Enski boltinn

Welbeck hefur komið Wenger á óvart

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Danny Welbeck varð í gær sjötti Englendingurinn til þess að skora þrennu í Meistaradeildinni þegar hann skoraði 3 mörk fyrir Arsenal í 4-1 sigri á Galatasaray og knattspyrnustjórinn Arsene Wenger var sáttur með strákinn.

Hinn 23 ára gamli Welbeck skoraði þarna sína fyrstu þrennu á atvinnumannaferlinum og bættist í hóp þeirra Mike Newell, Andrew Cole, Michael Owen, Alan Shearer og Wayne Rooney sem allir hafa skorað þrennu í Meistaradeildinni.

„Ég vissi að hann var fljótur en hann er miklu meira en það. Ég er sérstaklega ánægður með hvernig hann tekur þátt í uppbyggingu sóknanna," sagði Arsene Wenger um Danny Welbeck eftir leikinn.

„Það hjálpar honum vissulega að vita af því að það eru miklar líkur á því að hann spili næsta leik. Vonandi gefur þessi leikur honum mikið sjálfstraust fyrir framhaldið," sagði Wenger.

„Hann vinnur fyrir liðið eins og aðrir sem er mjög gott. Hann er mjög jákvæður og er mikill liðsmaður en ekki bara að hugsa um að skora. Hann hefur lært það á því að spila á kantinum og það er augljóst að hann vill hjálpa liðinu," sagði Wenger.

Danny Welbeck fagnar þriðja og síðasta markinu sínu í gær.Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Ramsey frá í mánuð

Velski miðjumaðurinn Aaron Ramsey verður að öllum líkindum frá keppni í mánuð vegna aftan í læri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×