Fótbolti

Hólmfríður skoraði í stórsigri Avaldsnes

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hólmfríður Magnúsdóttir.
Hólmfríður Magnúsdóttir. Vísir/Arnþór
Hólmfríður Magnúsdóttir kom inná sem varamaður þegar Avaldsnes vann 5-0 stórsigur á Röa í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Tvö Íslendingalið unnu því góða sigra því Jón Páll Pálmason stýrði Klepp-liðinu einnig til sigurs.

Þetta var fjórði sigur Avaldsnes-liðsins í röð sem er nú í fjórða sæti deildarinnar.

Þórunn Helga Jónsdóttir spilaði allan leikinn á miðju Avaldsnes en Hólmfríður kom inná sem varamaður á 59. mínútu þegar staðan var orðin 3-0.

Hólmfríður skoraði markið sitt á 75. mínútu eftir að hafa komist inn í sendingu varnarmanns og lyft boltanum laglega yfir markvörðinn.

Cecilie Pedersen skoraði þrennu fyrir Avaldsnes en hún átti einnig eina stoðsendingu á félaga sína.

Jón Páll Pálmason stýrði Klepp til 4-1 sigurs á móti Medkila þrátt fyrir að vera 0-1 undir í hálfleik. Hálfleiksræða Jóns Páls fór greinilega vel í hans stelpur því þær skoruðu fjögur mörk í seinni hálfleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×