Mikko Ilonen sigraði á Volvo meistaramótinu í holukeppni 19. október 2014 17:04 Ilonen hefur átt frábært tímabil. Getty Eitt vinsælasta mótið á Evrópumótaröðinni á hverju ári er Volvo holukeppnin en aðeins bestu kylfingar mótaraðarinnar hafa þátttökurétt. Mótið kláraðist í dag eftir fjögurra daga holukeppnisveislu en finnski kylfingurinn Mikko Ilonen bar sigur úr bítum eftir spennandi úrslitaleik við sænsku ofurstjörnuna Henrik Stenson sem endaði á 17. holu. Þrátt fyrir að aðstæður á London golfvellinum í Kent hafi verið erfiðar á lokahringjunum í dag fékk Illonen ekki einn einasta skolla í úrslitaleiknum ásamt fjórum fuglum og það var nóg til þess að leggja Stenson af velli, sem er af mörgum talinn einn besti holukeppnisspilari heims. Í leiknum um þriðja sætið bar Hollendingurinn Joost Luiten sigurorð af Suður-Afríkumanninum George Coetzee í leik þar sem úrslit réðust ekki fyrr en á 19. holu. Fyrir sigurinn fékk Mikko Ilonen 650.000 evrur sem eru langstærstu peningaverðlaun sem hann hefur unnið sér inn á ferlinum til þessa en hann sigraði einnig á Opna írska meistaramótinu sem fram fór í júní. Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Leik lokið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Eitt vinsælasta mótið á Evrópumótaröðinni á hverju ári er Volvo holukeppnin en aðeins bestu kylfingar mótaraðarinnar hafa þátttökurétt. Mótið kláraðist í dag eftir fjögurra daga holukeppnisveislu en finnski kylfingurinn Mikko Ilonen bar sigur úr bítum eftir spennandi úrslitaleik við sænsku ofurstjörnuna Henrik Stenson sem endaði á 17. holu. Þrátt fyrir að aðstæður á London golfvellinum í Kent hafi verið erfiðar á lokahringjunum í dag fékk Illonen ekki einn einasta skolla í úrslitaleiknum ásamt fjórum fuglum og það var nóg til þess að leggja Stenson af velli, sem er af mörgum talinn einn besti holukeppnisspilari heims. Í leiknum um þriðja sætið bar Hollendingurinn Joost Luiten sigurorð af Suður-Afríkumanninum George Coetzee í leik þar sem úrslit réðust ekki fyrr en á 19. holu. Fyrir sigurinn fékk Mikko Ilonen 650.000 evrur sem eru langstærstu peningaverðlaun sem hann hefur unnið sér inn á ferlinum til þessa en hann sigraði einnig á Opna írska meistaramótinu sem fram fór í júní.
Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Leik lokið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira