Jimenez vill vera fyrirliði Evrópu í næsta Ryder-bikar 16. október 2014 08:00 Jimenez á sér marga aðdáendur enda lífsglaður með eindæmum. AP/Getty Spánverjinn litríki, Miguel Angel Jimenez, hefur gefið það út að hann væri til í að vera fyrirliði Evrópuliðsins í næsta Ryder-bikar sem fram fer á Hazeltine vellinum í Bandaríkjunum árið 2016. Jimenez er sjálfur einn sigursælasti kylfingur í sögu Evrópumótaraðarinnar en hann hefur sigrað í 25 atvinnumótum á ferlinum. Þá er hann einnig hokinn af reynslu í Rydernum en hann hefur fjórum sinnum verið meðlimur í liði Evrópu ásamt því að hafa verið aðstoðarmaður fyrirliða tvisvar, fyrst hjá Seve Ballesteros árið 1997 og síðan aftur á Gleneagles í síðasta mánuði þar sem hann aðstoðaði Paul McGinley. „Ég myndi elska að fá tækifæri til að leiða Evrópuliðið, að vera fyrirliði er eitthvað sem alla kylfinga sem hafa leikið í Rydernum dreymir um,“ sagði Jimenez við fréttamenn í Hong Kong, þar sem hann freistar þess að verja titil sinn á Opna Hong Kong mótinu í þriðja sinn í röð um helgina. „Ég hef látið alla vita að ég hef áhuga á að fá þetta verkefni og vonandi verður mér treyst fyrir þessu.“ Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Leik lokið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Spánverjinn litríki, Miguel Angel Jimenez, hefur gefið það út að hann væri til í að vera fyrirliði Evrópuliðsins í næsta Ryder-bikar sem fram fer á Hazeltine vellinum í Bandaríkjunum árið 2016. Jimenez er sjálfur einn sigursælasti kylfingur í sögu Evrópumótaraðarinnar en hann hefur sigrað í 25 atvinnumótum á ferlinum. Þá er hann einnig hokinn af reynslu í Rydernum en hann hefur fjórum sinnum verið meðlimur í liði Evrópu ásamt því að hafa verið aðstoðarmaður fyrirliða tvisvar, fyrst hjá Seve Ballesteros árið 1997 og síðan aftur á Gleneagles í síðasta mánuði þar sem hann aðstoðaði Paul McGinley. „Ég myndi elska að fá tækifæri til að leiða Evrópuliðið, að vera fyrirliði er eitthvað sem alla kylfinga sem hafa leikið í Rydernum dreymir um,“ sagði Jimenez við fréttamenn í Hong Kong, þar sem hann freistar þess að verja titil sinn á Opna Hong Kong mótinu í þriðja sinn í röð um helgina. „Ég hef látið alla vita að ég hef áhuga á að fá þetta verkefni og vonandi verður mér treyst fyrir þessu.“
Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Leik lokið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira