Þórey stefnir blaðamönnum DV Atli Ísleifsson skrifar 3. október 2014 15:37 Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra. Vísir/Valli Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, hefur falið lögmanni að birta blaðamönnum DV, þeim Jóni Bjarka Magnússyni og Jóhanni Páli Jóhannssyni, stefnu vegna ærumeiðandi ummæla og grófra aðdróttana í hennar garð. Í tilkynningu frá Þóreyju segir að ástæðan sé umfjöllun í DV þann 20. júní síðastliðinn „þar sem því var ranglega haldið fram og slegið upp að ég hafi „lekið” trúnaðarupplýsingum um hælisleitendur til fjölmiðla og jafnframt að ég væri „starfsmaður B” skv. úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í hinu svokallaða lekamáli. Einnig er því ranglega haldið fram að ég hafi átt í samskiptum við ákveðna fjölmiðla og að ég hafi leitað að áðurnefndum trúnaðarupplýsingum í tölvu minni. Allt eru þetta grófar og tilhæfulausar aðdróttanir sem fela í sér að ég hafi gerst sek um refsivert athæfi og alvarlegt brot í starfi. Þórey segir sína upplifun vera þá að lengi hafi verið unnið að því af hálfu blaðamanna DV að draga upp þá mynd og síðar fullyrða með beinum hætti að hún væri sek um trúnaðarbrest og leka til fjölmiðla. „Ýjað var að því í nokkra mánuði að ég hafi lekið trúnaðargögnum þar til að blaðamennirnir bitu höfuðið af skömminni með því að birta umræddar ásakanir sem sannaðar staðhæfingar í blaðinu þann 20. júní sl. Með þessu hafa þeir vegið alvarlega að mannorði mínu og æru og valdið mér og fjölskyldu minni ómældu hugarangri. Stór hluti af starfi mínu sem aðstoðarmaður felst í samskiptum við fjölmiðla sem í langflestum tilvikum hafa verið góð og málefnaleg nema í þessu tilfelli. Það er von mín að málshöfðun þessi hafi einnig þau áhrif að bæta vinnubrögð fjölmiðilsins og umræddra starfsmanna í framtíðinni,“ segir í tilkynningunni. Þórey segist ætla að greiða lögfræðikostnað sinn úr eigin vasa en að þær miskabætur muni hún gefa til góðgerðarmála. Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna ber vitni í málinu Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra er á meðal þeirra sem kvödd verða til vitnis í máli ríkissaksóknara á hendur Gísla Frey Valdórssyni. 16. september 2014 11:45 „Ég hélt að ég myndi aldrei upplifa svona í okkar samfélagi“ Ráðherra sagðist hafa orðið fyrir margvíslegum hótunum á undanförnum mánuðum í þættinum Eyjan á Stöð 2. 14. september 2014 19:00 Gísli Freyr neitar sök Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. september 2014 10:04 Mál Tony Omos: „Allslaus og upp á aðra kominn“ Fyrirtaka í máli flóttamannsins Tony Omos fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 25. september 2014 10:15 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, hefur falið lögmanni að birta blaðamönnum DV, þeim Jóni Bjarka Magnússyni og Jóhanni Páli Jóhannssyni, stefnu vegna ærumeiðandi ummæla og grófra aðdróttana í hennar garð. Í tilkynningu frá Þóreyju segir að ástæðan sé umfjöllun í DV þann 20. júní síðastliðinn „þar sem því var ranglega haldið fram og slegið upp að ég hafi „lekið” trúnaðarupplýsingum um hælisleitendur til fjölmiðla og jafnframt að ég væri „starfsmaður B” skv. úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í hinu svokallaða lekamáli. Einnig er því ranglega haldið fram að ég hafi átt í samskiptum við ákveðna fjölmiðla og að ég hafi leitað að áðurnefndum trúnaðarupplýsingum í tölvu minni. Allt eru þetta grófar og tilhæfulausar aðdróttanir sem fela í sér að ég hafi gerst sek um refsivert athæfi og alvarlegt brot í starfi. Þórey segir sína upplifun vera þá að lengi hafi verið unnið að því af hálfu blaðamanna DV að draga upp þá mynd og síðar fullyrða með beinum hætti að hún væri sek um trúnaðarbrest og leka til fjölmiðla. „Ýjað var að því í nokkra mánuði að ég hafi lekið trúnaðargögnum þar til að blaðamennirnir bitu höfuðið af skömminni með því að birta umræddar ásakanir sem sannaðar staðhæfingar í blaðinu þann 20. júní sl. Með þessu hafa þeir vegið alvarlega að mannorði mínu og æru og valdið mér og fjölskyldu minni ómældu hugarangri. Stór hluti af starfi mínu sem aðstoðarmaður felst í samskiptum við fjölmiðla sem í langflestum tilvikum hafa verið góð og málefnaleg nema í þessu tilfelli. Það er von mín að málshöfðun þessi hafi einnig þau áhrif að bæta vinnubrögð fjölmiðilsins og umræddra starfsmanna í framtíðinni,“ segir í tilkynningunni. Þórey segist ætla að greiða lögfræðikostnað sinn úr eigin vasa en að þær miskabætur muni hún gefa til góðgerðarmála.
Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna ber vitni í málinu Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra er á meðal þeirra sem kvödd verða til vitnis í máli ríkissaksóknara á hendur Gísla Frey Valdórssyni. 16. september 2014 11:45 „Ég hélt að ég myndi aldrei upplifa svona í okkar samfélagi“ Ráðherra sagðist hafa orðið fyrir margvíslegum hótunum á undanförnum mánuðum í þættinum Eyjan á Stöð 2. 14. september 2014 19:00 Gísli Freyr neitar sök Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. september 2014 10:04 Mál Tony Omos: „Allslaus og upp á aðra kominn“ Fyrirtaka í máli flóttamannsins Tony Omos fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 25. september 2014 10:15 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Hanna Birna ber vitni í málinu Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra er á meðal þeirra sem kvödd verða til vitnis í máli ríkissaksóknara á hendur Gísla Frey Valdórssyni. 16. september 2014 11:45
„Ég hélt að ég myndi aldrei upplifa svona í okkar samfélagi“ Ráðherra sagðist hafa orðið fyrir margvíslegum hótunum á undanförnum mánuðum í þættinum Eyjan á Stöð 2. 14. september 2014 19:00
Gísli Freyr neitar sök Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. september 2014 10:04
Mál Tony Omos: „Allslaus og upp á aðra kominn“ Fyrirtaka í máli flóttamannsins Tony Omos fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 25. september 2014 10:15