Íslenski boltinn

Jóhannes Karl farinn frá Fram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Daníel
Knattspyrnudeild Fram hefur komist að samkomulagi við Jóhannes Karl Guðjónsson um riftun samnings þess síðarnefnda við félagið.

Þetta staðfesti Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, í samtali við Vísi í dag.

„Það var sameiginleg ákvörðun að ganga frá riftun samningsins og var gengið frá því í dag,“ sagði Sverrir við Vísi.

Jóhannes Karl gekk í raðir Fram í desember í fyrra og gerði þá tveggja ára samning. Bjarni, bróðir hans, var þjálfari liðsins en enn er óvíst hvort hann haldi áfram með félagið.

Uppsagnarákvæði var í samningi Jóhannesar sem sagði við Vísi í síðustu viku að hann vildi vera áfram í efstu deild. Það var aldrei mjög líklegt að hann færi niður með Fram.

„Hugurinn er þar [í efstu deild]. Ég vil áfram vera í deild þeirra bestu - það hefur engin breyting verið á því ... Mig langar að taka eitt ár allavega til viðbótar í efstu deild,“ sagði Jóhannes við Vísi í síðustu viku.

Jóhannes Karl skoraði tvö mörk fyrir Fram í sumar og lagði upp fjögur til viðbótar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×