Lillestrøm á undanförnum vikum. Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan tímann í miðri vörn Rosenborg sem vann öruggan sigur á Strømsgodset, 4-1. Með sigrinum tryggði Rosenborg sér 2. sætið í deildinni. Meistararnir í Molde unnu 2-0 sigur á Odd þar sem Björn Bergmann Sigurðarson sat allan tímann á varamannabekknum. Hannes Þór Halldórsson og Eiður Aron Sigurbjörnsson léku allan tímann þegar Sandnes Ulf tapaði 1-2 fyrir Aalesund á heimavelli. Þetta var síðasti leikur Sandnes í úrvalsdeildinni í bili, en liðið féll úr deildinni í síðustu umferð. Hannes Þ. Sigurðsson kom inn á sem varamaður á 77. mínútu hjá Úlfunum. Þrír Íslendingar voru í byrjunarliði Viking sem tapaði á útivelli fyrir Bodø/Glimt með þremur mörkum gegn tveimur. Indriði Sigurðsson, Björn Daníel Sverrisson og Jón Daði Böðvarsson byrjuðu allir, en Steinþór Freyr Þorsteinsson kom inn á sem varamaður á 80. mínútu. Viðar Örn Kjartansson komst ekki á blað þegar Vålerenga vann 1-0 sigur á Start. Selfyssingurinn endaði þó sem langmarkahæsti leikmaður deildarinnar með 25 mörk í 29 leikjum. Næstur á markalistanum var Christian Gytkjær sem skoraði 15 mörk fyrir Haugesund. Guðmudur Kristjánsson lék allan leikinn fyrir Start sem lauk leik í 12. sæti.Öll úrslit dagsins: Bodø/Glimt 3-2 Viking Molde 2-0 Odd Rosenborg 4-1 Strømsgodset Sandnes Ulf 1-2 Aelesund Sarpsborg 3-2 Lillestrøm Sogndal 0-2 Stabæk Vålerenga 1-0 Start Haugesund 2-3 Brann Lokastöðuna í deildinni má sjá á vef Verdens Gang. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Sjá meira
Lokaumferð norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta er nýlokið. Það var hlutskipti Hjartar Loga Valgarðssonar og félaga hans í Sogndal að falla niður um deild, en liðið tapaði 0-2 fyrir Stabæk á heimavelli. Bæði mörkin komu á síðustu þremur mínútum leiksins. Hjörtur lék 26 af 30 leikjum Sogndal á tímabilinu, skoraði eitt mark og gaf átta stoðsendingar. Brann fer í umspil upp á sæti í úrvalsdeildinni að ári, en liðið vann dramatískan sigur á Haugesund á útivelli. Andreas Vindheim tryggði Brann sigurinn með marki á lokamínútunni. Brann mætir Mjøndalen IF, sem var í 3. sæti 1. deildar, í umspilinu. Birkir Már Sævarsson, leikmaður Brann, tók út leikbann í leiknum í dag. Pálmi Rafn Pálmason skoraði annað mark Lillestrøm þegar liðið tapaði 3-2 fyrir Sarpsborg 08 á útivelli. Húsvíkingurinn spilaði allan leikinn, en Guðmundur Þórarinsson gerði slíkt hið sama fyrir Sarpsborg. Pálmi skoraði alls níu mörk fyrir Lillestrøm á tímabilinu en óvíst er hvort hann verði áfram í herbúðum liðsins. Rúnar Kristinsson, fyrrverandi þjálfari KR, hefur verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá Lillestrøm á undanförnum vikum. Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan tímann í miðri vörn Rosenborg sem vann öruggan sigur á Strømsgodset, 4-1. Með sigrinum tryggði Rosenborg sér 2. sætið í deildinni. Meistararnir í Molde unnu 2-0 sigur á Odd þar sem Björn Bergmann Sigurðarson sat allan tímann á varamannabekknum. Hannes Þór Halldórsson og Eiður Aron Sigurbjörnsson léku allan tímann þegar Sandnes Ulf tapaði 1-2 fyrir Aalesund á heimavelli. Þetta var síðasti leikur Sandnes í úrvalsdeildinni í bili, en liðið féll úr deildinni í síðustu umferð. Hannes Þ. Sigurðsson kom inn á sem varamaður á 77. mínútu hjá Úlfunum. Þrír Íslendingar voru í byrjunarliði Viking sem tapaði á útivelli fyrir Bodø/Glimt með þremur mörkum gegn tveimur. Indriði Sigurðsson, Björn Daníel Sverrisson og Jón Daði Böðvarsson byrjuðu allir, en Steinþór Freyr Þorsteinsson kom inn á sem varamaður á 80. mínútu. Viðar Örn Kjartansson komst ekki á blað þegar Vålerenga vann 1-0 sigur á Start. Selfyssingurinn endaði þó sem langmarkahæsti leikmaður deildarinnar með 25 mörk í 29 leikjum. Næstur á markalistanum var Christian Gytkjær sem skoraði 15 mörk fyrir Haugesund. Guðmudur Kristjánsson lék allan leikinn fyrir Start sem lauk leik í 12. sæti.Öll úrslit dagsins: Bodø/Glimt 3-2 Viking Molde 2-0 Odd Rosenborg 4-1 Strømsgodset Sandnes Ulf 1-2 Aelesund Sarpsborg 3-2 Lillestrøm Sogndal 0-2 Stabæk Vålerenga 1-0 Start Haugesund 2-3 Brann Lokastöðuna í deildinni má sjá á vef Verdens Gang.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Sjá meira