Lífið

„Það er ekkert grín að taka selfie með venjulegum síma, þegar maður er vaxinn eins og ég!“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Hafþór Júlíus Björnsson, sem betur er þekktur sem Fjallið úr Game of Thrones uppá síðkastið, mætti í röðina fyrir utan verslun Nova í dag þar sem sala á iPhone 6-símunum hófst klukkan átta í morgun.

Hafþór nældi sér í síma og var hæstánægður með það.

„Það er ekkert grín að taka selfie með venjulegum síma, þegar maður er vaxinn eins og ég!“ sagði Hafþór í röðinni.

Hann lét sér ekki nægja að fá sér iPhone 6 heldur fjárfesti líka í „selfie“-stöng eða löngustöng sem auðveldar honum allar sjálfsmyndatökur.

Hafþór gerði sér lítið fyrir og vippaði starfsmanni Nova uppá öxlina.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.