Martin Kaymer sigraði á Grand Slam mótinu í Bermúda 15. október 2014 23:14 Kaymer fagnar titlinum í dag. Getty Þjóðverjinn Martin Kaymer sigraði á PGA Grand Slam golfmótinu sem kláraðist í dag en alla jafna hafa aðeins fjórir kylfingar þátttökurétt í mótinu sem unnið hafa risamót á árinu. Í ár léku Bubba Watson sem sigraði Masters mótið, Martin Kaymer sem sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu og Rory McIlroy sem sigraði á Opna breska og PGA-meistaramótinu. Þá fékk reynsluboltinn Jim Furyk einnig sérstakt boð um að vera með að þessu sinni þar sem McIlroy sigraði á tveimur risamótum á árinu. Leiknir voru tveir hringir á Port Royal vellinum í Bermúda en eftir fyrri hringinn hafði Kaymer tveggja högga forskot á Bubba Watson eftir að hafa leikið á 65 höggum eða sex undir pari. McIlroy sat í þriðja sæti, fjórum höggum á eftir Kaymer en Norður-Írinn spilaði sig út úr mótinu með hræðilegum seinni hring í dag. Á meðan náði Jim Furyk sér aldrei á strik en hann endaði að lokum í síðasta sæti. Baráttan var því milli Kaymer og Watson á lokahringnum og eftir að hafa fengið þrjá fugla í röð á seinni níu holunum hafði Watson tveggja högga forskot á Kaymer þegar að þeir komu á 17. teig. Þar brást Watson þó bogaistinn og hann þurfti að sætta sig við skolla eftir hræðilegt upphafshögg á meðan að Kaymer fékk fugl og staðan því jöfn fyrir 18. holu. Báðir kylfingar fengu par á lokaholunni og því þurfti að grípa til bráðabana sem stóð stutt yfir þar sem Þjóðverjinn fékk fugl á fyrstu holu og tryggði sér sigurinn. Fyrir ómakið fékk Kaymer rúmlega 72 milljónir króna í verðlaunafé en það verður að teljast ágætis upphæð fyrir tvo, en þó mjög vel spilaða golfhringi. Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Leik lokið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Þjóðverjinn Martin Kaymer sigraði á PGA Grand Slam golfmótinu sem kláraðist í dag en alla jafna hafa aðeins fjórir kylfingar þátttökurétt í mótinu sem unnið hafa risamót á árinu. Í ár léku Bubba Watson sem sigraði Masters mótið, Martin Kaymer sem sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu og Rory McIlroy sem sigraði á Opna breska og PGA-meistaramótinu. Þá fékk reynsluboltinn Jim Furyk einnig sérstakt boð um að vera með að þessu sinni þar sem McIlroy sigraði á tveimur risamótum á árinu. Leiknir voru tveir hringir á Port Royal vellinum í Bermúda en eftir fyrri hringinn hafði Kaymer tveggja högga forskot á Bubba Watson eftir að hafa leikið á 65 höggum eða sex undir pari. McIlroy sat í þriðja sæti, fjórum höggum á eftir Kaymer en Norður-Írinn spilaði sig út úr mótinu með hræðilegum seinni hring í dag. Á meðan náði Jim Furyk sér aldrei á strik en hann endaði að lokum í síðasta sæti. Baráttan var því milli Kaymer og Watson á lokahringnum og eftir að hafa fengið þrjá fugla í röð á seinni níu holunum hafði Watson tveggja högga forskot á Kaymer þegar að þeir komu á 17. teig. Þar brást Watson þó bogaistinn og hann þurfti að sætta sig við skolla eftir hræðilegt upphafshögg á meðan að Kaymer fékk fugl og staðan því jöfn fyrir 18. holu. Báðir kylfingar fengu par á lokaholunni og því þurfti að grípa til bráðabana sem stóð stutt yfir þar sem Þjóðverjinn fékk fugl á fyrstu holu og tryggði sér sigurinn. Fyrir ómakið fékk Kaymer rúmlega 72 milljónir króna í verðlaunafé en það verður að teljast ágætis upphæð fyrir tvo, en þó mjög vel spilaða golfhringi.
Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Leik lokið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira