Íslenski boltinn

Gæsahúðar myndband frá Garðbæingum | Þrír dagar í úrslitaleikinn

Tómas Þór Þórðarsson skrifar
Stjörnumenn hafa ferðast mikið með liðinu í sumar.
Stjörnumenn hafa ferðast mikið með liðinu í sumar. mynd/skjáskot
Það eru aðeins þrír dagar í stórleikinn í Krikanum þar sem FH og Stjarnan berjast um Íslandsmeistaratitil karla í knattspyrnu í hreinum úrslitaleik.

Búist er við fjölmenni á völlinn og magnaðri stemningu og eru stuðningsmenn liðanna byrjaðir að hita upp fyrir veisluna.

Silfurskeiðin, stuðningsmannasveit Stjörnunnar, birtir í dag myndband á Youtube-síðu sinni sem ætti að koma öllum Garðbæingum í stuð fyrir leikinn.

Þar syngja þeir eitt sitt frægasta lag á fjölmörgum stöðum, en Silfurskeiðin hefur ferðast allt frá Akureyri til Mílanó í sumar.

Í myndbandinu má meðal annars sjá fjármálaráðherrann BjarnaBenediktsson taka þátt í fjörinu í flugvél á leið til Mílanó. Sjón er einfaldlega sögu ríkari.

Textinn: Frá Stjörnunni - ég aldrei vík - sú tilfinning - er engu lík.


Tengdar fréttir

Bödker: Scholz var sá besti

Hendryk Bödker, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, er maðurinn á bak við þá sterku tengingu sem liðið hefur átt við danska knattspyrnumenn undanfarin ár.

Ekki hægt að kaupa miða á úrslitaleikinn á leikdegi

FH og Stjarnan mætast á laugardaginn í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta en leikurinn fer fram klukkan 16.00 á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. FH-ingar eru búnir að skipta upp stúkunum og fyrirkomulag við sölu miða á leikinn verður með sérstökum hætti. Almenn forsala hefst í Kaplakrika á fimmtudagsmorgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×