Íslenski boltinn

Theodór áfram í Mosfellsbænum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Theodór tók við Afturelding skömmu fyrir mót.
Theodór tók við Afturelding skömmu fyrir mót. Mynd/Afturelding
Theodór Sveinjónsson verður áfram við stjórnvölinn hjá liði Aftureldingar í Pepsi-deild kvenna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu.

Theodór tók við Aftureldingu af John Andrews skömmu fyrir tímabilið og undir hans stjórn tókst Mosfellingum að bjarga sér frá falli í lokaumferðinni.

Í tilkynningunni segir:

„Theódór mun byggja ofan á þann árangur sem náðist síðasta sumar.  Liðið varð sterkara eftir því sem á mótið leið – enda fékk Theodór ekki nema 2ja mánaða undirbúning fyrir mótið, þar sem hann tók við liðinu undir lok mars á síðasta ári, eftir að John Andrews hætti með liðið.  

„Auk þess að byggja á núverandi liði mun Afturelding bæta við sig og styrkja með innlendum leikmönnum.  Það verður því spennandi að sjá Tedda fá heilt undirbúningstímabil til að búa liðið undir átök næsta sumars

„Tedda til aðstoðar verður Bill Puckett – sem einnig var aðstoðarþjálfari síðasta tímabil.  Bill þekkir knattspyrnuna út og inn, enda uppalinn í Mekka boltans á Englandi og kemur hann frá Southampton.

„Þessu til viðbótar í þjálfarateymi liðsins verða styrktarþjálfari, sjúkraþjálfari, markmannsþjálfari, forvarnar þjálfari o.fl.

Afturelding endaði í 8. sæti í Pepsi-deild kvenna í sumar – en stefnir á að festa sig í sessi um fyrir ofan miðju.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×