Sjávarútvegsfyrirtæki ein af burðarstoðum stjórnmálaflokka Aðalsteinn Kjartansson skrifar 6. október 2014 07:00 9,3 milljónir af 32 milljóna styrkjum frá fyrirtækjum til stjórnmálaflokka komu frá aðilum í sjávarútvegi. Tölurnar byggja á gögnum frá Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu og Bjartri framtíð en ekki er búið að birta ársreikninga annarra flokka á þingi. Vísir / Samsett mynd Þriðjungur af öllum styrkjum lögaðila til Sjálfstæðisflokksins komu frá fyrirtækjum tengdum sjávarútvegi. Upphæð styrkjanna nam 7,9 milljónum króna. Alls fékk flokkurinn 24 milljónir króna í styrki frá lögaðilum. Fyrirtæki í fjármálatengdri starfsemi, svo sem bankar og tryggingafélög, styrktu flokkinn um tæpar fjórar milljónir króna, sem svarar til 16 prósenta af öllum styrkjum lögaðila til flokksins.Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn fékk umtalsverða fjármuni frá fyrirtækjum á síðasta ári.Þetta kemur fram í gögnum sem Ríkisendurskoðun hefur birt um fjármál flokkanna tveggja. Von er á upplýsingum um Framsóknarflokk og Vinstri græna á næstunni. Unnið er að yfirferð á ársreikningum Framsóknar hjá Ríkisendurskoðun. Vinstri grænir höfðu ekki skilað reikningi á föstudag. Áberandi á öðrum listum Sjávarútvegs- og fjármálafyrirtæki eru burðarstoðin í rekstri flokksins. Fyrirtæki í þessum rekstri eru áberandi hjá öðrum flokkum líka en til samanburðar fékk Samfylkingin 32 prósent af sínum styrkjum þeim. Upphæðirnar sem um ræðir eru líka mun lægri. Þannig styrktu sjávarútvegsfyrirtæki Samfylkinguna um 900 þúsund krónur en Sjálfstæðisflokkinn um áðurnefndar 7,9 milljónir. Smásölufyrirtæki, til að mynda matvörubúðir og bensínstöðvar, eru einnig áberandi á listanum. Fyrirtæki í þeim flokki styrktu Samfylkinguna um 1,3 milljónir króna, sem er 23 prósent styrkja sem flokkurinn fékk frá lögaðilum. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 2,7 milljónir frá smásölufyrirtækjum en það er um 11 prósent af styrkjum sem flokkurinn fékk frá fyrirtækjum.Sama mynstur og hjá Sjálfstæðisflokknum sést þegar styrkir til Samfylkingarinnar eru skoðaðir. Sjávarútvegs- og fjármálafyrirtæki eru fyrirferðamest. Árni Páll Árnason er formaður flokksins.Tugmilljóna leigutekjur Þrátt fyrir tugmilljóna styrki frá fyrirtækjum til flokkanna skipta ríkisstyrkir þá líklega mestu máli. Samfylkingin fékk tæpar hundrað milljónir króna í styrki frá ríkinu á síðasta ári og Sjálfstæðisflokkurinn fékk 85 milljónir króna. Þess fyrir utan hafa flokkarnir ýmsa aðra tekjumöguleika, til að mynda leigu á fasteignum og auglýsingasölu í fréttabréfum. Slík starfsemi skilaði Sjálfstæðisflokknum tæpar 84 milljónir króna á síðasta ári. Þar af námu leigutekjur flokksins og aðildarfélaga 43,6 milljónum króna. Þetta er mun meira en hjá Samfylkingunni sem hafði 8,8 milljónir króna tekjur af öðru en styrkjum.Fáir styrkir til Bjartrar framtíðar Fjárhagsupplýsingar Bjartrar framtíðar liggja líka einnig fyrir en styrkir til flokksins frá fyrirtækjum námu í heild 2,3 milljónum króna. Þeir komu frá tuttugu mismunandi fyrirtækjum. Til samanburðar styrktu 38 sjávarútvegsfyrirtæki Sjálfstæðisflokkinn og 19 fyrirtæki í fjármálastarfsemi. Sé horft á hlutfall styrkja hjá Bjartri framtíð kemur kunnuglegt mynstur í ljós. Mestu peningarnir koma frá fyrirtækjum í fjármálastarfsemi, smásölu og sjávarútvegi, eða 77 prósent styrkjanna. Alþingi Tengdar fréttir Samfylkingin tapaði 55 milljónum á síðasta ári Fær hundrað milljónir í ríkisstyrki. Kjörnir fulltrúar fyrirferðamestir á lista yfir styrkveitingar einstaklinga. 3. október 2014 13:25 Sjálfstæðisflokkurinn tapaði 127 milljónum á síðasta ári Rekstur flokksins kostaði 317 milljónir en tekjur námu 245 milljónum króna. Tekjurnar eru að stærstum hluta styrkir frá ríki og sveitarfélögum. 3. október 2014 12:22 VG skilaði ekki ársreikningi Frestur stjórnmálaflokka til að skila inn ársreikningi liðinn. 3. október 2014 15:21 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Þriðjungur af öllum styrkjum lögaðila til Sjálfstæðisflokksins komu frá fyrirtækjum tengdum sjávarútvegi. Upphæð styrkjanna nam 7,9 milljónum króna. Alls fékk flokkurinn 24 milljónir króna í styrki frá lögaðilum. Fyrirtæki í fjármálatengdri starfsemi, svo sem bankar og tryggingafélög, styrktu flokkinn um tæpar fjórar milljónir króna, sem svarar til 16 prósenta af öllum styrkjum lögaðila til flokksins.Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn fékk umtalsverða fjármuni frá fyrirtækjum á síðasta ári.Þetta kemur fram í gögnum sem Ríkisendurskoðun hefur birt um fjármál flokkanna tveggja. Von er á upplýsingum um Framsóknarflokk og Vinstri græna á næstunni. Unnið er að yfirferð á ársreikningum Framsóknar hjá Ríkisendurskoðun. Vinstri grænir höfðu ekki skilað reikningi á föstudag. Áberandi á öðrum listum Sjávarútvegs- og fjármálafyrirtæki eru burðarstoðin í rekstri flokksins. Fyrirtæki í þessum rekstri eru áberandi hjá öðrum flokkum líka en til samanburðar fékk Samfylkingin 32 prósent af sínum styrkjum þeim. Upphæðirnar sem um ræðir eru líka mun lægri. Þannig styrktu sjávarútvegsfyrirtæki Samfylkinguna um 900 þúsund krónur en Sjálfstæðisflokkinn um áðurnefndar 7,9 milljónir. Smásölufyrirtæki, til að mynda matvörubúðir og bensínstöðvar, eru einnig áberandi á listanum. Fyrirtæki í þeim flokki styrktu Samfylkinguna um 1,3 milljónir króna, sem er 23 prósent styrkja sem flokkurinn fékk frá lögaðilum. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 2,7 milljónir frá smásölufyrirtækjum en það er um 11 prósent af styrkjum sem flokkurinn fékk frá fyrirtækjum.Sama mynstur og hjá Sjálfstæðisflokknum sést þegar styrkir til Samfylkingarinnar eru skoðaðir. Sjávarútvegs- og fjármálafyrirtæki eru fyrirferðamest. Árni Páll Árnason er formaður flokksins.Tugmilljóna leigutekjur Þrátt fyrir tugmilljóna styrki frá fyrirtækjum til flokkanna skipta ríkisstyrkir þá líklega mestu máli. Samfylkingin fékk tæpar hundrað milljónir króna í styrki frá ríkinu á síðasta ári og Sjálfstæðisflokkurinn fékk 85 milljónir króna. Þess fyrir utan hafa flokkarnir ýmsa aðra tekjumöguleika, til að mynda leigu á fasteignum og auglýsingasölu í fréttabréfum. Slík starfsemi skilaði Sjálfstæðisflokknum tæpar 84 milljónir króna á síðasta ári. Þar af námu leigutekjur flokksins og aðildarfélaga 43,6 milljónum króna. Þetta er mun meira en hjá Samfylkingunni sem hafði 8,8 milljónir króna tekjur af öðru en styrkjum.Fáir styrkir til Bjartrar framtíðar Fjárhagsupplýsingar Bjartrar framtíðar liggja líka einnig fyrir en styrkir til flokksins frá fyrirtækjum námu í heild 2,3 milljónum króna. Þeir komu frá tuttugu mismunandi fyrirtækjum. Til samanburðar styrktu 38 sjávarútvegsfyrirtæki Sjálfstæðisflokkinn og 19 fyrirtæki í fjármálastarfsemi. Sé horft á hlutfall styrkja hjá Bjartri framtíð kemur kunnuglegt mynstur í ljós. Mestu peningarnir koma frá fyrirtækjum í fjármálastarfsemi, smásölu og sjávarútvegi, eða 77 prósent styrkjanna.
Alþingi Tengdar fréttir Samfylkingin tapaði 55 milljónum á síðasta ári Fær hundrað milljónir í ríkisstyrki. Kjörnir fulltrúar fyrirferðamestir á lista yfir styrkveitingar einstaklinga. 3. október 2014 13:25 Sjálfstæðisflokkurinn tapaði 127 milljónum á síðasta ári Rekstur flokksins kostaði 317 milljónir en tekjur námu 245 milljónum króna. Tekjurnar eru að stærstum hluta styrkir frá ríki og sveitarfélögum. 3. október 2014 12:22 VG skilaði ekki ársreikningi Frestur stjórnmálaflokka til að skila inn ársreikningi liðinn. 3. október 2014 15:21 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Samfylkingin tapaði 55 milljónum á síðasta ári Fær hundrað milljónir í ríkisstyrki. Kjörnir fulltrúar fyrirferðamestir á lista yfir styrkveitingar einstaklinga. 3. október 2014 13:25
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði 127 milljónum á síðasta ári Rekstur flokksins kostaði 317 milljónir en tekjur námu 245 milljónum króna. Tekjurnar eru að stærstum hluta styrkir frá ríki og sveitarfélögum. 3. október 2014 12:22
VG skilaði ekki ársreikningi Frestur stjórnmálaflokka til að skila inn ársreikningi liðinn. 3. október 2014 15:21