Innlent

Samkeppniseftirlitið fer fram á opinbera rannsókn á leka

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Eimskipafélagið hefur tilkynnt að það hyggist kæra Samkeppniseftirlitið fyrir lekann.
Eimskipafélagið hefur tilkynnt að það hyggist kæra Samkeppniseftirlitið fyrir lekann. Vísir / GVA

Samkeppniseftirlitið hefur fram á að ríkissaksóknari hefji opinbera rannsókn á því hvaðan og hvernig trúnaðarupplýsingum um kæru Samkeppniseftirlitsins til sérstaks saksóknara á hendur stjórnendum og starfsmönnum Eimskips og Samskipa var lekið til Kastljóss.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá eftirlitinu. Þar segir að Samkeppniseftirlitið líti málið mjög alvarlegum augum og að gripið hafi verið til aðgerða vegna lekans.

 „Hefur ríkissaksóknara verið greint frá þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til innan Samkeppniseftirlitsins til þess að ganga úr skugga um hvort upplýsingarnar hafi borist þaðan og jafnframt auðvelda rannsókn málsins,“ segir í tilkynningunni.

Fyrirtækin sem um ræðir hafa einnig gagnrýnt upplýsingalekann en þau hafna því að hafa átt með sér ólögmætt samráð, líkt og þau hafa verið kærð fyrir. Eimskipafélagið hefur einnig tilkynnt að lögmönnum félagsins hafi verið falið að undirbúa kæru til lögreglu þar sem verður óskað eftir rannsókn á meintum leka á gögnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×