Manning sló eitt af stóru metunum í NFL-deildinni 20. október 2014 10:15 Ljósmyndarar þyrptust að Manning eftir leik í nótt. vísir/getty Goðsögnin Peyton Manning, leikstjórnandi Denver Broncos, bætti enn einni rósinni í hnappagat sitt í nótt í öruggum sigri liðsins á San Francisco 49ers. Hann sló þá met fyrrum leikstjórnanda Green Bay Packers, Brett Favre, yfir flestar snertimarkssendingar í sögu deildarinnar. Manning þurfti að ná þremur slíkum til að slá metið og hann afgreiddi málið með stæl í fyrri hálfleik. Hann jafnaði metið með glæsilegri sendingu á Wes Welker og bætti það síðan með sendingu á Demaryius Thomas. Þá skutu menn upp flugeldum og fögnuðu. Svo mikið að leikmenn andstæðinganna stóðust ekki mátið og fögnuðu með. Slík var gleðin. Manning endaði á því að kasta fjórum snertimarkssendingum í leiknum. Metið var 508 og hann er nú kominn með 510. Denver er búið að vinna fimm leiki og tapa einum en það er ekki besti árangurinn í deildinni. Dallas Cowboys hefur nefnilega unnið sex leiki í röð eftir að hafa tapað í fyrsta leik. Árangur liðsins komið flestum í opna skjöldu. Hlauparinn DeMarco Murray heldur áfram að slá í gegn en hann hefur hlaupið yfir 100 jarda í öllum sjö leikjunum sem er NFL-met.Varnarmaður 49ers klappar Manning á hjálminn rétt eftir að hann sló metið.vísir/gettyÞað eru annars fullt af áhugaverðum hlutum að gerast í deildinni. Meistarar Seattle töpuðu gegn St. Louis í gær og eru 3-3 í vetur. Hin frábæra vörn liðsins er ekki svipur hjá sjón og liðið er ekki í með sæti í úrslitakeppninni eins og staðan er núna. Arizona er með 5-1 árangur eins og Denver og Philadelphia. New England, Baltimore, Indianapolis, San Diego, Detroit og Green Bay eru öll 5-2.Úrslit: Baltimore-Atlanta 29-7 Buffalo-Minnesota 17-16 Chicago-Miami 14-27 Detroit-New Orleans 24-23 Green Bay-Carolina 38-17 Indianapolis-Cincinnati 27-0 Jacksonville-Cleveland 24-6 St. Louis-Seattle 28-26 Washington-Tennesee 19-17 San Diego-Kansas 20-23 Dallas-NY Giants 31-21 Oakland-Arizona 13-24 Denver-San Francisco 42-17Í nótt: Pittsburgh-HoustonStaðan í deildinni.Svona var gleðin er Peyton sló metið í nótt.vísir/getty NFL Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Goðsögnin Peyton Manning, leikstjórnandi Denver Broncos, bætti enn einni rósinni í hnappagat sitt í nótt í öruggum sigri liðsins á San Francisco 49ers. Hann sló þá met fyrrum leikstjórnanda Green Bay Packers, Brett Favre, yfir flestar snertimarkssendingar í sögu deildarinnar. Manning þurfti að ná þremur slíkum til að slá metið og hann afgreiddi málið með stæl í fyrri hálfleik. Hann jafnaði metið með glæsilegri sendingu á Wes Welker og bætti það síðan með sendingu á Demaryius Thomas. Þá skutu menn upp flugeldum og fögnuðu. Svo mikið að leikmenn andstæðinganna stóðust ekki mátið og fögnuðu með. Slík var gleðin. Manning endaði á því að kasta fjórum snertimarkssendingum í leiknum. Metið var 508 og hann er nú kominn með 510. Denver er búið að vinna fimm leiki og tapa einum en það er ekki besti árangurinn í deildinni. Dallas Cowboys hefur nefnilega unnið sex leiki í röð eftir að hafa tapað í fyrsta leik. Árangur liðsins komið flestum í opna skjöldu. Hlauparinn DeMarco Murray heldur áfram að slá í gegn en hann hefur hlaupið yfir 100 jarda í öllum sjö leikjunum sem er NFL-met.Varnarmaður 49ers klappar Manning á hjálminn rétt eftir að hann sló metið.vísir/gettyÞað eru annars fullt af áhugaverðum hlutum að gerast í deildinni. Meistarar Seattle töpuðu gegn St. Louis í gær og eru 3-3 í vetur. Hin frábæra vörn liðsins er ekki svipur hjá sjón og liðið er ekki í með sæti í úrslitakeppninni eins og staðan er núna. Arizona er með 5-1 árangur eins og Denver og Philadelphia. New England, Baltimore, Indianapolis, San Diego, Detroit og Green Bay eru öll 5-2.Úrslit: Baltimore-Atlanta 29-7 Buffalo-Minnesota 17-16 Chicago-Miami 14-27 Detroit-New Orleans 24-23 Green Bay-Carolina 38-17 Indianapolis-Cincinnati 27-0 Jacksonville-Cleveland 24-6 St. Louis-Seattle 28-26 Washington-Tennesee 19-17 San Diego-Kansas 20-23 Dallas-NY Giants 31-21 Oakland-Arizona 13-24 Denver-San Francisco 42-17Í nótt: Pittsburgh-HoustonStaðan í deildinni.Svona var gleðin er Peyton sló metið í nótt.vísir/getty
NFL Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira