Vigdís Hauksdóttir vill selja Rás 2 Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. október 2014 18:45 Vigdís Hauksdóttir. vísir/pjetur Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks og formaður fjárlaganefndar Alþingis, vill skoða hvort rétt sé að selja Rás tvö og fá þannig pening í ríkiskassann. Hún hefur boðað til fundar í fjárlaganefnd vegna skuldastöðu Ríkisútvarpsins sem getur ekki staðið í skilum á lífeyrissjóðskuldbindingum. „Langbest væri ef hægt væri að selja Rás 2 og fá þá kannski eitthvað fé inn í ríkiskassann. Allt opið í því. Nú verðum við bara að skoða sviðið lárétt því að sísti kosturinn í þessu sambandi er að dæla meira ríkisfé inn í RÚV. Ekki það frekar en aðrar stofnanir sem eru komnar fram úr eða eru að biðja um meira fjármagn,“ sagði Vigdís Hauksdóttir í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Líkt og greint hefur verið frá er Ríkisútvarpið yfir skuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna, stærstur hluti vegna lífeyrissjóðsskuldbindinga félagsins. Stofnunin átti ekki fyrir skuldabréfi sem var á gjalddaga í gær og var því samið um að fresta greiðslu um þrjá mánuði. „Staðan er grafalvarleg. Ég kalla eftir því hvað stjórnin var raunverulega að hugsa allan tímann. Þetta er ekkert sem kom upp í gær eða fyrradag. Þetta er örugglega búið að vera um langa hríð innan stjórnarinnar. Að sitja í stjórn fylgir ábyrgð,“ sagði Vigdís. „Þetta er agaleysi að mínu mati sem er einkennandi fyrir ríkisreksturinn undanfarna áratugi, í fleirtölu.“ Vigdís segir markmið ríkisstjórnarinnar skýrt: að skila hallalausum fjárlögum og skila afgangi 2015 og ætlar hún ekki að láta erfiðan rekstur Ríkisútvarpsins koma í veg fyrir að þær áætlanir standist. „Þegar forsendur eru settar inn í fjárlög þá liggja fyrir ákveðnar upplýsingar um rekstur hverrar stofnunar. Þannig að þetta kemur eins og þruma úr heiðskýru lofti,“ sagði Vigdís. Alþingi Tengdar fréttir RÚV yfirskuldsett Ríkisútvarpið átti ekki fyrir greiðslu af skuldabréfi sem var á gjalddaga í dag og hefur því verið samið um að fresta gjalddaga um þrjá mánuði. Félagið er yfirskuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna. 1. október 2014 20:30 Aðeins tveir eftir á íþróttadeild RÚV Yfirmaður íþróttadeildar RÚV sagði upp störfum á dögunum vegna þess ástands sem orðið var. Kraftaverk það sem þó tókst að gera. 2. október 2014 11:06 Vigdís mun krefjast aukins niðurskurðar á RÚV Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur kallað yfirstjórn Ríkisútvarpsins ohf á sinn fund vegna grafalvarlegrar stöðu stofnunarinnar, sem er yfirskuldsett. 2. október 2014 11:36 Ekki fleiri uppsagnir framundan á RÚV Formaður stjórnar RÚV er bjartsýnn á að RÚV muni geta greitt skuld við lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins eftir fjóra mánuði. 2. október 2014 11:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks og formaður fjárlaganefndar Alþingis, vill skoða hvort rétt sé að selja Rás tvö og fá þannig pening í ríkiskassann. Hún hefur boðað til fundar í fjárlaganefnd vegna skuldastöðu Ríkisútvarpsins sem getur ekki staðið í skilum á lífeyrissjóðskuldbindingum. „Langbest væri ef hægt væri að selja Rás 2 og fá þá kannski eitthvað fé inn í ríkiskassann. Allt opið í því. Nú verðum við bara að skoða sviðið lárétt því að sísti kosturinn í þessu sambandi er að dæla meira ríkisfé inn í RÚV. Ekki það frekar en aðrar stofnanir sem eru komnar fram úr eða eru að biðja um meira fjármagn,“ sagði Vigdís Hauksdóttir í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Líkt og greint hefur verið frá er Ríkisútvarpið yfir skuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna, stærstur hluti vegna lífeyrissjóðsskuldbindinga félagsins. Stofnunin átti ekki fyrir skuldabréfi sem var á gjalddaga í gær og var því samið um að fresta greiðslu um þrjá mánuði. „Staðan er grafalvarleg. Ég kalla eftir því hvað stjórnin var raunverulega að hugsa allan tímann. Þetta er ekkert sem kom upp í gær eða fyrradag. Þetta er örugglega búið að vera um langa hríð innan stjórnarinnar. Að sitja í stjórn fylgir ábyrgð,“ sagði Vigdís. „Þetta er agaleysi að mínu mati sem er einkennandi fyrir ríkisreksturinn undanfarna áratugi, í fleirtölu.“ Vigdís segir markmið ríkisstjórnarinnar skýrt: að skila hallalausum fjárlögum og skila afgangi 2015 og ætlar hún ekki að láta erfiðan rekstur Ríkisútvarpsins koma í veg fyrir að þær áætlanir standist. „Þegar forsendur eru settar inn í fjárlög þá liggja fyrir ákveðnar upplýsingar um rekstur hverrar stofnunar. Þannig að þetta kemur eins og þruma úr heiðskýru lofti,“ sagði Vigdís.
Alþingi Tengdar fréttir RÚV yfirskuldsett Ríkisútvarpið átti ekki fyrir greiðslu af skuldabréfi sem var á gjalddaga í dag og hefur því verið samið um að fresta gjalddaga um þrjá mánuði. Félagið er yfirskuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna. 1. október 2014 20:30 Aðeins tveir eftir á íþróttadeild RÚV Yfirmaður íþróttadeildar RÚV sagði upp störfum á dögunum vegna þess ástands sem orðið var. Kraftaverk það sem þó tókst að gera. 2. október 2014 11:06 Vigdís mun krefjast aukins niðurskurðar á RÚV Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur kallað yfirstjórn Ríkisútvarpsins ohf á sinn fund vegna grafalvarlegrar stöðu stofnunarinnar, sem er yfirskuldsett. 2. október 2014 11:36 Ekki fleiri uppsagnir framundan á RÚV Formaður stjórnar RÚV er bjartsýnn á að RÚV muni geta greitt skuld við lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins eftir fjóra mánuði. 2. október 2014 11:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Sjá meira
RÚV yfirskuldsett Ríkisútvarpið átti ekki fyrir greiðslu af skuldabréfi sem var á gjalddaga í dag og hefur því verið samið um að fresta gjalddaga um þrjá mánuði. Félagið er yfirskuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna. 1. október 2014 20:30
Aðeins tveir eftir á íþróttadeild RÚV Yfirmaður íþróttadeildar RÚV sagði upp störfum á dögunum vegna þess ástands sem orðið var. Kraftaverk það sem þó tókst að gera. 2. október 2014 11:06
Vigdís mun krefjast aukins niðurskurðar á RÚV Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur kallað yfirstjórn Ríkisútvarpsins ohf á sinn fund vegna grafalvarlegrar stöðu stofnunarinnar, sem er yfirskuldsett. 2. október 2014 11:36
Ekki fleiri uppsagnir framundan á RÚV Formaður stjórnar RÚV er bjartsýnn á að RÚV muni geta greitt skuld við lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins eftir fjóra mánuði. 2. október 2014 11:01