Heilsa

Sítrusávextir slæmir fyrir tennurnar?

Rikka skrifar
Visir/Getty
Appelsínur, sítrónur og aðrir sítrusávextir eru stútfullir af C-vítamíni sem að styrkir kollagenframleiðslu líkamans auk þess sem að það er talið styrkja ónæmiskerfið. Því miður fylgja þessum góðu gestum leiðinlegar fréttir fyrir glerunginn.

Svo virðist sem að sítrusinn mýkji upp glerunginn og geri hann viðkvæmari, það er því ekki mælt með því að vera að japla á sítrusávöxtum í tíma og ótíma. 

Auðvitað þýðir þetta þó ekki að hætta eigi neyslu á ávöxtunum heldur er ráðlagt að skola munninn upp úr vatni eftir átið. Mælt er svo með því að bursta ekki tennurnar fyrr en hálftíma síðar þar sem að sítrusinn, sem fyrr segir, mýkir glerunginn og gerir hann því viðkvæmari fyrir tannburstun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.