Íslenski boltinn

Blikar reyndu að fá þjálfara frá Danmerkurmeisturunum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Allan Kuhn var í viðræðum við Blika.
Allan Kuhn var í viðræðum við Blika. mynd/aabsport.dk
Breiðablik gerði tilraun til að fá danskan þjálfara til starfa áður en ArnarGrétarsson var ráðinn nýr þjálfari Pepsi-deildar liðsins á mánudaginn.

Maðurinn sem um ræðir heitir AllanKuhn og er aðstoðarþjálfari Danmerkurmeistara Álaborgar, en því starfi hefur hann sinnt undanfarin þrjú ár.

Þar áður starfaði hann sem aðstoðarþjálfari Randers, en hann var einnig aðalþjálfari Midtjylland frá 2009-2011.

Kuhn stýrir AaB-liðinu á Old Trafford 2008.vísir/afp
Samkvæmt heimildum Vísis kom Allan Kuhn til landsins undir lok síðasta mánaðar og ræddi við Blika, en samningaviðræður gengu ekki upp.

„Við töluðum við marga aðila og hann var einn af þeim. Annars er ekkert meira um það að segja. Við erum búin að ráða þjálfara,“ segir BorghildurSigurðardóttir, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, við Vísi.

Kuhn hefur áður starfað hjá AaB, en hann var aðstoðarþjálfari þess frá 2004-2009 og tók við liðinu tímabundið árið 2008 þegar aðalþjálfarinn var látinn fara.

Hann stýrði því meðal annars í Meistaradeildarleik gegn Manchester United á Old Trafford þar sem danska liðið náði óvæntu 2-2 jafnefli. Kuhn stýrði Álaborgarliðinu án þess að tapa í fjórtán leikjum í röð sem varð til þess að hann fékk starfið hjá Midtjylland.

Breiðablik hafnaði í sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar, en liðið missti ÓlafKristjánsson í atvinnumennsku til Nordsjælland í byrjun sumars.

Guðmundur Benediktsson tók við liðinu eftir fyrstu sex umferðirnar og var með það í Evrópubaráttu í síðustu umferðunum Pepsi-deildarinnar. Hann fékk svo ekki áframhaldandi samning hjá Breiðabliki.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×