Íslenski boltinn

Stjarnan skilaði FH 300 miðum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Daníel
Enn er hægt að kaupa miða á stórleik FH og Stjörnunnar í lokaumferð Pepsi-deildar karla á laugardaginn.

Um 3-400 miðar eru enn óseldir en alls voru 6500 miðar til sölu. Það stefnir í að verði uppselt á leikinn og að hann verði aðsóknarmesti deildarleikur Íslands frá upphafi.

Stjörnumenn fengu 1900 miða til að selja sínum stuðningsmönnum en skiluðu í dag 300 miðum aftur til FH.

Forsalan er í fullum gangi á Kaplakrikavelli og opnar klukkan 09.00 í fyrramálið á ný. Upplýsingar má finna hér.


Tengdar fréttir

Ekki hægt að kaupa miða á úrslitaleikinn á leikdegi

FH og Stjarnan mætast á laugardaginn í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta en leikurinn fer fram klukkan 16.00 á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. FH-ingar eru búnir að skipta upp stúkunum og fyrirkomulag við sölu miða á leikinn verður með sérstökum hætti. Almenn forsala hefst í Kaplakrika á fimmtudagsmorgun.

Hittast á toppnum eftir ólíkan áratug

FH og Stjarnan mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Kaplakrika á laugardaginn en gengi liðanna síðasta áratuginn hefur verið eins ólíkt og hugsast getur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×