Ingvar og Harpa kosin best - Stjarnan átti kvöldið - myndir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2014 19:08 Ingvar og Harpa með verðlaun sín. Vísir/Ernir Stjarnan átti kvöldið á verðlaunahátíð KSÍ í kvöld þar sem afhent voru verðlaun fyrir tímabilið í Pepsi-deild karla og kvenna í fótbolta. Stjarnan átti bæði bestu leikmenn og bestu þjálfara í deildunum.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, mætti á hófið í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir nepðan. Ingvar Jónsson, markvörður Íslandsmeistara stjörnunnar og Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar voru í kvöld kosin leikmenn ársins í Pepsi-deildunum en þau fengu verðlaunin afhent á verðlaunahátíð KSÍ. Harpa Þorsteinsdóttir var kosin best annað árið í röð en hún varð langmarkahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna í sumar. Ingvar varði frábærlega mark Stjörnunnar sem varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn. Elías Már Ómarsson, vængmaður Keflavíkur, var valin efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar karla í fótbolta en þetta er annað árið í röð sem Keflvíkingar eiga efnilegasta leikmann deildarinnar því Arnór Traustason fékk þessi verðlaun í fyrra. Guðrún Karítas Sigurðardóttir, framherji íA, var valin efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar kvenna í fótbolta en hún er dóttir Sigurðar Jónssonar, fyrrum landsliðsmanns og atvinnumanns í knattspyrnu. Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Íslands og bikarmeistara Stjörnunnar var valinn besti þjálfari ársins í Pepsi-deild kvenna en liðið vann tvöfalt í fyrsta sinn í sögu félagsins. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Íslandsmeistara Stjörnunnar var valinn besti þjálfari ársins í Pepsi-deild karla en undir hans stjórn varð Stjarnan Íslandsmeistari í fyrsta sinn í karlaflokki. Bestu dómararnir í Pepsi-deilum karla og kvenna voru valin Bríet Bragadóttir hjá konunum og Kristinn Jakobsson hjá körlunum.Verðlaunahafar 2014Bestu dómarar (valið af leikmönnum deildanna)Besti dómari í PD kvenna – Bríet BragadóttirBesti dómari í PD karla – Kristinn JakobssonMarkahæstu leikmenn PD kvenna1. sæti. 27 mörk, Harpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan2. sæti. 12 mörk, Shaneka Gordon (lék færri mínútur en Fanndís)3. sæti. 12 mörk, Fanndís Friðriksdóttir, BreiðablikMarkahæstu leikmenn PD karla1. sæti. 13 mörk, Gary Martin, KR2. sæti. 12 mörk, Jonathan Glenn, ÍBV3. sæti. 11 mörk, Ólafur Karl Finsen, StjarnanEfnilegustu leikmenn Pepsi-deilda (valið af leikmönnum deildanna)Efnilegasti leikmaður PD kvenna – Guðrún Karitas Sigurðardóttir, ÍAEfnilegasti leikmaður PD karla – Elías Már Ómarsson, KeflavíkBestu leikmenn (valið af leikmönnum deildanna)Besti leikmaður PD kvenna – Harpa Þorsteinsdóttir, StjarnanBesti leikmaður PD karla – Ingvar Jónsson, StjarnanÞjálfarar ársins (valið af valnefnd Ölgerðarinnar og KSÍ)Þjálfari ársins í PD kvenna – Ólafur Þór Guðbjörnsson, StjarnanÞjálfari ársins í PD karla – Rúnar Páll Sigmundsson, StjarnanViðurkenningar Borgunar og KSÍ fyrir heiðarlega framkomu (valið af háttvisinefnd KSÍ)Heiðarleg framkoma lið í PD kvenna kvenna - StjarnanHeiðarleg framkoma lið í PD karla - KRHeiðarleg framkoma einstaklingur í PD kvenna – Guðmunda Brynja Óladóttir, SelfossHeiðarleg framkoma einstaklingur í PD karla – Óskar Örn Hauksson, KRBestu stuðningsmenn (valið af valnefnd Ölgerðarinnar og KSÍ)Stuðningsmenn PD kvenna - SelfossStuðningsmenn PD karla - StjarnanVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/Ernir Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Fleiri fréttir Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Sjá meira
Stjarnan átti kvöldið á verðlaunahátíð KSÍ í kvöld þar sem afhent voru verðlaun fyrir tímabilið í Pepsi-deild karla og kvenna í fótbolta. Stjarnan átti bæði bestu leikmenn og bestu þjálfara í deildunum.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, mætti á hófið í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir nepðan. Ingvar Jónsson, markvörður Íslandsmeistara stjörnunnar og Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar voru í kvöld kosin leikmenn ársins í Pepsi-deildunum en þau fengu verðlaunin afhent á verðlaunahátíð KSÍ. Harpa Þorsteinsdóttir var kosin best annað árið í röð en hún varð langmarkahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna í sumar. Ingvar varði frábærlega mark Stjörnunnar sem varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn. Elías Már Ómarsson, vængmaður Keflavíkur, var valin efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar karla í fótbolta en þetta er annað árið í röð sem Keflvíkingar eiga efnilegasta leikmann deildarinnar því Arnór Traustason fékk þessi verðlaun í fyrra. Guðrún Karítas Sigurðardóttir, framherji íA, var valin efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar kvenna í fótbolta en hún er dóttir Sigurðar Jónssonar, fyrrum landsliðsmanns og atvinnumanns í knattspyrnu. Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Íslands og bikarmeistara Stjörnunnar var valinn besti þjálfari ársins í Pepsi-deild kvenna en liðið vann tvöfalt í fyrsta sinn í sögu félagsins. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Íslandsmeistara Stjörnunnar var valinn besti þjálfari ársins í Pepsi-deild karla en undir hans stjórn varð Stjarnan Íslandsmeistari í fyrsta sinn í karlaflokki. Bestu dómararnir í Pepsi-deilum karla og kvenna voru valin Bríet Bragadóttir hjá konunum og Kristinn Jakobsson hjá körlunum.Verðlaunahafar 2014Bestu dómarar (valið af leikmönnum deildanna)Besti dómari í PD kvenna – Bríet BragadóttirBesti dómari í PD karla – Kristinn JakobssonMarkahæstu leikmenn PD kvenna1. sæti. 27 mörk, Harpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan2. sæti. 12 mörk, Shaneka Gordon (lék færri mínútur en Fanndís)3. sæti. 12 mörk, Fanndís Friðriksdóttir, BreiðablikMarkahæstu leikmenn PD karla1. sæti. 13 mörk, Gary Martin, KR2. sæti. 12 mörk, Jonathan Glenn, ÍBV3. sæti. 11 mörk, Ólafur Karl Finsen, StjarnanEfnilegustu leikmenn Pepsi-deilda (valið af leikmönnum deildanna)Efnilegasti leikmaður PD kvenna – Guðrún Karitas Sigurðardóttir, ÍAEfnilegasti leikmaður PD karla – Elías Már Ómarsson, KeflavíkBestu leikmenn (valið af leikmönnum deildanna)Besti leikmaður PD kvenna – Harpa Þorsteinsdóttir, StjarnanBesti leikmaður PD karla – Ingvar Jónsson, StjarnanÞjálfarar ársins (valið af valnefnd Ölgerðarinnar og KSÍ)Þjálfari ársins í PD kvenna – Ólafur Þór Guðbjörnsson, StjarnanÞjálfari ársins í PD karla – Rúnar Páll Sigmundsson, StjarnanViðurkenningar Borgunar og KSÍ fyrir heiðarlega framkomu (valið af háttvisinefnd KSÍ)Heiðarleg framkoma lið í PD kvenna kvenna - StjarnanHeiðarleg framkoma lið í PD karla - KRHeiðarleg framkoma einstaklingur í PD kvenna – Guðmunda Brynja Óladóttir, SelfossHeiðarleg framkoma einstaklingur í PD karla – Óskar Örn Hauksson, KRBestu stuðningsmenn (valið af valnefnd Ölgerðarinnar og KSÍ)Stuðningsmenn PD kvenna - SelfossStuðningsmenn PD karla - StjarnanVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/Ernir
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Fleiri fréttir Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Sjá meira