Íslenski boltinn

Harpa: Stundin er með Stjörnuliðinu, en hefðin með FH

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stjörnumenn gætu toppað frábært ár hjá félaginu.
Stjörnumenn gætu toppað frábært ár hjá félaginu. Vísir/Andri Marinó
Sem kunnugt er mætast FH og Stjarnan í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deild karla á laugardaginn.

Tímabilið hjá Stjörnunni hefur verið ævintýri líkast en Garðabæjarliðið er enn taplaust í Pepsi-deildinni - líkt og FH - og fór auk þess langt í forkeppni Evrópudeildarinnar. Karlalið Stjörnunnar er þó ekki eina lið félagsins sem hefur átt gott ár.

Karlalið Stjörnunnar í handbolta komst upp í Olís-deildina og kvennaliðið tapaði í oddaleik í úrslitaviðureign gegn Val. Þá komst karlaliðið í körfubolta í undanúrslit Domino's deildarinnar og kvennaliðið var nálægt því að komast upp um deild.

En flaggskip Stjörnunnar er kvennalið félagsins í fótbolta. Stjörnustúlkur unnu tvöfalt í ár og hafa unnið þrjá Íslandsmeistaratitla og tvo bikartitla á síðustu fjórum árum.

Harpa Þorsteinsdóttir með verðlaun sín í gær.Vísir/Valli
Eins og greint var frá í gær voru Stjörnustúlkur áberandi þegar Pepsi-deild kvenna var gerð upp með viðhöfn í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar.

Vísir var á staðnum og spurði markadrottninguna Hörpu Þorsteinsdóttur og Glódísi Perlu Viggósdóttur, sem voru báðar í liði ársins, hvernig þeim litist á úrslitaleik FH og Stjörnunnar á laugardaginn.

„Þetta er ótrúlega spennandi. Ég er rosalega spennt fyrir þeirra hönd,“ sagði Glódís og Harpa tók í sama streng.

„Þetta er mjög spennandi. Mómentið er kannski með Stjörnuliðinu, en hefðin er með FH. Ég held að þetta verði hörkuleikur og hvernig sem fer þá verður liðið sem vinnur verðugur meistari.“

„Það yrði alveg frábært ef þeir yrðu Íslandsmeistarar og við gætum fagnað öll saman. Það hefur verið frábær uppbygging hjá félaginu og Stjarnan er orðið stórveldi,“ bætti Glódís við.


Tengdar fréttir

Bödker: Scholz var sá besti

Hendryk Bödker, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, er maðurinn á bak við þá sterku tengingu sem liðið hefur átt við danska knattspyrnumenn undanfarin ár.

Harpa: Viljum alltaf bæta okkur

Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar, hefur verið dugleg að sanka að sér hvers kyns verðlaun og viðurkenningum á undanförnum árum.

Fer ekki út bara til að fara út

Hin 19 ára gamla Glódís Perla Viggósdóttir er í lykilhlutverki hjá Stjörnunni og íslenska landsliðinu.

Ekki hægt að kaupa miða á úrslitaleikinn á leikdegi

FH og Stjarnan mætast á laugardaginn í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta en leikurinn fer fram klukkan 16.00 á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. FH-ingar eru búnir að skipta upp stúkunum og fyrirkomulag við sölu miða á leikinn verður með sérstökum hætti. Almenn forsala hefst í Kaplakrika á fimmtudagsmorgun.

Úrslitaleikur í Krikanum | Úrslit dagsins

Topplið Pepsi-deildar karla, FH og Stjarnan, voru í miklu stuði og sáu til þess að það verður hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í Kaplakrika um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×