Poulter: Ákvarðanir Watsons voru stórfurðulegar Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. október 2014 15:00 Tom Watson vann sem fyrirliði 1993 en tapaði í ár. Ian Poulter var í sigurliði Evrópu. vísir/getty Enski kylfingurinn Ian Poulter, sem var í sigurliði Evrópu í Ryder-bikarnum í ár, segir það stórfurðulegt hvernig TomWatson, fyrirliði bandaríska liðsins, stýrði sínum mönnum. Watson var harðlega gagnrýndur fyrir sumar ákvarðanir sem hann tók á mótinu, en Evrópa varði titilinn sem liðið vann í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum síðan með sigri upp á 16 og hálfan vinning gegn ellefum og hálfum. „Ákvarðanir Tom Watsons voru stórfurðulegar og óskiljanlegar. Þær hvöttu okkur alveg til dáða. Þetta var mjög undarlegt,“ segir Poulter í nýútkominni ævisögu sinni. Poulter fannst til dæmis skrítið að Watson skildi ekki hafa parað PhilMickelson og Keegan Bradley saman á laugardeginum. Mickelson og Bradley unnu alla þrjá leikina sem þeir spiluðu saman fyrir tveimur árum og annan af tveimur sem þeir spiluðu saman á föstudeginum í ár. „Flestir í evrópska liðinu áttu ekki orð þegar þeir sáu liðin á laugardeginum og þeir voru ekki saman. Það sagði okkur bara að það voru vandræði í herbúðum Bandaríkjanna. Það er eina ástæðan fyrir því að para ekki saman kylfinga á borð við þá tvo,“ segir Ian Poulter. Golf Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Enski kylfingurinn Ian Poulter, sem var í sigurliði Evrópu í Ryder-bikarnum í ár, segir það stórfurðulegt hvernig TomWatson, fyrirliði bandaríska liðsins, stýrði sínum mönnum. Watson var harðlega gagnrýndur fyrir sumar ákvarðanir sem hann tók á mótinu, en Evrópa varði titilinn sem liðið vann í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum síðan með sigri upp á 16 og hálfan vinning gegn ellefum og hálfum. „Ákvarðanir Tom Watsons voru stórfurðulegar og óskiljanlegar. Þær hvöttu okkur alveg til dáða. Þetta var mjög undarlegt,“ segir Poulter í nýútkominni ævisögu sinni. Poulter fannst til dæmis skrítið að Watson skildi ekki hafa parað PhilMickelson og Keegan Bradley saman á laugardeginum. Mickelson og Bradley unnu alla þrjá leikina sem þeir spiluðu saman fyrir tveimur árum og annan af tveimur sem þeir spiluðu saman á föstudeginum í ár. „Flestir í evrópska liðinu áttu ekki orð þegar þeir sáu liðin á laugardeginum og þeir voru ekki saman. Það sagði okkur bara að það voru vandræði í herbúðum Bandaríkjanna. Það er eina ástæðan fyrir því að para ekki saman kylfinga á borð við þá tvo,“ segir Ian Poulter.
Golf Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira