Þingmaður vildi að lögreglan kærði Álfheiði og Steingrím Aðalsteinn Kjartansson skrifar 28. október 2014 10:55 Fjölmörg vitnu voru að símtali Álfheiðar úr glerhýsi sem tengir saman byggingar þinghússins. Vísir/Valli Þingmenn kvörtuðu undan háttsemi Álfheiðar Ingadóttur og Steingríms J. Sigfússonar í tengslum við mótmæli fyrir utan Alþingishúsið þann 20. janúar árið 2009. Þá voru þau bæði þingmenn Vinstri grænna. Þetta kemur fram í skýrslu sem Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, vann um mótmæli á árunum 2008 til 2011. Þar kemur einnig fram að þingmaður Samfylkingarinnar hafi sagt rétt að kæra Álfheiði og Steingrím vegna samskipta við mótmælendur.Vildu að Álfheiður yrði kærð Í skýrslunni segir að það hafi verið „auðséð að hún var í sambandi við einhvern/einhverja mótmælendur, sem kom skilaboðum áleiðis“. Samskiptin hafi orðið til þess að nokkur hópur mótmælenda fór á hreyfingu og streymdi með meiri þunga bak við Alþingi og reyndi að brjóta rúður í þjónustuskála þingsins. Þá kemur einnig fram að mótmælendur höfðu haft upplýsingar um hvar þeir sem handteknir voru í mótmælunum væru geymdir frá Steingrími.Lúðvík sagði í samtali við Geir Jón að hann teldi rétt að lögreglan kærði þá eða þann sem hafi átt þátt í að æsa upp mótmælendur.Vísir/GVASérstakleg er minnst á að Lúðvík Bergvinsson, þáverandi þingmaður Samfylkingarinnar, og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi kvartað undan Álfheiði við lögreglu vegna símtals sem þeir urðu vitni að. Þeir töldu hana vera í samskiptum við mótmælendur. „Voru þeir alveg gáttaðir á þessum inngripum hennar við mótmælendur og bentu [Geir Jón Þórissyni] á að hér gæti verið um lögbrot að ræða,“ segir í skýrslunni. Í skýrslunni segir að Geir Jón hafi eftir mótmælin rætt við þingmenn og starfsmenn þingsins. Meðal annars að hann hafi rætt við Lúðvík sem sagðist vita vel af háttsemi Álfheiðar og Steingríms og liti hann þetta mjög alvarlegum augum og ekki spurning að lögreglan kærði þá eða þann sem hefði staðið að þessu.Kallaði sérsveitarmann lífvarðatittLiðsmaðurinn í sérsveit ríkislögreglustjóra sem hafði það hlutverk að gæta Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, á meðan mótmælunum stóð skrifaði sérstaka greinargerð um samskipti sín við Álfheiði þennan dag mótmælanna. Hann segist hafa beðið Álfheiði að standa ekki úti í glerhýsinu sem er á milli nýja hússins og gamla hússins þar sem þingsalurinn er. Það þótti æsa upp mótmælendur ef þingmenn sæjust horfa yfir fjöldann. Sérsveitarmaðurinn segir að Álfheiður hafi brugðist illa við og óskað eftir því að vita hver hann væri. „Ég kynnti henni það og sagðist vera lögreglumaður. Hún kynnti mér þá að mér kæmi ekkert við hvernig hún hagaði sinni vinnu í þessu húsið, hún væri alþingismaður og þetta væri hennar vinnustaður og lögreglunni kæmi ekkert við hvað hún væri að gera,“ segir hann í skýrslunni. Í kjölfarið hafi hann farið en Álfheiður elt hann og hrópað að sér. Hún hafi svo kallað á Kolbrúnu Halldórsdóttur, þáverandi þingmann VG, og Steingrím og sagt þeim að „leynilögregla“ væri að fylgjast með sér í vinnunni. Sérsveitarmaðurinn segist í kjölfarið hafa gengið í burtu og Álfheiður kallað á eftir sér „já farðu bara lífvarðartitturinn þinn sem eltir ráðherraræfil alla daga“. Alþingi Tengdar fréttir Lögreglan vöruð við eldvörpu í mótmælunum árið 2009 Í búsáhaldarbyltingunni barst tilkynning um grunsamlegt samtal í Húsasmiðjunni. 27. október 2014 23:12 Lögreglan sendi óeinkennisklædda nemendur lögregluskólans út á meðal mótmælenda Sendu óeikennisklædda lögreglumenn út á meðal mótmælenda í nokkur skipti til að afla upplýsinga um hvað stæði til að gera. 28. október 2014 11:26 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Þingmenn kvörtuðu undan háttsemi Álfheiðar Ingadóttur og Steingríms J. Sigfússonar í tengslum við mótmæli fyrir utan Alþingishúsið þann 20. janúar árið 2009. Þá voru þau bæði þingmenn Vinstri grænna. Þetta kemur fram í skýrslu sem Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, vann um mótmæli á árunum 2008 til 2011. Þar kemur einnig fram að þingmaður Samfylkingarinnar hafi sagt rétt að kæra Álfheiði og Steingrím vegna samskipta við mótmælendur.Vildu að Álfheiður yrði kærð Í skýrslunni segir að það hafi verið „auðséð að hún var í sambandi við einhvern/einhverja mótmælendur, sem kom skilaboðum áleiðis“. Samskiptin hafi orðið til þess að nokkur hópur mótmælenda fór á hreyfingu og streymdi með meiri þunga bak við Alþingi og reyndi að brjóta rúður í þjónustuskála þingsins. Þá kemur einnig fram að mótmælendur höfðu haft upplýsingar um hvar þeir sem handteknir voru í mótmælunum væru geymdir frá Steingrími.Lúðvík sagði í samtali við Geir Jón að hann teldi rétt að lögreglan kærði þá eða þann sem hafi átt þátt í að æsa upp mótmælendur.Vísir/GVASérstakleg er minnst á að Lúðvík Bergvinsson, þáverandi þingmaður Samfylkingarinnar, og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi kvartað undan Álfheiði við lögreglu vegna símtals sem þeir urðu vitni að. Þeir töldu hana vera í samskiptum við mótmælendur. „Voru þeir alveg gáttaðir á þessum inngripum hennar við mótmælendur og bentu [Geir Jón Þórissyni] á að hér gæti verið um lögbrot að ræða,“ segir í skýrslunni. Í skýrslunni segir að Geir Jón hafi eftir mótmælin rætt við þingmenn og starfsmenn þingsins. Meðal annars að hann hafi rætt við Lúðvík sem sagðist vita vel af háttsemi Álfheiðar og Steingríms og liti hann þetta mjög alvarlegum augum og ekki spurning að lögreglan kærði þá eða þann sem hefði staðið að þessu.Kallaði sérsveitarmann lífvarðatittLiðsmaðurinn í sérsveit ríkislögreglustjóra sem hafði það hlutverk að gæta Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, á meðan mótmælunum stóð skrifaði sérstaka greinargerð um samskipti sín við Álfheiði þennan dag mótmælanna. Hann segist hafa beðið Álfheiði að standa ekki úti í glerhýsinu sem er á milli nýja hússins og gamla hússins þar sem þingsalurinn er. Það þótti æsa upp mótmælendur ef þingmenn sæjust horfa yfir fjöldann. Sérsveitarmaðurinn segir að Álfheiður hafi brugðist illa við og óskað eftir því að vita hver hann væri. „Ég kynnti henni það og sagðist vera lögreglumaður. Hún kynnti mér þá að mér kæmi ekkert við hvernig hún hagaði sinni vinnu í þessu húsið, hún væri alþingismaður og þetta væri hennar vinnustaður og lögreglunni kæmi ekkert við hvað hún væri að gera,“ segir hann í skýrslunni. Í kjölfarið hafi hann farið en Álfheiður elt hann og hrópað að sér. Hún hafi svo kallað á Kolbrúnu Halldórsdóttur, þáverandi þingmann VG, og Steingrím og sagt þeim að „leynilögregla“ væri að fylgjast með sér í vinnunni. Sérsveitarmaðurinn segist í kjölfarið hafa gengið í burtu og Álfheiður kallað á eftir sér „já farðu bara lífvarðartitturinn þinn sem eltir ráðherraræfil alla daga“.
Alþingi Tengdar fréttir Lögreglan vöruð við eldvörpu í mótmælunum árið 2009 Í búsáhaldarbyltingunni barst tilkynning um grunsamlegt samtal í Húsasmiðjunni. 27. október 2014 23:12 Lögreglan sendi óeinkennisklædda nemendur lögregluskólans út á meðal mótmælenda Sendu óeikennisklædda lögreglumenn út á meðal mótmælenda í nokkur skipti til að afla upplýsinga um hvað stæði til að gera. 28. október 2014 11:26 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Lögreglan vöruð við eldvörpu í mótmælunum árið 2009 Í búsáhaldarbyltingunni barst tilkynning um grunsamlegt samtal í Húsasmiðjunni. 27. október 2014 23:12
Lögreglan sendi óeinkennisklædda nemendur lögregluskólans út á meðal mótmælenda Sendu óeikennisklædda lögreglumenn út á meðal mótmælenda í nokkur skipti til að afla upplýsinga um hvað stæði til að gera. 28. október 2014 11:26