Innlent

Nýr Cayenne - spennandi breytingar

Finnur Thorlacius skrifar
vísir
Nú á laugardaginn frumsýnir Bílabúð Benna nýjan Porsche Cayenne. Óhætt er að fullyrða að hér sé verið að kynna til sögunnar margar spennandi breytingar á hinum eina sanna Cayenne. Má þar fyrst nefna sportlegar útlitsbreytingar sem birtast m.a. í stærra grilli í ætt við Macan sportjeppann og stórglæsileg Bi-Xenon framljós, ásamt nýjum afturljósum.

Hvað varðar kraftinn - þá liggur stærsta breytingin á Cayenne Diesel í nýrri og öflugri 262 hestafla dísilvél með 580 Nm togi sem skilar bílnum í 100 km hraða á 7,3 sekúndum þrátt fyrir að eyða aðeins 6,6 l á 100 km.

Nýr Cayenne Turbo er enn öflugri en áður eða heil 520 hestöfl og einungis 4,4 sekúndur í hundraðið. Heilt yfir hefur tekist að minnka eyðsluna og útblásturinn umtalsvert í öllum nýjum Cayenne. Í tilkynningu frá Bílabúð Benna er vakin sérstök athygli á að þrátt fyrir öflugri vél og ríkulegri staðalbúnað þá helst verðið óbreytt á Cayenne Diesel.

En sjón er sögu ríkari. Frumsýningin stendur yfir frá kl. 12:00 til 16:00 á laugardaginn og eru allir hjartanlega velkomnir í sýningarsal Porsche.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×