Fótbolti

Þjálfari Lilleström hættur - dyrnar opnar fyrir Rúnar?

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Er Rúnar að yfirgefa KR?
Er Rúnar að yfirgefa KR? vísir/valli
Magnus Haglund, þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström, hættir störfum hjá félaginu eftir að tímabilinu lýkur, en þetta kemur fram á Rb.no.

Haglund, sem verður líklega næsti þjálfari Elfsborg í Svíþjóð, ákvað að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum. Hann klárar leiktíðina, en fjórar umferðir eru eftir af norsku úrvalsdeildinni.

Þetta opnar dyrnar fyrir Rúnar Kristinsson, þjálfara KR, sem hefur verið sterklega orðaður við þjálfarastarfið hjá Lilleström undanfarið ár.

Torgeir Bjarmann, yfirmaður knattspyrnumála hjá Lilleström, er góðvinur Rúnars og fyrrverandi samherji, en hann er talinn vilja fá Rúnar til starfa.

Bjarmann er spurður beint út á Rb.no hvort Rúnar Kristinsson verði næsti þjálfari Lilleström og hann svarar: „Við erum að hefja leit að nýjum þjálfara og ég tjái mig ekki frekar fyrr en að henni lokinni.“

Rúnar gerði KR að bikarmeisturum í sumar, en liðið hafði í þriðja sæti Pepsi-deildarinnar. Hann gerði KR að Íslandsmeisturum árin 2011 og 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×