Martin Laird leiðir í Kaliforníu 11. október 2014 14:56 Martin Laird á öðrum hring í gær. AP Skotinn Martin Laird leiðir eftir tvo hringi á Frys.com mótinu sem fram fer á Silverado vellinum í Kaliforníu en hann er á tíu höggum undir pari. Laird hefur leikið báða hringina á 67 höggum eða fimm undir pari en fast á hæla honum koma þeir Sang-Moon Bae og Zachary Blair á níu höggum undir. Nokkur þekkt nöfn eru ofarlega á skortöflunni en þar má meðal annars nefna japanska ungstirnið Hideki Matsuyama á sjö undir, Hunter Mahan á sex undir og reynsluboltinn Matt Kuchar á fimm höggum undir pari. Sigurvegari síðasta árs, Jimmy Walker, er á þremur höggum undir pari en hann lék á 66 höggum í gær og leiðrétti stöðu sína mikið eftir slakan fyrsta hring. Þá hafa augu margra verið á Jarrod Lyle sem er að leika í sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni eftir að hafa barist við hvítblæði undanfarin tvö ár en hann náði niðurskurðinum og er á tveimur höggum undir pari. Þriðji hringur fer fram í kvöld en bein útsending verður á Golfstöðinni frá klukkan 21:00. Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Leik lokið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Skotinn Martin Laird leiðir eftir tvo hringi á Frys.com mótinu sem fram fer á Silverado vellinum í Kaliforníu en hann er á tíu höggum undir pari. Laird hefur leikið báða hringina á 67 höggum eða fimm undir pari en fast á hæla honum koma þeir Sang-Moon Bae og Zachary Blair á níu höggum undir. Nokkur þekkt nöfn eru ofarlega á skortöflunni en þar má meðal annars nefna japanska ungstirnið Hideki Matsuyama á sjö undir, Hunter Mahan á sex undir og reynsluboltinn Matt Kuchar á fimm höggum undir pari. Sigurvegari síðasta árs, Jimmy Walker, er á þremur höggum undir pari en hann lék á 66 höggum í gær og leiðrétti stöðu sína mikið eftir slakan fyrsta hring. Þá hafa augu margra verið á Jarrod Lyle sem er að leika í sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni eftir að hafa barist við hvítblæði undanfarin tvö ár en hann náði niðurskurðinum og er á tveimur höggum undir pari. Þriðji hringur fer fram í kvöld en bein útsending verður á Golfstöðinni frá klukkan 21:00.
Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Leik lokið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira